Það voru yndislegir dagar þegar við vorum litlir að leika okkur í löggu og bófa leikjum eða kúreka leikjum en dagarnir eru aðrið í dag þó það séu ekki nema kannski 15 ár síðan,en staðinn sit ég hérna í fangabúðum nasista að drepast úr hungri.
Þetta byrjaði allt saman þegar ég var að læra út í Noregi og þegar þjóðverjinn hernám Noreg þá reyndi ég að komast yfir til Svíðþjóðs til þess að geta farið með skipi til Englands svo ætlaði ég þaðan heim til Íslands.Það var aðeins einn maður sem vissi af þessum áformum mínum sem ég helt að væri vinur minn en þegar á reyndi þá var hann búin að gera samning við SS og Gestapo um það að vera rotta í skiptum fyrir það að komast heim.Daginn sem ég ætlaði að fara þá var bankað upp á hjá mér og ég var búin að heyra sögur um það að Gestapo kæmu og færðu þá sem ætluðu sér að yfirgefa landið í yfirheyrslur þannig að ég var hikandi um það hvort ég ætti að svara.
Ætti ég að fara út bakdyra megin eða á ég að svar bjöllunni og athuga hver er þar.Eins og ég er nú mikill ræfill þá svara ég bjöllunni og viti menn þá eru það tveir leynilögreglu menn frá SS og óska þess að ég komi með þeim niður á stöð með sér í yfirheyrslu.Ég get náttúrulega ekkert annað gert að samþykkja það og fara með þeim niður á stöð.Þegar niður á stöð var komið þá er ég settur inn á skrifstofu hjá einhverji manni sem tók ekkert sérstaklega vel á móti mér.Mér er ýtt niður á stól og ég sit þarna eins og fimm ára snáði sem er inná skrifstofu hjá skólastjóranum alveg skíthræddur.
Ég veit hver áformin þín eru segir hann við mig.Ég veit að þú ert að fara til Svíðþjoðar til þess að komast með skipi til Englands og þaðan aftur til Íslands.Mér bregður alveg rosalega þegar hann segir mér þetta og hugurinn fer strax á reik um það hverju eg ætti að svara honum.Ég er náttúrulega svo mikill ræfill að ég segi við hann með tárinn í augunum að þetta sé rétt og mig langi bara heim til mömmu og pabba.
Þegar ég segi þetta við hann þá sé ég engin viðbrygði á honum,honum virðist vera alveg sama.Eftir þessa tilkynningu mína fer hann framm með öðrum foringja til þess að tala saman og þegar þeir koma inn aftur segja þeir mér að það sé búið að dæma í þessu máli og eigi ég að sitja 3 mánaðar fangelsis dóm.Eftir þessa dómskvaðningu er ég leiddur út í bíl og keyrt af stað áleiðis að fangelsinu sem þjóðverjar eru búnir að hertaka.Þegar þangað er komið er ég látinn fara úr öllum fötunum og fangaverðirnir leita í öllum fötunum af einhverju sem ég gæti skaðað þá með,síðan er farið með mig í sturtu þar sem ég er hreinlega smúlaður eins og eitthvað dýr og síðan er hent í mig mjög þunnum galla sem ég á að fara .Siðan er mér hent í klefa númer 9 þar sem ég er látinn dúsa til Janúar en einmitt þann fyrsta Janúar á ég að fá að fara héðan af þessari vítisholu.Ég hlusta eftir þegar ég heyri eitthvað fótatak fyrir utan klefann hjá mér í þeirri von um það sé verið að koma að sækja mig.En það er greinlega komið sumar þar sem gólfið sem ég er búin að sofa á er orðið frekar heitt og ég er alveg búin að missa allt vit á tímanum.Loksins er hurðin opnuð og ég rifinn á fætur.Það er faið með mig til læknis sem gefur mér skoðun og hann skoðar mig hátt og lágt og spyr mig síðan fyrir hvað ég sé inni.ég segi honum það og spyr svo í leiðinni hvaða mánuður sé og segir mér að það sé kominn Júly.Læknirinn stendur upp og labbar upp að foringjanum og segir honum það sem ég segið við hann og þá segir hann að honum sé alveg sama.Eftir skoðunina er ég leiddur út í garð þar sem ég sé stóra fanglesis rúta sem er greinlega alveg að verða full og er mér ytt upp í hana.Engin virðist vita hvert ferðinni er heitið en þegar lagt er af stað þá tek ég eftir því að við erum að stefna að lestarstöðinni.Þegar þangað er komið er mér ýtt inn í vagn sem er nánast tómur og inn í honum þarf ég að eyða næstu 7 dögum.Þegar vagninn er opnaður þá heyri ég hunda gelta og smá skothríð og þegar ég er leiddur út þá sé ungann dreng liggja á jörðinni dáinn og hann hafði greinilega verið skotinn og hann er ekkert mikið eldri eitthvað um tvítugt.Okkur er raðað upp í röð og þá er okkur tilkynnt um það að við séum kominn til Þýskaland og þetta eru Auswits fangabúðirnar.Ég hafði heyrt eitthvað örlítið um þessar búðir og það var ekkert gott sem ég hafði heyrt um þessar búðir.Ég er kominn til helvítis hugsa ég með mér og síðan læt hugann reika heim á Stýrimannastíginn til Mömmu og Pabba.Síðan er ég sleginn í höfuðið og mér sagt að drulla mér áfram.
Í mig er hent koddi og þunnt teppi og mér sagt að leggjast til náða því á morgun verð ég látinn vinna í líkbrennsluofninum.Daginn eftir er ég rekinn á fætur klukkann hálf fimm um morguninn og við dett ég út úr kojunni og meiði mig aðeins þar sem ég er orðinn rosalega horaður efit dvölina mína í fanglesinu.Ég var eitthvað um 90 kílo en í dag þá er kannski 40 kílo ef ég er heppinn.
Í þessum fangabúðum deyja kannski hundrað manns á dag og það sem ég þarf að gera er að taka allt gull úr munni mannann og allt persónulegt sem þau gætu haft á sér og síðan henda þeim inn í líkbrennslu ofninn.Þessu starfi gegni í tæp tvö ár.
Ég var upprunalega dæmdur í þriggja mánaðar fangelsis vist en enda svo í tæp þrjú ár bakvið lás og slá og er ég rosalega illa farinn í dag fyrir vikið.Ég er búin að ganga í gegnum 4 aðgerðir á maganum þar sem hann er nánast ónytur eftir þetta stanslausa hungur því maður fekk ekki nema smá súpudretil á morgnanna og ca 400 grömm af smjöri og annað eins af brauði með í hadeginu og við fengum engan kvöldmat.
Bakið á mér einnig mjög illa farið eftir allann þennann burð á öllum þessum líkum í þessi tvö ár.Það er ekki bara innvortis minningar eftir þetta þar sem maður komst ekki hjá því að fá högg í sig.Þegar bandamenn komu árið 1945 og leystu búðirnar upp á var ég sendur rakleiðis á spítala og mér gefinn næring í æð og síðann sendur heim.
Þegar heim var komið þá bankaði ég uppá á Stýrimannastígnum og móður mín kemur til dyra og þá byrjuðu fagnaðarlætinn.Þau höfðu fengið þær frréttir frá þjóðverjunum um það ég væri látinn og höfðu þau haldið jarðaför og allann pakkann fyrir mig þannig að móðir mín fékk næstum því hjartaáfall þegar hún sá mig standa þarna í dyragættinni.
Í dag 40 árum seinna líður mér ennþá rosalega ílla,ég sef ekki heila nótt án þess að vakna í svitabaði og tári kominn og ég hef aldrei náð að byggja líkamann almennilega upp og hef ég því alltaf verið rosalega grannur eða ca 65-70 kílo.
KV