Ég byrjaði að skrifa Metamorphs fyrir nokkrum mánuðum og tók mér síðan það bessaleyfi að taka mér smá pásu eftir fyrstu tvo kaflana útaf lærdómi og fleiru. Ég var að hugsa um að skrifa smá um söguna og karakterana.

Okey, sagan gerist í framtíðinni og mest útí geim. Svokallaðir LunarSoldiers, svona hermenn (ég ætla líklega að breyta nafninu) vinna við að viðhalda friðnum í geimnum og rannsaka ýmislegt. Þessir hermenn vinna í þeim fjölmörgu Lunar geimskipum.

Einn þessara hermanna er Zen, aðal sögupersónan. Hann vinnur í geimskipinu Luminaire. Hann er S-Rank Lunar hermaður sem er besta rank-ið eins og má segja. Svona hermenn eru sendir í allskonar verkefni útum allar trissur, hvort sem það er að kanna geimskið, geimstöðvar eða fara á plánetu. Svo á Zen þrjá vini sem eru líka Lunar hermenn, Rita, Derek og Zack. Þau nota öll mismunandi vopn og ég er nýbyrjaður að skrifa um vopn og aukahluti sem Lunar hermenn nota.

Zen er eiginlega svolítill einfari og lítur á vini sína meira eins og vinnufélaga. Allavega vill hann láta fólk halda það. Ég er mikið að hugsa um að láta Derek og Zack vera algjöra fávita en samt töffara. Þeir eru alltaf með einhvern fíflagang en eru samt mjög svona trustworthy og skemmtilegir. Rita er engin vælukjói og aumingi eða stelpa sem er alltaf að lenda í vandræðum heldur er hún mjg sterk og góð í bardögum og þess háttar. Ég ætlaði meira að segja að láta hana hafa stæsta og sterkasta vopnið til að sýna hvað hún væri mikill töffari.

Í geimnum eru einnig nokkurskonar stjórnarráð. Svokallað Superior Government eða Efra Stjórnarráðið er eiginlega alvalt í heiminum. Þetta stjórnarráð á ´ser geimstöð útí geimnum sem ég á eftir að finna nafnið á. Svo eru mörg minni stjórnarráð sem heita mismunandi nöfnum. Þau kanna það sem er að gerast í geimnum. Ef þeim finnst að eitthvað þurfi að gera senda þau svona boð til Efra Stjórnarráðið um málið. Ef Efra Stjórnarráðið samþykkir boðið eða það sem minna stjórnarráðið vill gera, þá er það gert.

Saga
Fyrir tveimur árum var uppgötvuð ný gerð af mjög hættulegum vírus sem fór inní fólk og dýr og lét það verða alveg berserk og árásargjarnt. Hann var kallaður Sero vírusinn. Zen var einn af þeim Lunar hermönnum sem sendir voru á plánetu til þess að eyða Sero vírusnum af plánetunni. Talið var að vírusinn hefði tekið sér bólfestu á plánetunni fyrir dálitlum tíma síðan og útrýmt öllu lífi þar. Verkefnið var kallað ,,Sero Extermination Mission eða Sero Tortímingar Verkefnið eða eitthvað svoleiðis. Zen náði að útrýma stæsta Sero vírusnum sem var nefndur Sero Queen. Þá fékk hann þau boð frá vinum sínum að Efra Stjórnarráðið væri að fara að sprengja plánetuna í loft upp. Zen náði að flýja frá plánetunni rétt áður en skotið reið frá Efra Stjórnarráðinu og tortýmdi plánetunni. Margir Lunar hermenn létust með sprengingunni. Efra Stjórnarráðið taldi Sero vírusinn svo mikla ógn og taldi þetta bestu úrlausnina til að eyða honum. Og þetta var engin boð frá minna stjórnarráði heldur var þetta bein ákvörðun frá Efra stjórnarráðinu.

Þatta gerðist áður en sagan sjálf byrjar. Það væri mjög gaman að geta klárað Metamorph söguna mína og gera svo aðra sögu um ævintýr Zens á þessari plánetu sem hann var á að berjast við Sero vírusinn.
En þarna minntist ég nú á Metamorph. Það er annar vírus sem uppgötvast svo tveim árum eftir ofangreindan atburð. Hann er mjög skildur Sero vírusnum en er miklu verri. Sagan byrjar á því að Zen er sendur með fleirum til að rannsaka geimskipið Wock II. Það er fundið út að Metamorphosis vírsuinn eða Metamorph vírusinn hefur ,,ráðist á” geimskipið. Sérstakur atburður gerist geimskipinu og það er nákvæmlega það sem sagan byrjar á.

Lesiði endilega Metamorph söguna mínaJ