Staldraðu við með mér og fylgstu með eigin hugsunum, þegar þú
lest þessa stuttu sögu sem ég ætla að segja þér um Næturfarann.
Næturfarinn fæddist eitt kvöld í lok febrúar. Hann var afkvæmi sjúklegs óöryggis og hræðslu við fordæmingu samfélagsins. Meðgangan var tuttugu blind ár í dagsbirtunni. Loksins höfðu þessar tvær hvatir orðið nógu sterkar til að geta hann af sér. Dagar undirgefni og einfaldleika voru liðnir í lífi Lemac, nú var hann bróðir næturinnar og saman skyldu þau berjast og sigra.

Lemac fór í bikarsvarta skyrtu, setti á sig rússkinnsvafið hálsfesti með tígrisdýratönnum, stakk hníf í vasa sinn og hélt út í nóttina.
Hræðslan og óöryggið höfðu vikið fyrir yfirvegun og einbeitni þegar hann steig inn fyrir hurðarkarminn á Edward's. Inni fyrir liðaði þykkur sígarettureykur sig um loftið og læsti klónum í ljúfa tóna frá Frank Sinatra. Kliðurinn frá skvaldri fólksins faldi annars mikilfenglega innkomu hans.
Sumir voru komnir hingað til að gráta og aðrir til að gleðjast, en mest megnis var þetta samansafn af fólki sem fyrir tilviljun hafði ráfað þarna inn af götunni á flótta frá tilbreytingarleysi hversdagsins. En það var engin tilvijun að lemac var staddur þarna.
Hann gekk rólega yfir að barborðinu og plokkaði um leið í kjötflyksu sem hafði fest milli tannanna.
Orðunum “neih, hvað ert þú að gera hér” var fleygt framan í hann. Lemac staðnæmdist eitt andartak og gaumgæfði þessa veru fyrir framan sig. Hún hét katarína og var skólasystir hans.
Marga andvökunóttina hafði hann legið og látið sig dreyma um hana eða gert hana ljóslifandi fyrir sér með ljóðum um fegurð hennar. Áður fyrr svimaði hann og kom varla upp orði ef hún yrti á hann, en allt var breytt og hann horfði kaldur á hana.
Í fyrsta sinn fann hann vald myrkursins. Hún hafði verið gyðja morgunbjarmans en nú var hún valkyrja næturinnar, og á hans valdi. Hann brenndi sig inn í leyndustu fylgsni hjarta hennar og náði tökum á öllum hennar löngunum.
“Ég er komin til að hitta þig, ertu ekki glöð að sjá mig”
sagði hann svipbrigðalaust og bætti svo eftir örstutta stund við,
“viltu ekki ná í ölglas fyrir mig meðan að þú ert að ákveða þig!”. Hann er nú bara svolítið sætur og sniðugur þegar að maður pælir í því, hugsaði Katarína meðan hún helti bjórnum í glasið og brosti sakleysislega til Lemacs. Svo upptekin var hún af þessum nýju uppgötvunum sínum að hún gleymdi að rukka fyrir drykkinn og eftir hálftíma samræður var hún algerlega búin að týna sjálfri sér. Lemac naut sín eins og barn með nýtt leikfang í samskiptum sínum við katarínu og fyrr en varði hafði hann dregið leikinn inná klósett sem var bak við barinn.
“kysstu mig”, hvíslaði hún og þrýsti sér fastar að honum.
Lemac sat á klósettinu og hún var klofvega ofaná honum. Ómeðvituð um svart eitrið í hjarta sínu magnaði hún óstjórnlegar hvatir og langanir sínar með djúpum, óreglulegum andardráttum. Í villtri ástríðu leiddi hann hana lengra og lengra með sér inn í tómið. Hann lék við líkama hennar og hún nötraði af vellíðan.
Hún var lögst á bakið og vafði löppum sínum um hann. Lemac leitaði að valdinu og greip um háls hennar, fyrst laust og svo fastar og fastar. Í trylltum hamskiptum lagði hann allan sinn þunga á háls hennar og fékk fullnægingu.
Katarína lá föl og hreyfingarlaus á gólfinu, hún var látin. Jafnvel í dauðanum var hún ómótstæðilega fögur.
Tíminn hægði á sér þegar hann leit á sjálfansig í speglinu á leiðinni út af klósettinu, mjúkar einbeittar hreyfingar báru vott um fullkomna sjálfstjórn. Hann fann ekki til iðrunar eða eftirsjá, hún hafði táldregið hann um auðnir ástarinnar í mörg ár ávalt meðvituð af tilfinningum hans, undir skósólunum hennar.
Oft hafði hún flissað með vinkonum sínum að klaufaskapnum í honum og gert grín að honum sökum þess hvað hann var einfaldur og berskjaldaður fyrir umhverfinu.
Litle blue eye's var aðeins eftir í minningunni og Tom Wait's hafði tekið við þegar Lemac steig út af klósettinu.
Augu hans renndur yfir salinn. Svipur fáviskunnar skein úr augum litlausra smásálna, hann skynjaði hvernig heilaþvottur nútíma samfélags hafði ekki látið sitt eftir liggja á þessum óskabörnum ógæfunnar. Hvert um sig mundi það reyna eftir fremsta megni að marka sér braut og uppskera eftir þjóðfélagslegri nýtni án þess nokkurn tíman að finna eða jafnvel leita að sjálfumsér. Heltekin af hræðslu við dóma samferðafólksins munu þau fljóta áreynslulítið gegnum lífið. Lemac fann hversu frjáls hann var, nú þegar hann var laus við gott eða íllt, rétt eða rangt.
Gestir kráarinnar beygðu höfuð sín buguð af virðingu yfir nærveru slíks andlegs ofurmennis.
Gatan var auð.
Aðeins heyrðist fótatak frá ákveðnum skrefum Lemac's. Förinni var heitið í kirkju St.Sebastians sem staðið hafði stolt upp á Somer'l hæðinni í yfir hundrað ár.
Sjálfur Jesú Kristur var þar inni borinn ofurliði af stórbrotnum málverkum og glitrandi gullstyttum. Lemac átti í litlum erfiðleikum með að brjóta upp ævaforna kirkjuhurðina. Eins og sá sem valdið hefur gekk hann rakleitt að skírnarfontinum og rykkti honum niður af altarinu.Í blindri dáleiðslu braut hnn og bramlaði altarið sem óður væri, fjötrar siðferðis og trúar hömluðu honum ekki lengur, hann kveikti á kyndli og setti eld að öllu sem brennanlegt var.
Í nótt voru það ekki englar sem breiddu út vængi sína heldur hans eigin sál. Hún flögraði stjórnlaus á vit hinnar endanlegu uppljómunnar. Þegar út var komið snéri Lemac sér að brennandi kirkjunni, kraup á annað hnéð, og hvíslaði “fyrirgefðu mér faðir”, um leið og kaldhæðið bros læddist um varir hans.
Fyrr en varði var hann komin upp að heimili nánasta vinar síns, saman höfðu þeir gengið niðurlútir í gegnum æskuna.
Báðir utangátta einfarar sem áttu hvergi heima. Allt það hatur sem hann í brjósti var, birtist honum í andliti vinar síns.
Ljónshjartað í brjósti hans þráði hefnd, fyrirlitningin á sjálfum sér færðist yfir a þennan besta vin hans. “Fjodr”, öskraði hann í bræði….“Fjodr, komdu út”. Um leið og syfjulegt og undrandi andlit Fjodr's birtist í dyragættinni, stökk Lemac með hníf og stakk hann milli rifbeinanna, aftur og aftur reif hann upp veikt holdið á líkama Fjodr, með lágum harmkvælum féll hann í götuna.
Þeir störðu í augu hvors annars, síðasti andardráttur Fjodr's var sá fyrsti í lífi Lemac.
Eins og dýr sem nýlokið hafði við að mettast, gekk Lemac reikull í spori yfir að Ballestian brúnni. Hungri næturinnar var seðjað og morguninn gægðist yfir sjóndeildarhringinn.
Uppgjörinu við ástina, trúna og hatrið var lokið. Þessar þrjár höfuðskepnur í eðli hans höfðu beðið lægri hlut, hann átti aðeins eitt eftir, að sigra sjálfansig. Nú var hann kominn á orrustuvöll örlaganna, heimkynni sannleikans.
Hrollur upprennandi stundar hríslaðist um hann.
Yfirvegaður steig hann upp á handrið brúarinnar og sleppti næturfaranum lausum, hann horfði á sjálfansig falla niður og lenda með dynk á jörðinni.
Vindurinn bar með sér bergmál frá vörum hans…..

Ó, fylgdu mér þú auðnulausa sál
þó leiðin sem ég fer sé brött og hál
láttu mig kenna þér að skilja hugans mál
leyfðu mér að tendra hjá þér hjartans bál

ég vill að eldur
úr orðum þínum neisti
stórbrotnar gáfur og andlegt hreysti
allt það er mig sjálfan úr fjötrum leysti

ég vill sjá sár
sem ennþá blæða
hugrekki hugans mót heiminum æða
sannfæringu frá hjartanu flæða

grípum til vopna
og berjumst af móð
þá aðrir munu feta í okkar slóð
en við berjumst ei til að sigra veröld góð

og þó fáir að lokum við stöndum
mót vígbúnum her
við hræðumst eigi, svo fer sem fer
nú fáum að kynnast hvað hugrekki er

hvað gerir það til
þó vopn vor ei bíti
hver ávítar mig þó ég dauðanum flýti
nú örlögum mínum ég auðmjúkur hlíti.

Og svona endar sagan af hinum einkennilega Lemac….
Heimspekileg, sálfræðileg og félagsleg þróun hefur öll miðast við að gera einstaklingin veikan og háðan samfélaginu, þannig erum við öll svefngenglar í ríki hégómans og hræsninnar. Lemac var rifinn upp á hnakkadrambinu og leiddur að einstigi sálar sinnar, en síðasta skrefið tók hann sjálfur. Hann gerði það ekki í vonleysi eða sorg, heldur í einlægri hamingju yfir því að hafa verið til og það sem meira er, fullur af barnslegri tilhlökkun um að fá nú loks að komast að því hvað tekur við að nóttinni liðinni.
Hver veit nema dekksta stundin, sé rétt fyrir dögun?.
Góðar stundir.

Nuwanda