Hringur hentist upp stigann, skaust inn í
herbergið sitt, fleygði
töskunni í vegginn og datt killiflatur á rúmið.
Hann heyrði
háværan grát.
- Andskotinn, hvíslaði hann í hljóði, Begga
vaknaði.
Begga var 5 ára seinþroska stelpa sem átti
heima í næstu
íbúð. Begga hafði þroska á við 5 mánaða barn.
Hringur greip gemsann og 500 kall og þaut
aftur út í rólegu
snjókomuna. Hann heyrði óþolandi ískrið í
fönninni þegar að
hann skokkaði í átt að húsi Arnars. Arnar var
besti félagi
Hrings og höfðu þeir verið mjög nánir vinir síðan
í 3. bekk. Þeir
voru báðir miðlungsgóðir nemendur. Þeir voru
báðir duglegastir
í bekknum áður en unglingadeildin hófst. 9.
bekkur var enn
erfiðari en 8. bekkur og áttu þeir báðir í mestum
erfiðleikum með
Stærðfræðina og Algebruna sem var nánast
sami hluturinn.
Hringur bankaði á fullu alveg þangað til að Arnar
kom til dyra.
- Gríptu 500 kall, Arnar, skipaði Hringur
honum, við erum að
fara út í sjoppu.
- Ja…ókei, sagði Arnar eins og
spurningamerki í framan.
- Flýttu þér!
Þeir hlupu á fullri ferð að sjoppunni;
Snælandsvídeó. Þeir
stukku inn enda var -5º á Celsíus úti.
- Komdu, kaupum okkur kók, ég er að dre…,
sagði Hringur við
hin ljóshærða Arnar. En hann stoppaði í miðri
setningu. Allt var
hljótt í búðinni. Það eina sem þeir sáu voru 8
manneskjur
sitjandi upp við vegginn og mann sem var með
svartan riffil í
hendinni og otaði að þeim félögum.
- A ta ha?, stundi Arnar upp úr sér.
- SETJIST!, sagði maðurinn með byssuna, Þú, ljóshærði! Læstu
hurðinni!
- J-ja-já, herra, náði hann að stynja upp úr sér.
- Ekki kalla mig herra, kallaðu mig T!
- J-já, herra…T, stundi Arnar og settist við hliðina á Hring.
- Hvað í…?, sagði Hringur en skyndilega heyrði hann skothríð.
- JAAAAAAAAHHH!!!, æpti Arnar og lagðist á grúfu.
Hringur stökk upp og greip í hulstur af spólu og setti fyrir
hausinn meðan hann læddist hljóðlega (sem var auðvelt í
öllum þessum hávaða) á bak við einn spólustand.
Skothríðin hélt áfram í u.þ.b. hálfa mínútu þegar að hár hvellur
heyrðist, eins og sprenging. Ljósin slokknuðu. Allt var hljótt.
Hringur áttaði sig á því að hann var aleinn í myrkrinu.
Hann fikraði sig áfram á fjórum fótum. Allt í einu kviknaði dauft
ljós; vasaljós. Hann var þá ekki aleinn. ósjálfrátt greip hann
hulstur af einhverri spólu; það var með upplyftum stöfum. Hann
skynjaði með fingrunum að myndin byrjaði á B. Hann stakk
hulstrinu inn á sig og hélt áfram. Það gek vel að komast áfram
og á bak við búðarborðið því að hann þekkti vel til í sjoppunni og
einu sinni vann frænka hans þar. Vasaljósið var á sífelldri
hreyfingu og það stefndi að honum.
Va þetta vinur? Eða var þetta…
…óvinur?
Framhald síðar…
LPFAN