1 aukalíf ?
Ég sit í flugvélinni, er svolítið stressaður, en mér hefur alltaf langað til að prófa þetta. Ég er búinn að fara á námskeið og hef stokkið nokkrum sinnum en hef alltaf verið hjálpað á leiðinni nyður. En nú er kominn tími til að ég stökkvi einn.
Ég er búinn að pakka fallhlífinni vel í pokann, alveg eins og á að gera þetta.
Og ég hef undið búið mig vel fyrir þetta stökk.
Ég sit þarna með mörgum öðrum, frekar reyndari fallhlífa stökkvörum.
En verða þeir líka svona stressaðir eins og ég, þá meina ég fyrir hvert stökk.
Það er einn þarna sem er búinn að stökkva meira en 1000 sinnum. Ekki haldið þið að hann er svona stressaður eins og ég fyrir hvert stökk, nei það getur nú bara ekki verið.
En núna er komið að þessu, ég fer í röðina og sé hvernig það nálgast, stökkið út úr flugvélinni. Ég finn hvernig hjartað hamast, og hendurnar skjálfta.
Ég er svo stressaður, en þegar ég kem að hurðinni læt ég bara vaða, ég finn hvernig ég svíf, ég fæ fiðring í magann og andlitið svoleiðis klessist við loftið.
Adrenalín flæðið er búið að ná hámarki. Þetta er svo gaman svo rosalega gaman, stressið er núna allt horfið.
En svo ætla ég að toga í spottann sem virkar þannig að fallhlífin opnast og maður svífur til jarðar. En þegar ég toga í spottann þá kemur engin fallhlíf út. Nú er ég virkilega hræddur, ég reyni að toga í spottann sem hleypur varafallhlífinni út en hún kemur ekki heldur út. Ég reyni hvað sem er en ekkert gerist.
Nú er ég orðin virkilega hræddur, ég sé hvernig ég nálgast harða jörðina. Og það er ekkert sem ég get gert, ég sé hvað hitt fólkið er langt frá mér og þau geta ekkert gert.
Ég fer að hugsa af hverju ég gerði þetta, af hverju valdi ég svona hættulega íþrótt.
Ég meina, ég fjölskildu, konu og litla stelpu. Fallega stelpan mín, hún á eftir að alast upp án pabba síns. Ég bara trúi því ekki hversu sjálfs elskur ég er.
Ég man að kona mín hún Guðrún hafði sagt mér að gera þetta ekki, að þessi íþrótt væri hættulega og ég gætti meiðst. En ég bullaði eitthvað um að það hefur næstum enginn dáið í þessari íþrótt, og að það hafa fleiri dáið af völdum handbolta en fallhlífa stökks. Sem er einfaldlega rugl, fallhlífa stökk er hættuleg íþrótt, og ef ég lifi þetta af þá ætla ég aldrei að stunda svona íþrótt aftur. Ég vill bara vera með fjölskildu minni, og vera í þessari frábæru vinnu sem ég er í.og lifa bara einföldu lífi.
En núna er ég hér, er að nálgast jörðina, og það er ekkert sem ég get gert, það er ekki eins og ég get spólað til baka og setið við matarborðið og sagt konunni minn hvernig dagurinn minn var. Ég loka augunum og reyni að róa mig niður, ég verð bara að sætta mig við það að líf mitt á eftir að vera styttra en ég ætlaði mér, og ég get ekki kennt neinum um nema mér. Ég er svo heimskur svo rosalega heimskur.
Það er svo margt ljótt sem ég hef gert í lífinu, og ég hef ekkert farið í guðshús og beðið um fyrirgefningu. Ég man eitt laugardags kvöldið þegar konan mín var í útlöndum. Reyndar vorum við ekki gift þá en það skiptir engu máli.
Ég fór út með félaga mínum í bæinn. Og ég drakk svolítið mikið, þá hitti ég þessa konu, þessa ungu og fögru konu. Ég byrja að tala við hana og það næsta sem ég man eftir var að við vorum bara byrjuð að hamast á hvor öðrum á klósettinu á þessum subbulega bar.
Þetta var svo ljótt, svo svakalega ljót, ég skil ekki í mér hvað ég var að gera. Ég hélt framhjá konunni minni, og var svo huglaus að seiga henni aldrei frá þessu.
Jæja nú er komið að þessu, ég er svona hundrað metra frá jörðinni og nú veit ég að það er ekki nema svona 20 sek eftir af lífinu mínu. Ég bið til guðs. Bið hann að fyrirgefa mér og öllu því hræðilega sem ég hef gert. Ég vona bara að hann sé að hlusta því að þetta er svona bæn sem kemur beint frá hjartanu.
Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja, ég endur tek þetta þangað til að ég er alveg að koma að jörðinni. Ég loka augunum og finn hvernig jörðin tekur svona rosalega harkalega á móti mér.