Þú ert að fara í ferðalag, sagði svartklædda veran í lok langrar mónoræðu sinnar. Hvert?, spurði hinn ringlaði, eini, áheyrandi hennar. Út á veg, svaraði hún um hæl.
-Er það laung för? Verð ég lengi? Hvað þarf ég að taka með mér?
-Þetta kemur alt í ljós á áfangastað, þú þarft ekkert að hafa með annað en viljann!
Levjatan vaknaði hræddur og ringlaður, þó heilu og höldu í rúminni sínu eftir draum sem hann gat á eingann hátt hrist úr sér. Hann hafði ferðast um óravíddir hins tilvistarlausa í för með andlitslausri svartklæddri veru með heljar-barmstórann hatt. Hann núði sér um augun og leit í kringum sig: Þarna stóð veran enn! Hún leit á hann, kinkaði kolli og hvarf. Fuck! Hugsaði okkar, nú taugaóstirki, aðaleikari. Ég hef mist vitið!
Klukkan var enn ekki sleginn hálf fimm að morgni. En það var sérstök byrta í loftinu, það var vetur og sólin átti ekki að koma upp fyrr en um tíu. En það var þetta sérstaka mistur yfir öllu. Hann klæddi sig í spjarirnar og hugsaði aðeins málin. Draumurinn sem hann hafði dreymt var enn nú raunverilegari fyrir honum en það sem hafði áður gerst í hanns heila lífi. Öll hanns saga var þokukent á meðan draumurinn var honum fullkomlega skýr. Hann hafði jú lagt það í vana sinn undanfarið ár að taka, frekar en ekki, mark á þeim sýnum er honum bárust úr draumaveröldinni. En hvað var þetta? Yfir gefa alt og labba úta á veg? Fyrir hvað? Hann átti að mæta í vinnu eftir fjóra tíma. Jæja, hugsaði hann með sér; þar sem ég er vel vaknaður, langt til vinnu og þar sem ég átt ekkert að taka með get ég þersvegna látið reyna á þetta. Eingu að tapa þannig.

Hann klæddi sig í strigaskónna, fór í gamla hermannajakkann sinn, læsti hurðinni og labbaði af stað í átt að næstliggjandi þjóðvegi.
Á leiðinni gerðist lítt annað en að hann fór að draga sína eigin geðheilsu stórlega í efa. Hvern djöfulinn er ég nú að álpast útí, hugsaði hann með sér. Fyrst ég fylgi svona djöfulsins vitleisu eftir; hvað þá næst? Hvað ef það fer að heimsækja mig, í gegnum draumana, illur andi sem segir mér að framkvæma hin og þessi illvirki? Mun ég einnig hlusta á hann? Andskotans vitleisa er þetta í mér!, gargaði hann svo á sjálfan sig; ekki viss hvort hann hafði gert það upphátt eða bara hátt í huganum.

Það var ekki fyrr en hann var kominn á veginn sem hann gaf fyrst hinni torskildu byrtu eingvern gaum. Hafði klukkan hans verið vitlaus? Hafði hann sofið yfir sig? Var dagur nú vel gengin í garð? Nei, það gat ekki verið; hann hafði eingum mætt á leið sinni, bærinn var dauður.
En honum gafst ekki mikill tími til að spá of mikið í þessu því eftir einungis mínótu eða svo heyrði hann í bíl úr fjarlægð. Það var stór, svört skúta af Amrískri gerð – hinn virðulegasti fleki með svörtum flimum í rúðunum. Hann stoppaði í vegkantinum hjá honum og afturhurðin er að honum snéri opnaðist - þessi líka risa hurð; hægt og líðandi, næsta eins og í draumi. Hann leit inn: Bíllinn var fóraður að inann með rauðu flaueli. Það sat stór og mikill maður við stírið; svart klæddur eins og veran í draumnum, nema samt öðruvísi eingvernveginn. Hann var líka með minni hatt en veran sem hafði heimsótt hann fyrr um nóttina; þessi var með svona rabbínahatt. Hann sast inn og hruðinn skeltist á eftir honum; ekki jafn tignarlega og hún hafði opnast, meir ógnarlega í þetta skiptið. Og bílstjórinn ók heldur ekki jafn varlega i burtu og hann hafði komið, þvertímóti þrikti hann bílnum af stað með látum og steig bílinn sem fastast eftir þjóðveginum. Förin var hafin.

Levjatan greyið gat hvorki legg né lið hreift. Hann vaggaði fram og aftur, eins og vitfyrringur tautandi með sér: Hvað hef ég gert, hvað hef ég gert, hvað hef ég gert. Og stöku sinnum inná milli: Í hvern djöfulinn hefuru komið þér nú. Og svo áfram: Hvað hef ég gert, hvað hef ég gert. Án þess að líta framfyrir sig eða til hliðar hélt hann þessu áfram á meðan bílstjórinn, vélmannalegur í hreifingum, þrikti bílnum áfram. Landamæri yfir landamæri og aldrei sást annar bíll á veginum.
Svona hélt þetta leingivel áfram án þess að Levjatan gæfi því nokkurn gaum að þeir væru búnir að ferðast klukkutíma ofaná klukkutíma án þess að verða varir við nokkra hreifingu. Sólin var enn ekki kominn upp til að bjóða góðann dag eins og hún hafði gert á hverjum morgni síðan fyrsta lífvera jarðarinnar fór að þarfnast hennar. Nei, ekkert nema þessi skringilega byrta og dautt, líf og hljóðlaust landslagið sem þaut fram hjá á ógnar hraða.

Þegar blessaður, hræddur næsta til dauða, anginn kom til vits síns og hætti að tauta með sér var hann handviss um að hann væri dauður og að þetta væri helvíti: Endalaus sallíbuna brjálaðs bílstjóra um jörðina án alls þess sem gerir hana notalega; bara dautt landslagið. Já, það var svarið hann var í helvíti. En, það var þetta eins eilífðar “en”; afhverju var hann í helvíti? Hann hafði aldrei verið sérstaklega trúaður á einn guð eða annann, en hafði þó ávalt verið góður, óeigingjarn hjarthlír maður sem tók altaf og undantekningarlaust lífshamingju aðra, vina jaft og ókunnra, fram yfir síns eigins. Hafði þá eitt hinna fjölda trúaarbragða í heiminum haft á réttu að standa? Höfðu gyðingarnir haft rétt fyrir sér? og allir þeir er gyðingdómnum ekki filktu verið fordæmdir til að eiða eilífðinni í þeirra helvíti? Eða voru það kanski múhameðsspámanns fylgendur sme höfðu á réttu að standa? Eða kanski einginn? Eða! Auðvitað! Honum var enn að dreyma; hann kleip sig eins fast og hann gat í lærið: Á!, andskotinn!, hrópaði hann upp. Hann áttaði sig líka á því, þegar hann heyrði sína eigin röddu, að hann hefði ekkert hljóð, annað en rummið í bílnum, heyrt í mjög langan tíma. Og hann tók þá líka fyrst eftir því að ljósið úti hafði ekkert breist síðan hann hafði yfirgefið heimili sitt, sem að honum virtist, tugum klukktíma á bakvið sig.

En þá, útúr þurru, snögg hægði bílstjórinn ferðina og tók vinstri beigju útaf aðalveginum og inná lítinn ómerktan malarveg. Og Levjatan fór þá að gefa landslaginu betri gaum: Hann kannaðist ekkrt við hið eyðimerkurkenta landslag sem honum lág fyrir sjónum. Alt var hálf rauðleitt, þeir voru að ferðast um mjög klettarík fjöll, ekki sérlega há, en tignalega ef ekki bara hreinlega óhugnarleg.

Jakinn, svarti, stóri, Amríski rann hægt inn í stórann – skeifu lagaðan – klettasal. Þar var múgur manns saman kominn; allar gerðir manna. Bíllin staðnæmdist og hurðin opnaðist jafn varlega og hún hafði gert fyrir hann í vegkantinum þegar hann steig inn. Hann steig út. Hurðinn skeltist og bílstjórin snarsnéri bílnum á blettinum og rauk á brott af fullum krafti og Levjatan horfði á eftir honum hverfa útí í mistrið. Hann var einn.

Inn í klettasalnum, á veggnum sem stóð innst og í beinni línu á útganginn, var örlítið lægri stallur en hinir himinháu veggir sem umliktu alla skeifuna. Og þar virtist fólkið, jafn ringlað og ekki skiljandi upp né niður í því sem var að gerast frekar en hann, safnast þéttar saman en annarstaðar. Eins og fyrir framan svið á rokkkonserti eða eithvað því um líkt. Samt minnti þetta í raun ekki á neitt sem hann hafði áður séð. Svo hann gerði bara eins og hinir; fann sér stað til að standa á og gáfti heimskulega á mannlausa silluna. En þurfti þó ekki að bíða leingi áður en eithvað gerðist.

Hann var kanski búinn að standa þarna í það sem við mundum kalla hálftíma þegar vera mikil lét sjá sig á sillunni. Hún var örugglega næsta þriggja metra há í hvítum klæðum sem geysluðu gullnir geislar frá, hún var í sannri merkingu orðsins; guðdómleg. Hún hóf upp rausn sína:
Jæja, þá eru allir mættir; hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir tel ég nú hér fyrir framan mig. Verið velkominn og til hamingju með ykkar nýu arfleið.
Það kunna margir hér vera að velta fyrir sér hvar þeir séu og hvað hafi orðið um bæði tímann og alt annað líf sem þið ólust upp við, aðrir hér, er ég viss um, vita nákvæmlega hvað er að gerast og sé ég það í fallegum hjörtum þeirra. Verið velkominn í guðdóminn.
En til að svara þeirri spurningu er ég spurði sjálfan mig fyrir ykkar hönd: Þá er alt það sem þið áður þektuð fallinn mining um tálsýn. Jörðin með sínu veraldlega lífi var aldrei til! Tíminn var aldrei til; hann var tálsýn. Velkominn í það óendan- og óumbreytanlega upphaf og endi als; hið eina sanna sem á sér eingin takmörk, það sem er og það sem verður, velkominn á endamörk og þó byrjun als; þið eruð nú órjúfanlegur partur af heildinni.
Til frekari útskýringa: Við höfum altaf verið til, við eigum okkur hvorki endir né upphaf. Stundum, eins og þið hafið verið partur af, búum við til gróðrarstöð sála, þið eruð þó ekki ný heldur endurbætt. Ég veit að þið munið ekki eftir ykkur sjálfum áður en þið voruð sett í búðir okkar á Jörðunni. Annars væruð þið ekki hér. Verkið er nefnilega fullkomnað enn einu sinni. Þannig er það nefninlega að þegar lögmálnu, þessa óþrjótanlega, er stefnt í voða af ókyrrings sálum búum við til fyrir þær “fangelsi” í, það sem þið þekkið sem, jarðnesknum líkömum. Og hafið þið verið dæmd til að fæðast, öllsömul sama hversu vel þið hafið staðið ykkur í hvert skipti, aftur og aftur þangað til þið hafið öll verið endurnærð og aftur kommin til þess sjálfs sem þið eitt sinn voruð með fullkomnan skilning á því sem er – eða hæfileika til að skilja alt fordómslaust og taka við hlutunum eins og þeir eru. Mörg ykkar tók það aðeins eitt líf, aðrir þurftu að fæðast alt að þúsund sinnum, meðan hinir, sem strax voru tilbúnir, voru dæmdir til að fæðast með hinum sem leingri tíma þurftu, aftur og aftur. En þið munuð ekki sjá eftir þeirri reynslu þegar þið fáið yfirlitið að þessari litlu ræðu lokinni.
En það þarf ekki frekari útskíringa við þar sem nú munum við öll sameinast og halda heim. Um leið og ég leisi fjötra líkama ykkar munuð þið sjá alt það sem ég sé og við verðum sem heild. Þetta kun jú að vera ykkur alt mjög ruglingslegt núna þar sem í ykkur er bundinn eins manns æviskeið – sum ykkar hafið þó skemt búningasíur ykkar að eingverju leiti og munið eftir fyirri lífum og sum ykkar hafið náð að brjóta svo mikið af ykkar fjötrum að þið hafið komist í samband við okkur áður en tímabært var.
En eins og ég sagði: Þetta samtal er óðraft þar sem þið munuð öll öðlast skilninginn inanna stundar. Ég hef bara gaman að því að koma ykkur öllum í opnaskjöldu og er þetta nokkurskonar lokastig meðferðar ykkar, sannleikurinn á undann sanleiknum ef svo má segja.
Verið velkominn aftur heim!

Og hópurinn liftist úr líkömum sínum og runnu saman í stórann bláann ljósbjarma með verunni tignarlegu sem svo sveif burtu frá þessari jörð og út í eilífðir galaxy-anna. Skiljandi líkamana eftir á jörðinni eins og dauða róbotta sem svo leistust upp í rik, ásamt plánetonum og sólinni, sem svo hvarf og varð að aungvu í víðlendum óendanleikans.

ENDIR