Ég átti að búa til smásögu fyrir skólann sem átti að byrja svona:Ég var einn í herberginu þegar ég vaknaði. Ég leit á klukkuna og sá að… og þetta er afraksturinn. Njótið vel!
Ég var einn í herberginu þegar ég vaknaði. Ég leit á klukkuna
og sá að klukkan var orðin níu og að ég var orðinn of seinn í skólann. Helvítis! Þetta var í sjötta sinn á árinu sem að ég kom of seint í skólann. ég drífði mig að bursta tennurnar. Ohh ég er ekki lélegur nemandi ég fæ ágætis einkunnir en þær eru að lækka niður eftir að ég byrjaði að fara að sofa svo seint um kvöldið. Ég setti einhvað skóladót í töskuna og fór niður í eldhús. Smurði mér samloku og fór út í strætóskýli til að bíða eftir strætó.
Ég hefði ekki átt að fara svona seint heim úr parýinu hjá Sigga. Það voru allir þarna og ég gleymdi mér. Við vorum að tala saman allt kvöldið. Strætó kom og ég hoppaði upp í hann. Það var enginn í honum nema bílstjórinn. Hann er einn af þessum bílstjórum sem fara undir hámarkshraða ég á eftir að koma enn seinna núna. Djöfull!
Ég settist niður í öftustu röðina. Ég talaði við stelpu sem heitir Erla. ég þekkti hana ekkert hún var frá austan, hún var bara að gista hjá vinkonu Sigga og fóru saman í partýið. Ég dinglaði bjöllunni og bílstjórinn stoppaði við skólann. Ég var að reyna að finna upp á nýri afsökun sem ég hafði aldrei notað áður. Ég reyndi að opna hrðina en hún var læst. Ha? Hvað er að gerast. Ég reyndi að banka á hurðina til að sjá hvort að einhver gæti komið en enginn kom. Ég sá mömmu hans Gulla sem er með mér í bekk koma og horfði á mig undrandi og spurði: “Hvað ertu að gera í skólanum núna veistu ekki að það er starfsmaður kennara í dag? NEI! Ég trúi þessu ekki ég er mesti hálfviti sem hefur lifað. Ég fór vonsvikinn og glaður í einu ég beið aftur eftir strætó og reyndi að rifja upp símanúmerið hennar Erlu.
-sphinx-