Olgeir
Inni í húsinu var grenjandi rigning. Það hvíldu þung regnský ofan á herðum drengsins sem sat í sófanum og hugsaði. Hann horfði út um gluggann og sá sólina skína. Hann horfði í sólina og honum fannst eins og hún væri að hlægja að sér. Hlægja að sér eins og allir krakkarnir í skólanum.
Honum leið best þegar hann var einn inni og fékk næði til að hugsa. Hann vildi ekki fara út því að þegar hann fór út var hann orðin skotmark krakkanna. Krakkarnir voru vopnaðir verstu vopnum sem drengurinn gat hugsað sér. Krakkarnir hentu í hann hræðilegum orðum sem hittu beint í hjartastað. Hann gat ekki barist á móti því hann kunni það ekki og engin vildi berjast fyrir hann. Afhverju vill enginn hjálpa mér spurði drengurinn sjálfan sig? Það er ósamgjarnt að ég sé einn á móti öllum.
Hugsanir hans voru rofnar með kalli úr eldhúsinu.“Olli minn, farðu nú út að leika þér…það er svo gott veður úti, leiktu þér við einhverja af vinum þínum”
Olli hafði sagt mömmu sinni að hann væri vinsælasti krakkinn í skólanum og allir vildu leika við hann. En það var lígi. Hann átti ekki einn vin, sögnin að leika sér var ekki til í hans orðabók.
Olli þorði ekki út eins og mamma hans hafði beðið hann um svo hann ætlaði bara að skella útidyrahurðinni og labba svo inn í herbergið sitt og hanga þar það sem eftir var dagsins. Hann hífði sig upp úr sófanum og gekk fram í gang. Hann ætlaði að fara að opna hurðina þegar það var bankað á hana.
Olli opnaði dyrnar og fyir utan stóð Bjössi bekkjarbróðir hans. Hann var frekar lítill og horaður með stutt ljóst hár. Bjössi hafði aldrei strítt Olla mikið en samt leið Olla illa í návisst hans. “Olli, nenniru út í leiki? Það koma fullt af krökkum”. Olli hugsaði sig um. Eru þau bara að fá mig út til að stríða mér eða vill loksins einhver vera vinur minn. Hann horfði á Bjössa hann leit vingjarnlega út. “já já, ég kem” sagði Olli og brosti. Hann fór í skó og gekk út. Olli snéri sér svo við og skellti hurðinni á eftir sér en áður en hurðin lokaðist sá hann að það var hætt að rigna inn í húsinu og rigningarskýgjin fuku út um gluggann á meðan fyrstu sólargeislarnir kíktu inn.