Það trúðu mér ekki allir þegar ég stóð upp á borðinu og kallaði þetta svo hátt að allir gestir veitingahússins gláptu á mig.
Jafnvel fólkið sem var á listasýningunni á hæðinni fyrir ofan kom niður til að sjá andlit þess sem sló þessari líku rosalegu þögn á hópinn.
En svo fór fólk aðeins að róast niður aftur og gamli maðurinn á næsta borði við mig fékk sér ábót á kaffið.
Mér leið vel aftur.
Ákvað að fara upp og kíkja á þessar örfáu myndir sem gamli maðurinn
var að sýna.
Þetta voru engin meistaraverk, en gott af byrjanda.
Ég fór aftur niður, borgaði fyrir kaffið og gekk út á upplýsta götuna.
Ég fann að enn horfði fólk á mig, ekki allir, en sumir.
En einhver trúði mér, er það ekki?
Ég var í grænum frakka, með alpahúfu og í íþróttaskóm.
Hafði fundið þá á flóamarkaði í Kolaportinu.
Þegar ég gekk af stað niður götuna, tók ég eftir því að gömul, frekar lítil kona elti mig.
Hún var í snjógalla, og ég kannaðist eitthvað við hana.
Ég hljót að hafa séð hana áður, en hvar?
Ég gekk áfram og beygði í átt að strætóskýlinu.
Gamla konan elti mig ennþá.
Ég varð að finna út hvar ég hafði séð hana.
Rétt í þessu renndi strætisvagninn að skýlinu. Ég tók upp veskið og rétt náði að týna til tvöhundruð krónur. Það var aleigan.
“Þrír dagar í útborgun”, hugsaði ég með mér. “Fram að því lfi ég á gulrótum og kókómjólk”.
Ég vissi nú samt að ég gæti komið við hjá mömmu og sótt einhvern mat. Svo ég ákvað að gera það.
Ég ýtti á stopp-takkann og bílstjórinn, frekar feitlaginn, stoppaði og opnaði hurðina.
Ég gekk út í þeirri von um að gamla konan í snjógallanum kæmi ekki út líka, en mér varð ekki að ósk minni.
Hún kom haltrandi út, rétt a´eftir mér. Og hún hélt áfram.
Hvert sinn sem ég stoppaði, stoppaði hún. Hvert sinn sem ég beygði, beygði hún.
“Þekkir hún kannski mömmu”, hugsaði ég.
Loksins var ég kominn að blokkinni.
Mamma átti heima á sjöundu hæð, ég var með lykil, svo ég gekk inn og fór í lyftuna. Ýtti á 7 en rétt áður en hurðin lokaðist kom gamla konan.
“Djöffulinn sjálfur, hún var með lykil” hugsaði ég.
Þegar lyftan stoppaði gengum við bæði út.
Á sjöundu hæð voru sex íbúðir og mamma bjó út á enda.
Maður þurfti að ganga út á svalirnar til að komast að hurðinni, og á eftir mér gekk gamla konan út á svalirnar.
Ég var orðinn ansi pirraður á þessari konu. Hvað var hún að gera?
Hver er þetta?
Ég tók upp lykilinn og opnaði hurðina. Fór úr skónum og lokaði á eftir mér. Gekk inn í eldhús og hellti upp á kaffi.
Mamma var ekki heima, en á eldhúsboðinu lá svarti kötturinn hennar.
Hann hét Steinar og var 20 ára gamall. Mamma keypti hann þegar ég flutti út.
Steinar hafði legið á eldhúsborðinu í tvö ár, borðað og sofið. Svona fábreytt var líf hans.
Ég opnaði ísskápinn og ætlaði að tína eitthvað til þegar einhver bankaði á hurðina.
Ég fór fram og dróg gluggatjöldin á hurðarglugganum frá.
Þar stóð hún, gamla konan. Og hún var farin úr snjógallanum. Hún stóð þarna alsber og öskraði á mig. Ég heyrði ekki orðaskil vegna látanna í henni.
Hún opnaði vasa á snjógallanum sem lá á svalargólfinu, og tók upp úr honum blað og penna. Skrifaði eitthvað á blaðið og sýndi mér í gegnum gluggann.
Opnaðu, stóð á miðanum.
Nú var ég orðinn reiður, ég opnaði hurðina og tók utan um konuna.
Lyfti henni upp og hennti henni niður af svölunum.
Hún steindrapst.
Ég leit niður, hún hafði lent á maganum og á bakinu var hún með stórt tattú, djöflastjörnuna.
Og þá fattaði ég það, anskottinn sjálfur þetta var mamma.
…