Nótt
Ófullkomið verk.
Ljósaskipti.
Skógurinn var hljóður, dýr sólarinnar í svefni. Laufblöð þyrluðust upp í lítilli vindhviðu, og dreyfðust yfir eitthvað sem kalla mátti lélega afsökun fyrir vegslóða. Hind leit snögglega útá lítið rjóður sem að einhvern tíman hafði verið höggvið inn í skóginn; dökk þúst hreyfðist. Dýrið tók viðbragð og skaust burtu, og óvinurinn á eftir. Bráðin fann adrenalínið brenna í æðum sínum og ógnina heltaka hugann. Tré, kjarr og runnar þutu framhjá, og breiður lækur var engin hindrun á flóttanum. Eftir harðan sprett, þá hægði hún á sér, stöðvaði svo við lítinn poll, sem hafði myndast í einhverri rigningunni. Stór eyk teygði greinar sínar yfir vatnið, sem var kalt og svalandi, og óvinurinn var brátt úr huga hindarinnar.
Hreyfingar kattarins voru mjúkar og hljóðlausar. Hann stökk fram á hindina og læsti klónum í bráð sína, velti henni við. Sekúntu síðar voru tennur sokknar í háls, blóð seitlaði og öndunarvegur lokaður.
Hindin gerði veika tilraun til að komast á lappir, en komst að því að lífið var að sleppa tökum sínum á henni. Sársaukinn hvarf og þess í stað kom algleymið.
Pardusdýrið byrjaði á því að rífa hviðarholið upp.
Lögmál skógarinn eru alltaf að verki.
Aftur varð hljót, og myrkrið huldi skóginn.
Höf Cosmo
Kveðjur…
[Ç]