Ég er enn að vinna að þessari sögu en vildi bara vita hvað ykkur finnst um hugmyndina og staðsetninguna og allt það. Endilega segið skoðanir ykkar.

_____________________________________________ ______________________


Ég var í Bosníu, skríðandi á jörðinni. Ég heyrði byssuskot úr öllum áttum og átti erfitt með að átta mig hvar ég var. Krakkar með aðra krakka í fanginu hlupu um göturnar, öskrandi. Foreldrar þeirra voru ekki með þeim. Ekki neins staðar í kring. Ég fann hjartað slá, hratt. Skriðdreki staðnæmdist fyrir framan mig. Ég hafði ekki heyrt í honum og allir öskruðu að mér úr öllum áttum. Allir stönsuðu og horfðu á mig. Lokið á skriðdrekanum opnaðist. Ég fylltist skelfingu. Ungur maður birtist fyrir mér, í hermannabúningi. Hann var með svart skegg í kringum munninn og tók upp byssu. Hann beindi henni að mér.
Ég vaknaði í hvítu herbergi. Ég var hér enn. Hjúkrunarkonan gekk inn og rétti mér lyf. Ég tók þau og stóð upp. Leit í spegil. Augun voru þrútin, varirnar bólgnar, ég var öll út í marblettum. Ég á eftir að vera hér allt mitt líf! Ég get ekki fylgst með tímanum, hvaða dagur er í dag? Það skiptir hvort sem er ekki máli. Ef að það skipti máli þá hlyti einhver að segja mér það. Er kannski einhver búinn að segja mér það? Ég er rugluð og þess vegna er ég hér, á þessi hæli. Þar sem enginn er, nema Gaukur. Á hverjum degi tekur hann um fjögur þúsund glös af lyfjum. Eitthvað í kringum það held ég. Ég held að hann hafi orðið svona út af lyfjunum. Pabbi hans á hælið og hann var oft hér þegar hann var lítill. Hann næstum því bjó hérna, og gerir enn. Einhversstaðar heyrði ég að þegar hann var 12 ára þá gleypti hann þrjú glös af sterku ammoníakvatni. Hann var meðvitundarlaus í þrjá daga en vaknaði síðan og hljóp um alla fyrstu hæðina, öskrandi. Síðan þá hefur hann búið hérna.
„Lóa, hvað er ég búin að vera hér lengi?“ „Eru ekki liðnir átta mánuðir? Samt er ég ekki viss. Það er eins og maður fylgist ekki með tímanum lengur,“ sagði hún. Þannig það var ekki bara ég.
Mamma og pabbi búa fyrir norðan. „Okkur líður öllum mjög vel,“ sögðu þau í síðasta bréfi sínu til mín. Á tveggja mánaða fresti senda þau mér fréttir hvað er að gerast hjá þeim og ættinni. Það kemur aldrei neinn að heimsækja mig. Allavega ekki síðan mamma og pabbi komu í september og ég rústaði lampanum inni í setustofu. Þau voru að tala um að fara til Spánar í tvær vikur. Auðvitað fór öll fjölskyldan, tvö yngri systkini mín, Magga og Steini. Þau töluðu um að ég skyldi bara vera í rólegheitunum hér. Ég varð svo reið að ég sparkaði í allt og var næstum því búin að berja mömmu. Ef ég hefði nú gert það þá hefði ég örugglega ekki séð eftir því. Ekkert hefði breyst. Ég væri enn hataðasta manneskjan í ættinni. Reyndar sú eina sem veit eitthvað í sinn haus. Þó Steini, reyki pípu og drekki vodka niðri í kjallara heima þá er hann ekki sendur á hæli. Og Magga, sem er með Kevin Bacon á heilanum og fyllir herbergið sitt af myndum af honum og skrifar honum ástarljóð þá er hún ekki heldur send á hæli. Ég er ekkert verri en þau. Ég fæ kannski ekki 10 á prófum eins og þau, en það er ekki út af því að ég get það ekki, ég bara nenni því ekki. Ég er miklu gáfaðari en þau. Hálfvitar.
Lóa hjúkka leiddi mig inni í setustofu. Ég var í hvítum buxum og appelsínugulum flegnum bol. Tveir geðsjúkir menn horfði á mig lostafullum augum. Rosalega voru þeir ógnvekjandi. Líklegir til að nauðga manni ef þeir væri ekki lokaðir hér inni. En ég er hér líka. Ég settist í brúnan sófa og horfði á sjónvarpið. Fréttir. Stríð, stríð og meiri stríð. Afhverju er Saddam Hussein ekki á hæli? Hann er brjálaður. Það er kannski málið. Hann er brjálaður og ég er geðveik.