Skrifaði þessa sögu á hálftíma…skemmtilegar pælingar
Ég var nývaknaður og hafði ekki hugmynd um hvar ég var. En ég var of þunnur til að láta mig hverfa strax úr herberginu. Mig klæjaði í klofið og tók þá eftir því að ég var ekki í nærbuxunum mínum. Ég leitaði að nærbuxunum og fann þær undir hrúgu af kvenmannsfötum. Þetta voru ansi mörg kvennmannsföt. Hvar var ég eiginlega staddur? Ég fór í nærbuxunar og í skyrtuna mína sem hékk á stóru málverki sem var af stæltum allsberum karlmanni í svona ofurhetju stellingu. Málverkið hékk á laxableikum vegg og þannig voru allir veggirnir. Herbergið var frekar stórt, svona um það bil 20-30 fermetrar. Það var stórt rúm í því sem gat hæglega rúmað þrjár eða fjórar manneskjur. Ég leit aftur á kvennmannsfötin og er ég skoðaði þau betur var ekki um að villast að hérna var bara ekki ein stelpa heldur fjórar. Ég var orðinn frekar ruglaður á þessu og fór úr herberginu og fram á gang. Þetta var stór gangur. Hann náði frá herberginu sem ég var í og meðfram þremur dyrum sem voru allar vinstra megin. Í endanum var stór spegill og utanum hann voru bleikar og bláar blöðrur. Ég gekk að speglinum og opnaði dyrnar sem voru við spegilinn. Er ég opnaði dyrnar blasti við mér stórt eldhús. Þetta var flott eldhús sem virtist hafa verið klippt úr Hús og Híbýli. Stórt eldhúsborð sem rúmaði sex manns og sex stólar í kringum það. Upp á veggjunum í eldhúsinu voru fallegar myndir af blómum og meira að segja uppskrift af hamingju alveg eins og ég á. Ég fór í skápana og fann mér stórt glas og fyllti það af ísköldu vatni. Ég bara varð að ná þynnkunni úr mér. Ég hellti vatninu í mig og settist niður á stól við eldhúsborðið. Ég var aðeins að vakna meira og fór að hugsa um hvernig ég hafði komist hingað. Ég mundi það að ég hafði farið á Glaumbar og Nelly’s og hitt vini mína og nokkra félaga. Og svo mundi ég óskýrt eftir einhverjum gellum. Ég hafði drukkið nokkuð mikið. Ég ákvað að skoða hin herbergin. Ég gekk út úr eldhúsinu og labbaði inn á ganginn og opnaði fyrstu dyr sem ég fann. Baðherbergið. Það var venjulegt baðherbergi með klósetti, sturtu og baði. Ég gekk að næstu dyrum, þ.e.a.s dyrnar hliðiná herberginu sem ég hafði sofnað í. Á dyrunum hékk mynd af stelpu með kórónu á höfðinu og fyrir neðan myndina stóð Ungfrú Reykjavík. Ég opnaði dyrnar. Annað svefnherbergi en bara lítið rúm og herbergið var heldur minna en stóra svefnherbergið. Herbergið var bleikt og mikið af blómum inni. Fyrir ofan rúmið hékk sproti og kóróna. Ég giskað á að hérna byggi fegurðardrottning. Allt í einu heyri ég í fólki, og þegar ég lagði meiri einbeitingu viðað hlusta og heyrði í kunnulegum kvennmannsröddum. Ég fór úr herberginu og fram á gang. Raddirnar komu úr eldhúsinu. Ég gekk að dyrunum og opnaði. Þarna stóðu þrjár stelpur og ég þekkti þær allar. Næst mér var hún Sara, vinkona mín úr Háskólanum og hinar tvær stelpurnar voru Berglind og Ósk sem báðar sátu við eldhúsborðið og voru báðar líka úr Háskólanum. “Kalli elskan, velkominn á fætur” segir Sara og kyssir mig mömmukossi á munninn og faðmar mig. “Voðalega geturðu sofið mikið” segir Ósk. “uhumm….hæ” segi ég dálítið hissa. “Er eitthvað að ljúfur” segir Berglind. “Nei nei” segi ég “Ég er bara dáldið þunnur” og labba út úr eldhúsinu og inn í laxableikaherbergið. Núna var ég farinn átta mig á því hvar ég væri. Ég leit út um gluggan og sá stóran leikvöll. Ég hafði rétt fyrir mér. Ég var heima hjá Söru. Sara og Berglind sváfu saman í herbergi og Ósk svaf í hinu herberginu. Það var hún sem var Ungfrú Reykjavík. Ég mundi aðeins eftir því Sara hafði sagt mér frá því að Ósk hefði tekið þátt og unnið. En afhverju voru þá föt fyrir fjórar stelpur í laxableikaherberginu?
Ég og Sara vorum mjög góðir vinir og erum enn, en ég skyldi ekki afhverju hún kyssti mig á munninn. Var hún að reyna við mig? Höfðum við gert eitthvað saman í nótt? Og ef við gerðum eitthvað voru þá Berglind og Ósk með okkur í þessu öllu saman? Ég leitað að buxunum mínum og fann þær undir rúminu. Fór í þær og aftur fram á gang og beint inná bað. Ég leit í spegillinn og brá og gaf frá mér smá öskur. Sara kom hlaupandi inn og spurði hvað væri að. “uhumm…..ekkert” segi ég “ég var bara búinn að gleyma þessu” og benti á andlitið á mér. Sara hló að mér og sagði “Drífðu þig nú að hreinsa andlitið þitt svo við getum drífið okkur út”. “Já já, ég skal flýta mér” Sara fór út af baðherberginu og lokaði á eftir sér. Ég horfði aftur í spegilinn og hugsaði mér hvernig í ósköpunum ég leit út eins og stelpa. Ég þorði ekki að spyrja hana afhverju ég leit svona út. Ég kallaði á Söru og bað hana að hjálpa mér að þrífa mig því ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Hún hló aftur að mér og sagði við mig að ég væri kjánaprik. Á meðan hugsaði ég mig um hvað hefði eiginlega gerst í nótt og hvort ég og Sara værum byrjuð saman. Það gat samt ekki verið að við værum byrjuð saman því ég hafði engan áhuga á henni. “Þú ert þögull í dag, Kalli elskan. Er eitthvað að?” “Já, eiginlega” svara ég. “Nú?, hvað?” spyr Sara. “Ég man ekkert eftir nóttinni” svara ég. Þá hlær Sara alveg ógurlega og segir “Þú varst svo fullur í gær að það er engin furða” Ég horfi með svona ógnandi en samt vinarlegu augnráði. Sara sér strax hvað er á seyði og segir “Segðu mér hvað þú manst og ég skal segja þér afganginn”. “Það eina sem ég man er að það að ég fór á Glaumbar, fékk mér í glas þar og talaði við Axel og Agnesi og fór svo á Nelly’s og drakk meira þar. Meira man ég ekki.” Sara svara “Þú hittir mig og Pálínu þar. Við vorum að tala um leyndarmál og þá sagðist þú hafa leyndarmál að segja okkur og ég tók ekki mark á þér fyrst. En þú sagðir mér leyndarmálið og sannaðir fyrir mér að þetta leyndarmál væri ekkert plat. Og þú varst svo ánægður að hafa loksins sagt frá þessu að þú sagðir öllum frá þessu á Nelly’s og líka þeim sem úti voru. Þannig að við ákváðum að halda upp á þetta…” Ég hugsaði mér hvaða leyndarmál þetta eiginlega væri og hvernig ég hefði sannað það en þorði ekki að spyrja hana. “…og eftir smá drykkju þar datt þér í hug að fara heim til mín og þar myndum við dressa þig upp. Svo heim til mín fóru ég, þú, Ósk og Berglind, fundum á þig einhvern fínan kjól og nærföt og settum meik á þig og settum ljósu hárkolluna mína á þig og þú varst glæsilegur og rosalega ánægður með sjálfan þig þarna.” Svo þarna kom skýringinn á því afhverju öll þessi föt voru þarna. Og ég var víst fjórða stelpan. “Ertu að hlusta á mig?” spyr Sara. “Já, fyrirgefðu, þú varst að segja að ég hefði verið rosalega ánægður með sjálfan mig” segi ég. “Já, og við fórum aftur á spottann….” Spottann? Ekki var hún að tala um Spot light? “….og þar dansaðir þú trylltan dans við nokkra af strákunum þarna sem var alveg æðislega fyndið….” Strákunum? Hvað hafði ég eiginlega gert? Var ég virkilega búinn að gera allt brjálað? “…og eftir það fórum við heim og beint í rúmið” “Sara, veistu? Ég man samt ekkert eftir þessu” segi ég. “Það er allt í lagi. Hérna, ég er búin að þrífa þig. Drífum okkur nú út. Þú ætlaðir líka að hitta gæjann aftur klukkan átta í kvöld og hún er hálf 7 að kvöldi.” Gæjann? Hugsaði ég mér. “Sara, hvað var leyndarmálið sem ég sagði þér og hvernig sannað ég leyndarmálið?” “Manstu það ekki?” spyr Sara. “Nú auðvitað það að þú værir hommi, samkynhneigður og þú sannaðir það með því að spyrja næsta gæja hvort hann væri hommi og þú leitaðir hátt og lágt þangað til þú fannst einn og kysstir hann löngum tungukossi” segir Sara. Mér brá. Ég ætlaði aldrei að segja neinum frá þessu né sýna það en þegar Sara sagði að ég væri búinn að segja frá þessu þá leið mér samt alls ekkert illa. Ég var bara ánægður. Og ég hafð líka kysst strák.
Þetta sama kvöld fór ég og hitti náunga sem ég hafði víst reynt rosalega mikið við á Spot light. Við fórum út að borða og í bíó. Nokkrum vikum seinna var ég byrjaður með stráknum og er ennþá með honum. Þetta kvöld var mitt besta kvöld hingað til, þótt ég myndi ekki mikið eftir. En ég fór heldur aldrei aftur á svona fyllerí.