Þessi saga er sönn um mig og mína vinnu. Ég vinn í matvöruverslun og hef sýnt fyrirtækinu mína hollustu í næstum 6 ár og hef sýnt öllum mikið traust.
Vandamálið er verslunarstjórinn! Það er sama hvað hann ákveður, sama hvað það er mikið rugl og þó hann viti ekkert hvað hann er að segja, þá er hann svo þver og þrjóskur að hann bakkar ekki með það. Hann hefur ekki þann þroska sem miðaldra maður að breyta aðeins til og viðurkenna mistök sín! Hann fer ofboðslega mikið í taugarnar á starfsfólkinu vegna þrjósku sinnar.
Ég er í afleysingum, og nú er fólkið að koma úr sumarfríum og lítil þörf á mér lengur…eða það hélt verslunarstjórinn. Skólinn hjá mér byrjar ekki strax og ég á einhverjar vaktir eftir.
Það var samt ein stelpa að hætta og þá hafa orðið vandræði…það vantar þá einhvern á kassa allan daginn. Það var búið að ákveða að ég hætti 8. ágúst, en svo hætti hún og ég hélt aðeins áfram.
Einn daginn ætla ég að ræða við verslunarstjórann um það að það líði of stuttur tími á milli kaffi- og matartíma hjá mér. Ef ég fór of seint í kaffi, fór ég fram á kassa í hálftíma eftir kaffið en allt í einu í mat eftir hálftíma!!! Þá var ég södd eftir kaffið og át ekki í matartímanum…svo fór ég aftur það seint í kaffi að ég var orðin máttlaus af hungri. Ég segi honum þetta(ekki í eins miklum smáatriðum) og þá er hann bara fúll og svarar leiðinlega á móti: Þú verður bara að skilja það að það er nóg að gera hérna…við erum bara með of marga starfsmenn núna. HVenær áttir þú aftur að hætta? Áttu ekki að vera löngu hætt?
Ég sagði: Ég átti að vera hætt, þangað til að stelpan hætti þá urðu vandræði með fólk á kassa allan daginn.
Hann: Hvíldu þig bara á morgun og við sjáum til. (hann segir þetta með mestu vanvirðingu ever!!! Svipurinn á honum sagði:æææi hættu þessu væli!)
Nú sagði ég stelpu, sem leysir vaktstjórann af, frá þessu: Vissirðu að ég kem ekki á morgun?
Hún: NEEEi, hvaða rugl er það???? Hver á að vera á kassa allan daginn? (ég sá þetta nákvæmlega einsog ég ímyndaði mér og ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu…verslunarstjórinn veit ekkert í sinn haus, hann kemur aldrei fram að skipta sér af ástandinu þar!)
Hún segir: Heyrðu ég tala við hann um þetta og svo við þig.
Hún kemur fram eftir 2 tíma og segir: Heyrðu þetta verður bara að vera svona eins og hann segir(hann hefur komið henni á sitt band!!!)
Ég: Nú, hver verður þá á kassa allan daginn?
Hún: Sigga og Solla verða bara að skiptast á
Ég hugsa(gangi þeim vel!!!!!! ÞEtta eru mestu letingjarnir sem stinga af við hvert tækifæri og forðast kassana!!! Þa' verður gaman að njósna um þær og hlæja sig máttlausan!!!)
Daginn eftir er hringt 5 sinnum í mig!!!!!!!!! Það var búið að brýna fyrir mér að það væri engin þörf á mér og verslunarstjórinn vogar sérað reyna að hringja!!!!! DÓÓÓNIIIII!!!!!!!!!
Hann hringir fra morgni til hádegis og höfuðverkurinn sem ég ermeð hann magnast!!!!! Ég svara EKKI!!!!!
Kvöldið eftir er menningarnótt og ég hitti verslunarstjórann blindfullan með pípu og hann þrífur í mig!!!!! Skammar mig fyrir að svara ekki!!!!!!
Ég mætti 3 morgna eftir þetta af því nú var aðstoðarverslunarstýran…sem mér líkar vel við(hún veit allt í þessari verslun!!! og ætti að verða aðalstjórinn, því hann er svo gamaldags) komin úr fríi. Ég var fegin að hitta ekki versl.stjórann þá daga því hann var í fríi. Svo í gær er ég beðin um að koma)vitandi það að versl.stjórinn er kominn úr fríi)þannig að ég finn einhverja afsökun og hætti við. Ekki vil ég hitta hann aftur eða vinnaþarna NOKKURN tímann aftur. Ég fékk lélega meðferð fyrir að vera duglegust á svæðinu öll þessi næstum 6 ár!!!! Þau eiga mig EKKI skilið NOT EVER!!!!!
Ég er búin að vera rjúkandi reið…á einhverjar vaktir eftir sem ég HATA!!!!!!! En vantar peninginn fyrir visa reikningum og gjaldeyri…og skólanum!!!!
Já, einsog þið sjáið þá sýna öll þessi upphrópunarmerki REIÐINA í mér!