12/8 1942


Elsku mamma.

Dagurinn í dag byrjaði eins og allir aðrir dagar, ég veit að það er illa sagt en dagurinn byrjaði betur en venjulega, dönskukennarinn hr. Anderssen var veikur þannig að mér var frjálst að fara og skoða mig um. Ég gekk um Kaupmannahöfn og gerði mér ljóst hve stór hún er. Allt í einu fann ég mig á stað sem ég hafði aldrei séð áður ég hafði nefnilega villst. En þá kom líka þessi yndislegi maður til mín og spurði mig um tíman ég bað hann svo um hjálp. Hann fylgdi mér á heimavistina og á leiðinni kynntist ég honum vel ég held ég sé ástfangin. Ekki hafa áhyggjur mamma hann er sænskur læknanemi og af heldri mönnum kominn þú verður að sjá hann mamma hann er yndislegur og mesti herramaður. Fyrirgefðu ég gleymdi alveg að segja þér nafn hans, hann heitir Stig Axel Smådal
Hvenar kemur Daði til Danmerkur? Honum geðjast örugglega vel að Stig.

Með von að þú getir gefið þér tíma að sjá hann

Sólveig Hlín