Fimm mánuðum frá þeim degi sem þessi saga er skrifuð var
feitlaginn maður að nafni Jón að loka verslun sinni á
Laugavegi seint um kvöldið og stefndi hann á það að fara á
Subway og fá sér 12 tommu kjötbollubát. Er hann gékk
framhjá lækjargötu stöðvaði róni hann og bað hann um að
lána sér 200 krónur. Jón sem er hræddur við skítugt fólk gaf
honum umsvifalaust 200 krónur og hélt áfram sína leið. En
þegar hann var aðeins nokkrum skrefum frá Subway fattaði
hann að hann þurfti þessar 200 krónur og að hann gæti núna
ekki fengið sér 12 tommu bát heldur bara 6 tommu bát. Í
bræði sínu sparkaði Jón í dós sem lá á gangstéttinni. Dósin
fauk á gangstéttina hinum megin við götuna. Þrem dögum
síðar gékk maður að nafni Guðjón sömu götu áleiðis í
vinnuna. En hann komst aldrei á leiðarenda því hann steig á
dósina og féll fram fyrir á andlitið og mölvaði þrjár framtennur
sínar. Greyið Guðjón fékk nýjar tennur enn mátti bara borða
mjúkt fæði í viku því annars mundu nýju tennurnar brotna.
Löng og leiðinleg vika leið og þegar Guðjón mátti loks borða
almennilegt fæði þaut hann á nálægasta pylsustað og þrátt
fyrir að sá staður hafi verið óhreinasti og viðbjóðslegasta
staður sem hann hefur augum litið borðaði hann allt að sex
pylsur. Guðjón fékk salmonellu og lést þrem vikum seinna.
Kona Guðjóns hún Guðrún og 5 ára sonur þeirra Helgi
neyddust til að flytja til mömmu Guðrúnar í Akureyri því að eftir
dauða Guðjóns áttu þau ekki næga peninga til að eiga heima
í fyrirverandi stóru miðbæjaríbúð þeirra. En útaf þessum
skyndilega flutningi þurfti sonur Guðjóns hann Helgi og Tumi
litli, sem var nágranni þeirra og vinur Helga, að kveðjast að
eilífu og rjúfa vinasambandi þeirra. Greyið Tumi litli fór
vinalaus í grunnskólann og útaf vinaleysi hans og feimni var
honum strítt og lagt í einelti. Þetta hafði mjög slæm áhrif á
Tuma sem einangraðist frá heiminum og gerðist afar
neikvæð manneskja. Honum dreymdi oft um að fremja
fjöldamorð og lét hann loks af því á þrítugs afmæli sínu þegar
hann skaut níu manneskjur í matsöluverslun meðal annars
sjálfan sig og Alfreð Ingólfsson 59 ára gamlan skurðlækni.
Útaf skyndilegum dauða Alfreðs gat hann ekki gert aðgerð á
Bandaríska hershöfðingjanum William Johnson sem fékk fyrir
slysum skot í lungað á skotæfingu þann sama dag. Það var
enginn annar skurðlæknir staddur á spítalanum á þeim tíma
svo að læknaneminn Sigurður Egilsson neyddist til að fara
með aðgerðina. Út af óöruggi og reynsluleysi hans fór
aðgerðina afar illa fram og lést William Johnson undir henni.
William Johnson var afar gáfaður maður (miðað við
bandaríkjamann) og ef örlög reikna rétt fram hefði hann getað
orðið forseti Bandaríkjana árið 2048. En út af dauða hans varð
Herbert J. Hector forseti það ár. Hector var vægast sagt afar
slæmur forseti, hann vanrækti þjóð sína og árið 2050 sleppti
hann tilefnalaust út tvær kjarnorkusprengjur yfir Rússland.
Hann var tekin af lífi af þjóð sinni fyrir föðurlandssvik og loka
orð hans voru “hreindýr allstaðar (illkvittnislegur hlátur)” eða
“reindeers everywhere” enginn vissi alveg hvað hann meinti
með þessu og álitu hann bara ver geðveikan. Rússland var
heldur betur ósáttir fyrir þennan skaða og hefndu sín með
sama bragði. Á þrem árum var pláneta svo sködduð af öllum
þessum sprengjum að hún klofnaði í tvennt. Alheimurinn
reiddist svakalega út af þessu og safnaði til sín allt efni í
alheiminum 400.000 árum fyrr en ákveðið var. Allt efni
safnaðist saman í fyrirbæri á stærð við ávöxt og sprakk. í
staðin fyrr það að sólkerfi mynduðust út úr sprengjunni þá
eyddist allt upp í geimnum fyrir utan tvær plánetur. Ein lítil á
stærð við Jörðu og hin var sól. Þær staðnæmdust hlið við hlið
og vatn byrjaði að myndast á litlu plánetunni. Svo myndaðist
land og á landinu mynduðust hreindýr. Hreindýrin fjölguðu sér
og á endanum voru bara hreindýr út um allt. Hreindýrin höfðu
ekkert samskipti á milli sín heldur borðuðu þau bara gras. Að
eilífu voru bara þessi hreindýr, enginn önnur þróun átti sér
stað nokkuð tíman aftur. Þar til hreindýrin fóru að borða dauðu
hreindýrin….