„Góðan daginn, hvernig get ég aðstoðað?“
„Tvöfaldan ostborgara, ekkert kál.“
„Gos með því?“
Ég er einn, einmana. Þó svo að ég tali við fleiri manneskjur en eðlilegt þykir þá segi ég ekki allt sem ég vil segja.
„Já, eh, kók, stóra, engan klaka“
„Tvöfaldan ostborgara, mínus kál og stóra kók án klaka. 750 krónur.“
Allt sem ég geri er að svara spurningum og spyrja spurninga, tilgangslausum spurningum.
“Hey! Það vantar fimmtíukall í afgang”
Þegar maður er einmana þá verður maður líka veikburða, svo veikburða að maður getur ekki reddað einföldustu vandamálum. Maður verður hræddur og gerir bara það sem manni er sagt.
„Eh já bíddu aðeins, hérna, fimmtíukall“
Maður heldur samt áfram að tjá sig, þótt það sé ekki á þann hátt sem maður vildi helst kjósa.
„Númer 54, tvöfaldur ostborgari“
„Hérna, ég er númer 54“
„Gerðu svo vel og verði þér að góðu.“
Stundum verður maður pirraður þegar manni er ekki svarað, en þegar maður er einn, þá gerir maður lítið í því. Stundum ákveður maður að gera einhvað, en of seint og lætur það bíða til annars tíma, kannski betri tíma, kannski verri.
„Heyrðu, það er kál á borgaranum, ég bað um ekkert kál,“
Það kemur að því að maður lætur vaða, segir það sem maður vildi segja.
„Og hvað með það, geturu ekki bara étið það með káli?“
„Eh, jújú, svosem, mér finnst það bara betra án þess“
En maður verður að hafa varan á, þegar einmana manneskja lætur smá vaða, þá getur stíflan brostið og allt fer með því
„Éttu bara helvítis borgarann með grænmeti og hættu að væla“
„Vó, slakaðu á“
„Slaka á? Ertu að segja mér að slaka á? Ég stend hér fyrir aftan fuckings afgreiðsluborð allan fjárans daginn, fer eftir því sem fólk eins og þú segir manni að gera, hlusta svo á helvítis væl því að þið getið ekki étið fucking kál.“
Maður gleymir sér stundum, eins og núna, þá sit ég ofan á greyjið manninum sem aðeins vildi sleppa káli á borgaranum sínum og er að troða upp í hann borgaranum, með káli. Ég fer af manninum og sest í stól. Maðurinn stendur upp og hóstar borgaranum út úr sér.
Maður má ekki vera hræddur við að tala fólk, það er að segja áður en það er um seinan.
Kíkið endilega á síðuna mína www.folk.is/nixey