- Um borð í könnunarfarinu Sk19551, leiðangurstjórinn 1lk00 Matemus á fund með yfirmanni ytri stjarnflota sambandsins.
- Góðan daginn Matemus.
- Góðan daginn, herra.
- Er enginn miskun sýnd hér um borð? Ég þurfti að ganga hálft skipið á enda.
- Ég biðst forláts herra sameindasendirinn hefur verið í ólagi eftir stórt loftsteinaregn, við vinnum að viðgerðum, hann ætti að vera kominn í lag fyrr en varir.
- Þú hefur lokið við skýrsluna um þessa nýfundnu plánetu?
- Já, herra við höfum ekki gefið henni nafn en skránúmer hennar er lk22451.
- Jæja þú ert búinn að vinna við rannsóknir og athuganir á þessarri plánetu nógu lengi og ég vænti almennilegrar niðurstaðna.
- Já, herra við höfum haft um nóg að snúast, þessi pláneta eða öllu heldur byggjendur hennar hafa vak…
- Bíddu! Er hún byggð?
- Já, herra
- Jæja, þetta ætti þá að vera athyglisvert, ég vona að þið hafið ekki haft samband við þessar vitsmunaverur ég veit að þú veist betur.
- Hafðu engar áhyggjur herra við höfum á engan veg vakið á okkur athygli meðal þeirra og þú hefur rétt fyrir þér þetta er einkar athyglisverð skýrsla sem ég færi þér. Að öllu jöfnu er þetta einkar venjuleg líf pláneta, fyrir utan aragrúa tegunda lífvera, en engin lífvera hagar sér eins einkennilega og sú lífvera sem virðist stjórna þessari plánetu alfarið.
- Haltu áfram
- Þessar lífverur eru okkur mjög líkar, þær eru spendýr sem líkt og við þarfnast súrefnis, vatns og annars konar næringu sem pláneta þessi færir.
- Og það skrýtna við þessar lífverur Matemus?
- Ja, herra ég veit varla hvar ég á að byrja, hegðunarmynstur þeirra er hreint ótrúlegt. T.a.m virðast þessar lífverur skipta sér í hópa.
- Hópa?
- Já, herra þær skipta landsvæðinu niður í einingar sem innihalda mismikinn fjölda af þessum lífverum, þar sem þær þá hefta eða jafnvel hindra fluttninga til og frá þeim einingum.
- Afhverju í ósköpunum? Eru þetta ekki allt lífverur af sömu tegund sem þurfa það sama með sömu heildarmarkmið?
- Jú þær virðast hafa sömu markmið en þær vilja einhverja hluta vegna ekki vinna að þeim saman.
- Það er fjarstæða! Hver eru þá helstu markmið þessarra lífvera Matemus?
- Ja eftir því sem við gátum best séð þá eru það völd eða einhvers konar vilji til að vera hinum fremri.
- Haha! Ertu að segja mér að þeir skipti sér í hópa og einangra sig til að reyna að verða hinum hópunum fremri?
- Já herra, en þetta er einhvernveginn miklu flóknarra því innan hvers hóps eru minni hópar sem keppast um að verða hinum fremri.
- HAHAHA! Nei nú lýgut þú að mér Matemus! Er þetta satt?
- Já herra
- En eru þetta ekki allt lífverur af sömu tegund sem byggja þessa sömu plánetu?
- Jú herra þess vegna segi ég að hegðunnarmynstur þessarralífvera er með öllu stórskrýtið.
- Og hefur einhverjum hóp tekist að skara fram úr?
- Ja við höfum skoðað sögu þessarra lífvera herra og niðurstöðurnar eru sláandi. Gegnum allan þann tíma sem við rannsökuðum hafa alltaf verið blóðugar deilur, þessar lífverur hafa hreint drepið sína eigin til að ná fram einhverskonar völdum eða sönnunum um að sú sama eða hennar hópur sé æðri. Þessi vitskerta hugmynd þeirra um að þær geti skarað fram úr sínum eigin hafa mörgum sinnum leitt til blóðugs stríðs sem hafa geisað um alla plánetuna. Og svo ég svari nú spurningu þinni herra þá hafa stakir hópar náð að sýna fram á að þeir séu fremri um tíma en þessir hópar hafa alltaf fallið.
- Það er þá eins og þeir skilji ekki að þeir geti ekki verið meira en þeir eru, eða er ekki svo Matemus?
- Nákvæmlega herra.
- Og þú kallar þetta vitsmunaverur Matemus minn?
- Já á þeim forsendum herra að þær eru alls ekki svo heimskar, þær hafa margt að bera og geta gert ótrúlegustu hluti ef þær aðeins hætta þessum átökum og sameinst frekar í sínum markmiðum. Það hefur sýnt sig að þær geta gert margt gott ef þær hjálpast að.
- Nefndu dæmi
- Nú eitt blóðugusta stríð sem þessar lífverur hafa háð, þar sem flestir hóparnir sameinuðust í að stoppa einn hóp sem var að stuðla að sífellt fleiri drápum. Í sameiningu tókst þeim að koma friði á. Nú eru þessir hópar samt sem áður en aðskyldir og vinna að sínum eigin markmiðum hver fyrir sig.
- Og ef lífverurnar skipta sér svona í svo marga hópa, skipta þær þá plánetunni jafnt á milli sín?
- Nei það er sorglegt á að líta að stærsti hluti þessarra lífvera hafa minna en nauðsyn krefur af næringu og öðrum nauðsynjum. Hinsvegar er það hinn hlutinn sem er mun minni en hinn sem virðist hafa alltof mikið. Ríkari hlutinn neitar að gefa þeim fátækari nóg til að jafna þennan mismun út af ótta við að missa sitt forskot á hina hópana. Lífverur fátækari hópana eru hreinlega að deyja vegna valdabaráttu þeirra ríkari.
- Ja hérna
- Og það sem alvarlegra er að þetta hefur áhrif á plánetuna sjálfa.
- Afhverju er ég ekki hissa að þessi fáviska þeirra gangi svo langt?
- Þeir búa til efni sem eru skaðleg plánetunni, andrúmslofti, lofthjúpnum, jörðinni, jurtunum, dýrunum og meira að segja þeim sjálfum í þeim tilgangi að auka völd sín. Þessar verur virðast ekki læra af sögunni að völd og efnaður er tímabundinn. Þær halda áfram að misbjóða sinni veröld fyrir þetta eina heimskulega markmið.
- Og hver er skaðinn hingað til?
- Ja þeir virðast drepa sjálfa sig í miljóna tali ár hvert vegna þess svo ekki sé minnst á umhverfið og dýraríkið, þeim hefur meira að segja tekist, og ég er ekki að gantast herra, tekist að útrýma mörgum tegundum dýra og nú þegar þeim hefur tekist það syrgja þær vegna þess og lofa sjálfum sér að það gerist ekki aftur en þær heldur áfram að gerast.
- Matemus stutt í lokin, heldur þú að þessar lífverur séu færar að búa þarna öllu lengur?
- Samkvæmt mínum rannsóknum, nei, en eitthvað segir mér að smá hugsjónabreyting hjá þeim geti bjargað þeim.
- Hver er þín skoðun, eiga þær skilið þessa plánetu?
- Mér hefur alltaf leiðst að þurfa að lýsa yfir vangetu lífvera um að geta stjórnað sinni eigin plánetu, en ég verð að segja með sannfæringu að með þessu áfram haldi séu þær ekki færar og ættu að vera sviptar yfirráðum sínum á þessarri plánetu.
- Ég skil, ég læt næsta skref í þínar hendur Matemus, hvað finnst þér að við eigum að gera?
- Við skulum gefa þeim frest í 50-100 ár og sjá hvað setur.
- Matemus ég fylgi dómgreind þinni eins og ávallt, en ef engin breyting verður á á þeim tíma, munum við neyðast til að svipta þessarra lífvera yfirráða yfir lk22451. Hún er jú falleg pláneta.
- Svo sannarlega herra.