Aðalpersónur:
Jói: Feiminn menntaskólastrákur , sögumaður
Gummi: Sjálfsöruggur vinur Jóa
Jói og Gummi eru vinir, og hafa verið það síðan þeir voru sex ára..
Formáli
(Strætóstoppistöð. Jói kemur gangandi og sest á bekk)
Jói: Paula… þessi ítalskættaða yngismær, hún var skólasystir mín í menntaskóla. Þegar hún var í augnsýn skipti mig ekkert annað máli. Ég er nokkuð viss um að fleiri séu á sama máli enn í dag. Hún er jafnvel fallegri í dag en þá. Einu sinni var ég feiminn drengur en það breyttist allt .etta afdrifaríka föstudagskvöld fyrir 5 árum(1997). Ég og Gummihöfðum við ákveðið að fara á bíó eins og við vorum vani á þessum árumr. Þetta var frumsýning á kvikmyndinni “Don´t cry Rambo” með Sylvester Stallone í aðalhlutverki.
( Jói og Gummi eru komnir í Regnbogann, búnir að kaupa miða á myndina. Þeir versla sér popp og kók, það eru fáir í röðinni)
Gummi (ákafur): Þetta verður hörkuræma, Stallone er sá besti
Afgreiðslustúlka: Get ég aðstoðað
Jói: (hugsar): þessi er falleg
Afgreiðslustúlka (horfir á Jóa): Er verið að afgreiða þig?
Jói (annars hugar): Ha..? já…. ha… nei… Ég ætla að fá miðstærð af poppi og eina stóra Fanta.
(Jói fer í veskið og réttir henni debetkort, hún rennir því í gegn og lætur hann svo fá poppið og Fantað)
Afgreiðslustúlka(brosir): gjörðu svo vel
Jói(reynir að halda kúlinu): Já takk sömuleiðis
(Þeir ganga inn í salinn, þar sjá þeir Paulu, hún sest í sætaröðina fyrir framan þá)
Jói (hugfanginn): Gummi… hún.. hún er sú…
Gummi (óþolinmóður): … fallegasta. Einmitt það sem þú hefur sagt mér á hverjum degi í grilljón ár!
Jói: (orðlaus)
Gummi: (leiðbeinandi): Það eina sem þú þarft að gera er að ganga að henni og segja hvað þér finnst um hana. Hverju hefurðu að tapa drengur?
Jói (andvarpar): Æ, ég bara.. ég bara hef enga reynslu í þessum málum
Gummi: Uss! Myndin er að byrja! Við tölum um þetta á eftir
Jói (niðurlútur): ókei..
(Þeir njóta myndarinnar og fyrr en varir er hún búin (ekkert hlé) )
Gummi (hress): Jæja hvernig lýst þér á ítalska folann
Jói: (annars hugar) Ha!? Ég vissi ekki að hann væri ítali? Já hann er svosem ágætur. (horfir á hnakkan á Paulu og gerist skáldlegur) Hún er samt það besta sem Ítalía hefur getið af sér
Gummi (pirraður) Einmitt maður! Hún er ítölsk. Og ég ef það er einhver sem veit hvernig maður á að næla í skutlurnar þarna fyrir sunnan, þá er það ég.
Jói (áhugasamur): Nú..hvað gerðist, hvað gerðirðu?
Gummi (montinn) Ég vil ekki gorta en ég náði mér í eina.. það stóð að vísu stutt, en engu að síður var það góð reynsla…
Jói (óþolinmóður): Komdu þér að efninu! Hvernig á ég að fara að!?
Gummi: ókei ókei! (glottir) Svona fór ég að; þetta var sko í sundhöll í Sviss. Ég var búinn að vera í viku á þýskunámskeiði. Og þarna var hún sólbrún og sæt í bíkiní. Þvílíkur líkami! Ég ákvað að vera kúl, gekk að henni og sagði: „ chiao bella!” Þetta var eitt af því fáa sem , ég kunni í ítölsku. Hún leit á mig og hló. Byrjaði síðan að snakka eitthvað á þessu fagra máli. Ég bullaði einhverja blöndu af latínu og spænsku, og viti menn! Hún steinlá! Við vorum óaðskiljanleg. Þrem vikum síðar vorum við farin hvort sína leið.Hún lét mig fá heimilisfangið sitt í Mílanó. Við skrifuðumst á í nokkra mánuði en síðan flutti hún einhvert.. til Lecce eða eitthvað… (horfir upp í loftið, greinilega í nostralgíukasti)… ég fann aldrei addressuna,o g hún hefur örugglega týnt minni. Ég fékk ekkert bréf frá henni og þess vegna vissi ég ekki hvar hún ætti heima.. kannski á hún heima í Lecce, og ef hún á heima þar þá hef ég ekki hugmynd í hvaða hverfi…(þeygir)
Jói: (klappar honum á bakið, og rýfur þögnina): Svona svona. Þú veist hvað þeir segja: „Það er nóg af fiskum í sjónum” (hughreystandi) .. og fyrst þú getur nælt þér í svona kvenmann, þá geturðu náð þér í hverja sem er.
Gummi: (brosir lítið eitt): Þú ert sannur vinur Jói, sannur vinur! Hvað segjrðu um að skella þér á djammið með mér. Ég skal redda þér stelpu!
Jói: (upprifinn) Það væri frábært! Alveg frábært!
(Þeir skella sér á djammið, þar sjá þeir stúlku sem er sláandi lík…)
Jói (hissa) Er þetta ekki Paula!
Gummi: (ósnortinn) Ég býð henni henni upp fyrir þig.
(Gummi gengur til stúlkunar, talar við hana í dágóða stund og fyrr en varir eru þau byrjuð að dansa)
Jói: (hugsar) Svikari! Ég sem hélt við værum vinir!
(Gummi leiðir hana, og þau koma gangandi til Jóa)
Gummi: Leyfðu mér að kynna! Þetta er Fransesca!
Jói : Ég vissi ekkert hvað var í gangi þarna. En núna nokkrum árum síðar skil ég þetta mun betur. Ég og Gummi höfðum rétt fyrir okkur. Sú sem var í bíó var Paula. En hver er þá þessi Fransesca?Ég komst að því seinna um kvöldið þegar Fransesca sagði mér sögu sína. Gummi fór „aðeins á klóið”og við höfðum ágætis tíma til þess að spjalla saman og kynnast betur. Hún sagði mér að Paula væri tvíburasystir hennar. En Fransesca sjálf var nýkomin til landsins, frá Ástralíu.En þar hafði hún búið ásamt vinkonum sínum. Þær höfðu ákveðið að fara þangað 1998.Þetta átti upphaflega að vera sumarfrí, svona mánuður í mesta lagi. í.En þeim fannst svo gaman að þær hringdu heim og spurðu hvort það væri ekki „allt í lagi” að vera aðeins lengur. Jú það var í lagi. Síðan varð dvölin lengri. Og á endanum voru þær komnar í vinnu. Síðan fékk Fransesca heimþrá og kom heim, á miðvikudegi árið 2002 (fyrir tveim dögum). Ég spurði hana útí hvað Gummi hefði verið að spjalla við hana um. Hún svaraði að hann hefði bara verið að: „…Gá hvort ég væri ekki örugglega Pála” Hún svaraði því með orðunum: „Nei enn Pála er hér, hún skrapp bara aðeins á klóið…:” Núna skil ég afhverju drengurinn gekk inná kvennaklósettið!! En eftir þetta vorum við Fransesca óaðskiljanleg. Og Gummi og Pála? Þau skemmta sér enn vel…
“spurningin er ekki hvad maður getur… heldur hvað maður gerir!” (Purrkur pillnikk, Einar Örn)