Fyrsta æskuminningin mín er síðan ég var á aldrinum 2-3 ára og var mikið uppí bústað með foreldrum mínum og lék mér mikið einn.
Nú er ég ekki viss hvernig ég kynntist honum Lalla vini mínum, en til að gera langa sögu stutta þá urðum við perluvinir. Það versta við Lalla var nú bara það litla smáatriði að aðeins ég gat séð hann og heyrt í honum, en það stöðvaði okkur ekki.
Ef ég er beðinn um að lýsa honum Lalla vini mínum þá er það eina sem ég get sagt, hann var smaladrengur. Einhvern daginn spurði ég hann hvar hann ætti heima en hann vildi ekki segja mér og fór ég þá í smá fýlu, en stuttu seinna var það gleymt og grafið.
Eitt atvik með Lalla vini mínum er ógleymanlegt. Við vorum á heimleið og stöldruðum við í sjoppu til að kaupa ís og pabbli vildi ekki kaupa ís handa Lalla vini mínum. Þá varð einn lítill drengur fúll útí föður sinn.
Árin liðu og svo hætti Lalli vinur minn að heimsækja mig, ætli ég hafi ekki verið orðinn of gamall til að sjá hann lengur.
Ég veit ekki hvort Lalli vinur minn var ímyndun eða raunverulegur að einhverju móti, kannski mun ég hitta hann Lalla vin minn seinna meir.
Ainar/01