-,,Heyrðu mig nú!“ hvæsti gamla konan út úr sér.,,Á þetta að heita grín?”
Höfundur varð eitt spurningamerki.-,,U, nei, ekki alveg“
-,,Mætti ég spyrja hversu gamall þú ert, ungi maður?”
Höfundur varð forviða, en þorði ekki öðru en að svara-,,Sautján“ sagði hann með hikandi röddu.
-,,Seytján!?” Konan varð æf. -,,Ja, það hlaut að vera.Þú hefur greinilega ekki hundsvit á því, hvað gömul kona vill!“ sagði konan og saup hveljur.
-,,Nú hvað viltu þá?” Svaraði höfundur og líkaði greinilega illa skammirnar.
-,,Hvað vil ég? Nú, það sama og allar konur á mínu reki vilja; Gull! Smaragða! Hallir með hita! Almennilegt rúm! Skemmtun!“
Eftir augnablik var hún stödd í risastóru herbergi, alsettu gulli frá gólfi upp í loftið, sem hlaut að vera einum fimm metrum fyrir ofan hana. Allstórt rúm var um miðjann vegginn. Eldur snarkaði í arni og kokkteilar og framandi ávextir lágu á stóru eikarborði. Herbergi sem hæfir hans og hennar hátign í höfuðborginni. Sjálf var hún klædd í hinn virðulegasta klæðnað.
-,,Þetta er í áttina” náði gamla konan að kreista út úr sér er hún svipaði í kringum sig með hálfgerðum fýlusvip.
-,,Eitthvað meira sem ég get gert fyrir hátignina?“ sagði höfundurinn með háðsröddu.
-,,Já! Það myndi ég sko halda! Mig vantar einhverja skemmtun, eitthvað til að hafa mér til dundurs!” Sagði konan og lækkaði síðan röddina: ,,…einhvern ungan og ólíkan eiginmanninum mínum sálugum“
-,,O, nei væna mín. Ég mun ekki breyta sögunni minni um aumingja gömlu konuna yfir í eitthvað sick old fetish grandma klámsögu” sagði höfundur og var nú orðinn heldur reiður.
-,,Ég hugsa að ég gleymi þér bara og geri eitthvað annað núna“ sagði höfundur og stóð upp frá borðinu.
-,,Bíddu,hvað ætlar þú að gera?..” Orð gömlu konunnar urðu ekki fleiri því að höfundur tók blaðið upp og krumpaði það saman. Gullhúðaðir veggirnir hrundu saman og allt inni í herberginu brotnaði og gamla konan kramdist inni í brakinu. Hún æpti og orgaði af skelfingu, ópum sem voru nánast ómannleg. Þegar þeim linnti ekki tók höfundur blaðið og kveikti í því. ekki minnkuðu ópin þegar konan fann fyrir eldinum byrja að svíða tærnar á sér. Á endum var allt orðið að ösku og ópin þögnuð. Höfundi létti og trúði því í einfeldni sinni að sagan um gömlu konuna væri horfin að eilífu og sæist aldrei aftur.
En þegar sumum hlutum er sleppt út í heiminn úr hugarviti mannanna, verður aldrei hægt að losna við þá.
——————————