Hann var fyrir utan blokkina sína að leika sér þegar hann sá hana. Það var eins og hún væri með eitthvað á hausnum, og það var ekki hár… það var eldur. Hann var sem dáleiddur, hann starði á þessa veru. Hann starði á þetta bál sem logaði á höfðinu á henni. Hún vinkaði honum til merkis um að elta sig. Hann fór á eftir henni án umhugsunar. Hann elti þessa leyndardómsfullu veru og einbeitningin skein úr augum hans. Hann reyndi að halda í hana, gekk eins rösklega og litlir fætur hans gátu borið hann, en svo var hún horfin… eins og jörðin hefði gleypt hana. Hann hafði aldrei farið svona langt að heiman áður, og núna vissi hann ekki hvar hann var staddur. Hann vissi ekki úr hvaða átt hann hafði komið né hversu lengi hann hefði gengið. Allt var svo framandi, svo stórt og svo ógnvekjandi. Hávaðinn frá þessum vélum sem þutu framhjá honum gerðu hann ringlaðan og þessi ókunnugu hús, sem voru svo stór og litlaus. Núna skynjaði hann hvað þessi heimur var stór, tilfinningin var svo yfirþyrmandi að hann brast í grát og kallaði á mömmu sína. Eftir að hafa grátið í dágóða stund herti hann upp hugann og hélt áfram í þá átt sem hann taldi rétta. Hann skoðaði húsin nánar og gaf ímyndunaraflinu lausan tauminn. „Þarna hljóta að búa nornir og bófar.. og þarna kemur ein”. Hún var fýluleg á svip í grárrri kápu. Hallli var fljótur að hugsa og flúði bak við ruslatunnu. Hann beið síðan þangað til nornin var komin í hæfilega fjarlægð. Hann hélt áfram. Hann var kominn með hausverk. Hann hafði gengið heillegngi og var svangur, þreyttur og hruflaður á hnjánum eftir fallið, sem hann fékk þegar hann elti verunna. Hann var hræddur um að hann myndi aldrei finnast, deyja úr hungri og yrði fundinn á gangstéttinni. Hann hafði samt meiri áhyggjur af móður sinni. Hún myndi springa af harmi við að missa sinn einkason, eins og konurnar í ævintýrunum. Hann reyndi að bægja þessum vondu hugsunum frá og byrjaði að syngja: kommon beibe læt mæ fæjör. Þetta var það eina sem hann kunni úr þessu lagi, hann vissi ekki hvað textinn þýddi en hann hresstist við sönginn. Pabbi var alltaf að hlusta á Doors, hvað ættli hann sé að gera núna? Kannski að hugga mömmu, eða tala við lögguna? Hann mætti miðaldra manni í leðurjakka. Halli þoldi ekki þessa sterku leðurlykt og ekki bætti úr skák að maðurinn lyktaði af tóbaksreyk. Maðurinn spurði: „Hvað ert þú að gera hér?” – „Ég er villtur og kemst ekki heim” Maðurinn brosti „viltu bróstsykur?”
Hann rétti honum blautan poka af bismark-brjóstsykri. Halli minntist núna varnaðarorða móður sinnar: „Þú átt aldrei að þiggja sælgæti af ókunnugum” Halli sagði manninum að hann vildi ekki nammi frá honum af því að hann væri ókunnugur, hann gæti hafa eitrað það fyrir honum. Maðurinn varð bálreiður: “Vanþakkláta strákpísl, finndu þá bara sjálfur leiðina heim”! Halli horfði óttasleginn á manninn. Maðurinn sá eftir orðum sínum , klappaði Halla á höfuðið og sagði: “Ég má varla vera að því að fylgja þér heim en ég get sagt þér eitt. Þú getur farið yfir götunna, þar er stætóskýli og á því er kort af hverfinu. Að þeim ogðum töluðum gekk hann í burtu. Núna varð Halli að finna leið til að komast yfir götunna. Hann gekk meðfram gangstétinini í dágóða stund og fann að lokum göng. Hann hafði heyrt sögur um það að Helvíti væri djúpt í jörðu. Nú gekk hann niður stigann hægum skrefum. Ég vona að ég mæti ekk Satani sjálfum þarna niðri. Hann heyrðu í bílum fyrir ofan sig, öskrandi vélarnar gerðu Halla taugaóstyrkan. Þarna voru þó engir djöflar bara mynd af fljúgandi svínum með gasgrímur, stórum skriðdreka og skjaldböku og héra. „Þetta var þá ekki eins hræðilegt og ég bjóst við” hugsaði Halli. Þegar upp var komið gekk hann upp að strætóskýlinu, tók upp spýtu, spennti upp skýlið og tók kortið út. Nú var bara einn hængur á Halli kunni ekki að lesa. Hann kunni eitthvað úr stafrófinnu og vissi að Eskihlíð byrjar á „E”. En á kortinnu var bara svo mikið af E-um að Halli ruglaðist á þessu. Hann gekk í góða stund með kortið. „Vá, er þessi leið endalaus, ég er búinn að ganga beint áfram í langan tíma og enn er ég ekki kominn af þessari Miklubraut” hugsaði Halli. Stuttu síðar sá hann ljósið í myrkrinu. Það var stúlka á svipuðum aldri og hann. Hún kom hjólandi í áttina að honum og hrópaði: „Halli”. Halli varð hissa: „Hvernig veistu hvað ég heiti?”- „Það var auglýst eftir þér í sjónvarpinu, allir eru að leita að þér” – Vá! Hvað heitir þú annars?
„Ég heiti Bylgja, það gerist aldrei neitt spennandi í þessu hverfi þannig að ég ákvað að slá til og hjálpa til við leitinna. – „ veistu hvar ég á heima eða kanntu á þetta kort? Spurði Halli. –„ég veit hvar þú átt heima, við þurfum ekki á þessu korti að halda, sestu upp á bögglaberan ég skal reiða þig heim”. Þau lögðu af stað. Þegar þau komu að blokkinni heima spurði Bylgja: „Varstu aldrei hræddur?”- „Nei” laug Halli. Bylgja glotti eins og hún vissi að hann væri ekki að segja sannleikan. –„Ég hefði verið hrædd, að minnsta kosti soldið” -„Hey ég verð að fara mamma og pabbi bíða, takk fyrir að finna mig” Sagði Halli til að forðast að verða sér til skammar. –„Ekki málið, sjáumst”-„ókey bæ”
Halli gekk upp stigann. Hann opnaði hurðinna og var fagnað vel og innilega af foreldrunum. Hann sagði þeim alla sólarsöguna. Að lokum sagði pabbi hans: „Það var vel gert hjá þér að vera hreinskilinn við þennan mann í leðurjakkanum og núna veistu að það eru til tvær tegundir af konum í þessum heimi, þær vondu og svikullu eins og þessi sem lokkaði þig burt, og þær góðu og hjálpsömu eins og Bylgja. Passaðu þig í framtíðinni á þeim rauðhærðu, þær eru hættulegar, ég þarf síðan að kenna þér að lesa, það kemur sér vel í framtíðinni” Halli var sammála, Honum fannst hann eldri nú þegar. Honum fannst hann hafa þroskast óvenjumikið á einum degi.
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)