Freyr gekk inn í bókasafnið með þunga töskuna á bakinu og leitaði að góðum stað til að setjast. Hann gekk um og fann bás á enda gangsins sem var laus. Hann tók upp bækurnar og andvarpaði yfir öllum lærdómnum sem beið hans í viðskiptafræðinni. Honum fannst þetta ekkert mjög skemmtilegt en þetta hafði hann ákveðið á sínum tíma (með hjálp föður síns) og var staðráðinn í að klára það sem hann hafði byrjað á, drepleiðinlegt eða ekki.
Samt sem áður var ýmislegt við viðskiptafræðina sem vakti áhuga Freys. Hann var nefnilega algjörlega á móti markaðshyggju, en samt enginn sósíalisti. Með því að læra þetta gat hann betur skilið það sem var rangt við markaðshyggjuna, og í leiðinni styrkt sannfæringar hans. Það var svona æðra markmið með öllum þessum þjáningum.
Freyr flétti upp bókfærslubókinni og byrjaði að færa í debet og kredit. Eftir nokkrar mínútur varð honum svo litið upp og hann sá stúlku sem settist rétt á móti honum. Hann gat ekki annað fylgst með henni. Hún var í þröngri, hvítri ullarpeysu og gráum íþróttabuxum sem toguðust niður þegar hún settist og sást þá í hvítan g-strenginn og rétt fyrir ofan rassinn var svo svona kínverskt tattoo. Svona þoldi Freyr ekki. Hvernig var hægt að hugsa um debet og kredit þegar svona lagað blasti við honum?
Hann reyndi eins og hann gat að horfa ekki á stúlkuna en það var eitthvað innra með honum sem færði augu hans aftur á hana. Stundum færði hún höfuðið eins og að horfa í hans átt en þá leit hann alltaf skömmustulega undan áður en hann gat séð hvort hún leit á hann eða eitthvað annað. Oft hafði eitthvað svona komið upp, Freyr að horfa stjórnlaust á einhverjar stelpur, og alltaf skammaðist hann sín fyrir að vera svona. Það var bara eitthvað við það að fylgjast með þeim sem gaf honum undarlega ró, en samt fannst honum þetta eins og áreiti. Hann var ekkert ómyndarlegur og það gat vel verið að einhverjum að stelpunum hafi fundist gaman að einhver var að pæla í þeim, en þetta var bara ekki tíminn fyrir svona! Hann gekk fram til að fá sér eitthvað að drekka og hreinsa hugann.
Hann gekk beina leið að klósettinu, lokaði hurðinni, lét kalda vatnað renna og skvetti því svo framan í sig. Hann setti hendurnar á vaskinn og leit í spegilinn, hann gat bara ekki hætt um hugsa um þessa stelpu. Fokk, hvað hún var flott. “Ég verð að fara ef ég ætla eitthvað að ná að læra.” Hann gekk aftur að stað inn og settist niður. Þegar hann var að fara setja bækurnar niður leit hann aftur hana. Hún var farin úr ullarpeysunni og var í þröngum hlýrabol sem sýndi hluta af bakinu hennar. Útaf einhverjum ástæðum var Freyr alveg búinn að gleyma hversvegna hann hafði ákveðið að fara og sat fastur fyrir.
Svona var þetta í nokkra tíma. Freyr reyndi hvað hann gat að læra en kom litlu í verk, og skömmin hélt áfram að magnast. Bara að hún tæki ekki eftir þessu, þá væri allt í lagi. Hann tók um höfuðið á sér og reyndi að hrista þetta af sér. Þegar hann opnaði augun sá hann miða á borðinu, hann leit aftur fyrir sig og sá að stúlkan var að ganga í burtu. Á miðanum stóð Værirðu til í að hitta mig frammi?. Hjartað í honum hamaðist og hann sat stjarfur. Þetta var algerlega það versta sem hann hefði getað hugsað sér. Núna var það bara að herða sig upp og taka afleiðingunum.
Þegar hann kom fram stóð hún með krosslagðar hendur og hallaði sér að vegnum rétt hjá klósetunum. Freyr stoppaði, andvarpaði og gekk til hennar. Hann var að fara að afsaka sig þegar hún tók í höndina á honum, opnaði hurðina að klósetinu og reif hann inn. Freyr hafði ekki hugmynd um hvað var að gerast fyrr hún lokaði hurðinni og rak tunguna uppí hann.
Freyr ætlaði að fara að segja eitthvað en hún setti fingurinn á sér fyrir munninn á honum og sussaði á hann. Hún klæddi hann úr peysunni og kyssti svo bringuna á honum meðan hendurnar léku um bakið á honum. Síðan fór hún úr bolnum og losaði um brjóstahaldarann. Freyr leit á brjóstin á henni og svo á hana, hún brosti bara og setti höndina á honum á brjóstin á sér. Það var eins og það væri ekki fyrr en þá sem Freyr áttaði sig á því hvað var í gangi. Þetta var enginn draumur.
Þau kysstust innilega og hendurnar léku um allt. Hún byrjaði að klæða hann úr buxunum og lét hann setjast. Hún leit í augun á honum og kraup svo fyrir framan hann og byrjaði að kyssa hann allan. Hann leit niður og sá að hún horfði á hann allan tímann sem hún kyssti hann. Hann strauk á henni hárið og trúði vart því sem var að gerast. Svo stóð hún upp, klæddi sig úr buxunum og settist klofvega á hann. Hún var alveg rennandi. Þau stundu bæði þegar hann rann inní hana. Þau byrjuðu hægt en fóru svo hraðar og harðar. Hún nuddaði sig að honum og stundi. Eftir nokkrar mínútu fengu þau það bæði. Freyr hélt hann myndi springa. Þau sátu bæði í sömu stellingu í nokkur andartök og reyndu að ná andanum. Hún leit svo á hann, brosti, þurrkaði sér og klæddi sig í fötin. Þegar hún var búin að því kom hún og kyssti Frey og sagði svo brosandi: Kannski að við náum að læra eitthvað núna. Hún gekk af stað og í dyrunum leit hún til baka og blikkaði til hans.
Freyr sat stjarfur. Hugsaði um allt sem hafði gengið á, klæddi sig í fötin og gekk aftur að básnum sínum. Þegar hann kom til baka sá hann stúlkuna sitja við básinn sinn eins og ekkert hafði gerst. Freyr settist niður og núna gat hann ekki sleppt augunum af henni, en hún leit aldrei upp. Eftir nokkra tíma stóð svo stúlkan upp og gekk frá dótinu sínu. Freyr stóð upp og ætlaði að fara að tala við hana en þegar hún var búin að ganga frá og sá hann bíða gekk hún að honum, kyssti hann á kinnina og gekk í burtu. Freyr stóð lengi þarna á gólfinu og horfði á eftir henni. Hann sá hana aldei aftur en hugsaði oft um hana.
Það getur verið “pína” að læra, en stundum borgar það sig.
Endir.