“Stilltu þig kallinn!!!” heyrist ekki langt frá þar sem ég geng. Viðeigandi gelt heyrast einnig inn á milli.
“Þetta lítur út fyrir að verða viðburðarlaus dagur.” hugsa ég með mér og andvarpið sem fylgir þessari hugsun er bæði fyllt ánægju og leiða. Ég er búinn að vera fastur í vinnunni í þónokkra daga því að yfirmaðurinn (ætti reyndar að kallast “yfirkona” en ég er ekki viss um tilvist orðsins) var búinn að útbýta risastórum verkefnum. Það er greinilega í tísku að hafa heimasíðu í dag. Mörg fyrirtæki, stór og smá, biðja okkur um að gera heimasíðu fyrir sig, en það sem verra er, þau vilja að heimasíðan verði tilbúin innan nokkurra daga, en miðað við stærðir heimasíðnanna, þá er hér beðið um hið ómögulega.
“Hvaða asi er í fólki að fá heimasíðu NÚNA???”
Síminn hjá ritaranum hættir ekki að hringja og þetta hljóð er eiginlega komið í vana, þannig að það er frekar tekið eftir því þegar það hringir EKKI. Ég heilsa vinum mínum, en flestir vinir mínir vinna í þessum bransa, og af tilviljun sóttum við öll hjá þessari sömu stofu. En vegna þess að þessi stofa var að byrja, var nóg af störfum þannig að engin okkar fór atvinnulaus heim.
Ég sest við Apple G5 tölvuna mína með nýjustu mac Os X stýrikerfið tölvuna mína og held áfram með verkefnið sem ég var búinn að vinna við síðustu daga. Ég hefði ekki átt efni á henni ef ekki hefði orðið fyrir þennan óvenjumikla straum af viðskiptavinum. Launin tvöfölduðust!!!
Það var rétt hjá mér. Þetta verður viðburðarsnauður dagur hjá mér. En fyrir mér skiptir það engu þar sem ég nýt þess að vera í þessu starfi. Ég dúxaði alltaf í öllum fögunum í náminu mínu við Háskólann í Reykjavík og fór létt með það. Þetta átti bara svo vel við mig, ég kunni þetta svo vel, skildi þetta allt saman, allt gekk eins og í sögu. Það er kannski þess vegna sem ég hef alltaf unnið hérnar, því ég hef aldrei verið rekinn frá neinni vinnu þar sem ég er ennþá í þeirri vinnu sem ég sótti fyrst um.
Ég lít á klukkuna og sé að það er komið matarhlé og eins og venjulega, fer ég á kaffihús með vinum mínum. Einhvernveginn hef ég aldrei orðið leiður á því, og ég hef ekki tekið eftir neinum leiða hjá vinum mínum heldur. Ég bíð með Ragga og Finna á meðan hinir eru að gera sig til.
“Væri ekki frábært að vinna úti í þessu veðri?” segir Raggi, “ég meina, hvað væri yndislegra en að sitja á sólbekk útí garði með “kjölturakkann” sinn (fyrir leikmenn þá er “kjölturakki” slangur fyrir laptop tölvu) hlustandi á Tool?”
Raggi hefur alltaf verið mikið fyrir það sem er öðruvísi og það hefur alltaf verið hans stíll. Án hans viðhorfs, væri mjög leiðinlegt dags daglega því það er eins og hann hugsi á öðrum “víddum” en við, það veldur því að við förum að hugsa á hans “vídd” og öfugt.
Hinir í vinahópnum fóru nú að standa upp og brátt vorum við komin út og á leiðinni að Café Paris.
Mér finnst gott að vera í þessum vinahóp því þrátt fyrir hversu ólík við erum, þá erum við greinilega mjög lík. Utanaðkomandi kunningjar furða sig t.d. alltaf á því hversu mikið við erum lík í hegðun, við gætum þess vegna verið systkini, ef ekki fimmburar (???). Hins vegar þá sé ég ekki mikið líkt með okkur hinum. Raggi er mjög öðruvísi, eins og ég sagði áðan, Finni er miklu jarðbundnari og er ekki mikið að pæla í hlutunum en er hinsvegar klárari en við öll og voðalega sniðugur.
Sandra og María gætu reyndar verið tvíburar, þær eru mjög líkar í öllu. Þær hlusta báðar á rokk, og það má ekki vera yngra en 20 ára. Þær fara sínar eigin leiðir í fatastíl, en samt sem áður er stíllinn þeirra svipaður, hvernig sem það má vera. Samt er ég einhvernveginn hrifnari af Söndru. Ég veit ekki af hverju, kannski er það ferómónin. En þetta hefur orðið að svolitlu vandamáli, ég get ekki talað við hana án þess að roðna og svitna, og ekki hjálpar áfengi mér, þar sem ég er harður bindindismaður. Ég hef ekki þorað að tala um þetta við neinn, þar sem ég veit að það eina sem ég þarf að gera er að láta vaða, kannski það minnki stressið og leyfi mér að tala við hana á venjulegan hátt. Hehe
Áður en ég veit af þá erum við búin að setjast fyrir utan Café Paris og að panta.
“Rosalega hef ég verið djúpt sokkinn í pælingum” hugsa ég, enda leið þetta mjög fljótt.
“Viddi, ertu þarna?” heyri ég. Þetta hlýtur að vera Raggi. Ég vakna upp úr mínum pælingum og við það hlæja þau, og ég hlæ með þeim. Þetta er ekki líkt mér að vera svona. Skiptir engu. Ég tek smám saman þátt í samræðunum og borða mitt Croissant og espresso. Venjulega er ég virkari í samtölunum en núna Sandra það eina sem ég hugsa um. Óskiljanlegt af hverju ég hugsa alltí einu stöðugt um hana núna, þar sem ég hef verið hrifinn af henni í frekar langan tíma. Kannski er þetta fyrirboði um að ég ætti að verða af því núna að bjóða henni í stefnumót.
Þegar við vorum öll búin að splitta reikningnum og borga, héldum við af stað í vinnuna. Það er mjög þægilegt að vinna niðrí bæ, nálægt góðu kaffihúsi.
“Sandra, Sandra, Sandra, Sandra, Sandra, Sandra, Sandra, Sandra…………….”, þetta er orðið að þráhyggju hjá mér, ég vona ekki að ég verði einn af þessum viðbjóðslegu ofsækjendum. Ég verð að biðja hana um stefnumót!!! Já, ég spyr hana bara í vinnunni núna. Dríf mig í því.
Ég verð léttari í lund við þetta því um leið og ég hugsaði út í þetta, fann ég upp á frábærri leið til að tala við hana, þar sem ég gæti ekki talað við hana í eigin persónu af ótta við feimni.
Ég ákveð að láta verða af þessu u.þ.b. klukkutíma áður en vinnan verður búin, því þá verður þetta ferskt í minningunni hennar. Vinnan gengur hægar fyrir sig núna, þar sem ég er að ákveða hvernig þetta ætlar að eiga sér stað. Þvílíkt stress!!! Ég er í efa hvort þetta sé þess virði.
“Auðvitað er þetta þess virði!!!” segi ég við sjálfan mig, “þetta er Sandra!!! Sú sem þú hefur verið hrifinn af heillengi og það er kominn tími til að segja henni það!”
“OK, nú verð ég að verða af því. Here it comes.” Ég vel nafnið hennar á MSN.
Ég: Hæ
Sandra: hæhæ, hva segist?
Ég: Allt það fína, heyrðu, ég verð að tala við þig um sovltíið
Ég: *svolítið :P
Sandra: OK, hvað er?
Ég lít snöggt á hana og við horfumst í augu í smástund. Ég rýf augnasambandið í stressi og held áfram að spjalla við hana.
Ég: Þannig er mál með vexti að ég hef lengi verið hrifinn af þér. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki getað sagt þér í eigin persónu er af því að ég hef einfaldlega verið of feiminn við þig. Ég ákvað að segja þér þetta svona því annars hefði ég ekki sagt þér þetta.
Þegar ég sendi þetta gegnum spjallið fannst mér eins og þvílíkri byrði haf verið létt af mér. Samt sem áður var eins og ég væri svo vanur byrðinni að ég vildi fá hana aftur. Svo mikil var eftirsjáin. Skrýtin tilfinning, ánægja með eftirsjá.
Ég leit yfir til hennar. Ég trúi því ekki!!! HÚN BROSIR!!! Ég sé að hún roðnar pínu að auki, og ræðst síðan aftur á lyklaborðið.
Sandra: Þú trúir því ekki, en ég var í sama vanda, ég er svo ógeðslega ánægð að þetta er komið á hreint. Ég var alltaf svo hrædd að þú værir á föstu og allt…
Mér fannst eins og heil skrúðganga með lúðrasveit væri í huga mínum. Ég gæti ekki verið hamingjusamari!!!
Ég: Errtu í alvörunni að meina þetta?
Sandra: Já :-)
Ég: Vá, ég hélt að niðurstaðan útúr þessu yrði allt öðruvísi. Hehe
Sandra: já, skrýtið.
Ég: Já, annars, þá er aðalástæðan fyrir þessu öllu sú að mig langaði að bjóða þér á deit.
Sandra: já, bjóddu mér þá ;)
Ég: Hehe………….Má bjóða þér á deit með mér annað kvöld?
Sandra: Ójá, ég væri meira en til í það :D
Ég: þá segjum við það………..séððig
Sandra: bæ
“Er mig að dreyma þetta?” hugsa ég í hamingjuvímu, “Guð hlýtur að líka vel við mig.”
Þetta hljót að hafa áhrif á mig því að á þeim hálftíma sem eftir var af vinnunni, kláraði ég verkefni, sem ég hélt að ég yrði fastur með næstu dagana. Ætli það sé einhver vísindaleg skýring á þessu? Einskonar ástar-adrenalín? Hvað sem það var, þá varð allt miklu auðveldara, eins og ef nærsýnn skraddari fyndi gleraugu.
Ég ákvað að að vera samferða Söndru eftir vinnu og sem betur fer löbbuðum við ein. Það var eins og opnað væri fyrir heilum dyrum af ónotuðum umræðuefnum, því við töluðum svo mikið saman að við ákváðum að ganga hægar. Og þótt ég ætti heima nær vinnunni en hún, ákvað ég að labba með henni heim til sín, til að tala meira við hana. Hún hefur svo seiðandi rödd, allt er fullkomið við hana. ALLT.
Þegar við vorum komin heim til hennar vorum við búin að ákveða að við skyldum bíða þar til á deitinu á morgun með að fara heim til hvors annars. Það hljómar vel. Við kvöddumst með faðmlagi og ég horfði á hana fara inn.
Ég vaknaði stuttu seinna úr þessari yndislegu dáleiðslu og gekk heim til mín. Þegar heim var komið féll ég flatur á rúmið. Hvern gat grunað að ganga gæti verið svona orkufrek? Ég sofnaði strax og svaf og svaf.
Gott að það er helgarfrí á morgunn.