ég er búinn að vera eitthvað voðalega productive undanfarið :)
Hefndin er sæt
Teddi stóð á ganginum á Geðdeild landspítalans, klukkan var 2 eftir hádegi. Teddi var furðulega stressaður miðað við hvað hann var yfirleitt rólegur, það var líklega vegna þess að hann vissi að þetta hafði verið slæm hugmynd. Jói hafði verið lagður inn þarna stuttu eftir að hann vaknaði, hann hafði opnað augun hægt, litið í kringum sig og svo byrjaði hann að öskra. Strákarnir (Teddi og Alli) höfðu reynt að róa hann niður og segja honum að þetta hafði allt saman verið smá grin, en allt kom fyrir ekki. Teddi hafði ætlað að hefna sín á Jóa fyrir að byrja með stelpunni sem hann var hrifinn af. Kannski gekk þetta fulllangt, hugsaði hann með sér. Við hefðum aldrei átt að gera þetta andskotinn maður.
Læknir kom gangandi eftir ganginum, “Ert þú Teódór” spurði hann, “Já” svaraði Teddi skömmustulega, ætli hann viti hvað við höfum gert, hugsaði hann flóttalega, ætli það sé hægt að kæra okkur fyrir þetta?
“Það varst þú sem komst með hann Jóhann ekki satt?” spurði læknirinn alvarlega, “Jú” sagði Teddi, kannski hefði hann átt að segja eitthvað meira, eina sem hann virtist hafa sagt eftir hádegi var “já” og “jú” og einu sinni “nei”. Alli hafði stungið af eftir að Jói hljóp nakinn út úr íbúðinni.
“Það virðist sem hann hafi fengið mjög alvarlegt taugaáfall, líklega í kjölfar einhvers lost sem hann fékk” sagði læknirinn. “Nú?” spurði Teddi asnalega, jæja þarna var þá komið eitt orð en sem hann gat bætt við orðaforða þessa ömurlega dags.
“Hefuru einhverja hugmynd um hvað gerðist?” spurði læknirinn og forði beint í augun á Tedda. “eh… nei hann vaknaði bara og byrjaði að öskra” svaraði Tedda, hann var viss um að læknirinn vissi að hann væri að ljúga. “Hafði hann verið neyta einhverja lyfja eða drekka í langan tíma?”
“Nei ekki svo ég viti allavega”.
Núna er komið nóg, hugsaði Teddi með sér, nú er ég farinn. Teddi tók umsvifalaust á rás út um útidyrahurðina. Hann heyrði lækninn kalla á eftir sér en hann var óstöðvandi í einhverju panik kasti. Ég er farinn til köben hugsaði hann halfkjökrandi. Samviskan nagaði hann að innan og utan. Hvað með það þó að Jói hafi byrjaði með þessu stelpufífli, hefði ég ekki asnast til að verða skotinn í henni hefði þetta aldrei gerst. Hann reyndi í örvæntingu sinni að kenna stelpunni um þetta allt saman, þetta hefði jú aldrei gerst ef Jói hefði ekki byrjað með henni, hmm… kannski var þetta þá honum Jóa að kenna, hann getur þá sjálfum sér um kennt.
Teddi hljóp að bílnum og settist inn í hann, stundi lágt og startaði honum. Nýji diskurinn með sigurrós byrjaði að spila í græjunum, lag númer 2. Teddi var farinn að verða pirraður á þessu öllu saman og slökkti því á græjunum “helvítis jónsi vælukjói” tautaði hann og keyrði af stað. Hann sá að læknirinn kom hlaupandi út og gaf því í. Læknirinn kallaði á hann “Heyrðu góði minn”. En Teddi heyrði ekki meira. Hann keyrði út á miklu brautina og byrjaði að rifja upp atburði síðustu vikna.
Þetta hafði allt byrjað með þessu stelpuræksni. Jói hafði byrjað með henni eins og kom fram hérna áðan. Teddi var brjálaður af afbrýðisemi og reiði. Og kvöld eitt hafði hann verið að skoða hryllingssíður á netinu þá rakst hann á netbúð sem seldi lík búin til úr latexi, þar gat maður fengið lík eftir pöntun. Á mismunandi stigi rotnunar, karl eða konu, í mismuandi fötum osfrv. Á því augnabliki sem Teddi skoðaði myndir af líkunum fæddist andstyggileg hugmynd í kollinum á honum, eins og gerist oft með einstaklinga sem þjást af óendurgoldinni ást. Hann byrjaði að glotta, náði svo í credit kortið sitt og pantaði eitt lík, að vísu voru líkin rándýr (rúmir 800 dalir) en honum var alveg sama, það var ekki hægt að setja verðmiða á þær kvalir sem Jói hafði ollið honum.
Tæpum 6 vikum síðar kom líkið í póstinum. Þetta var stór og myndarlegur kassi. Teddi var eins og lítill krakki þegar þetta kom, hoppandi af kæti og eldhress.
Hann hringdi í Alla og sagði honum að líkið væri komið, hann hafði sagt Alla allt frá áætluninni og Alla fannst þetta frábær hugmynd, þetta yrði örugglega mjög fyndið. Og einnig fékk Alli hugmyndinna um að taka þetta upp á videócamerunni sem pabbi hans átti.
Kvöldið eftir var svo hringt í Jóa, Teddi sá um það
“Blessaður Jói”
“Sæll”
“Við Alli vorum að pæla hvort þú vildir detta íða með okkur í kvöld?”
“Ertu ekkert fúll útí mig?”
“neinei afhverju hélstu það?”
“þú sendir mér sms þar sem þú sagðir að ef ég kæmi nálægt þér aftur þá myndiru berja mig í hausinn með steikarpönnu”
“hvaða vitleysa, ætlaru þá að kíkja á okkur? Við verðum heima hjá mér”
“jája, til er ég, má Gugga koma með?”
“Nei þetta verður bara strákakvöld”
“jæja, alltílæ, ég kíkji þá á ykkur í kvöld”
“ok bæ”
Teddi lagði tólið á glottandi, eina sem var eftir núna var að redda skóflu, gróðurmold og heilum hellingi af áfengi.
Jói kom á slaginu 9, Teddi heilsaði honum vinalega og tók utan um hann (hann var byrjaður að drekka). Þeir settust við borðið og ákváðu að fara í staupkeppni, með vodka. En það sem Jói vissi ekki var að Alli og Teddi höfðu græjað þetta þannig að það var vatn í glösunum þeirra. Þeir helltu Jóa alveg blindfullann, og tróðu bókstaflega ofan í hann áfenginu.
Síðla kvölds þegar Jói var dauður komu þeir honum fyrir í rúminu hans Tedda, settu skóflu (útaða í mold) við hliðina á rúminu, lögðu líkið varlega við hliðina á honum og pössuðu sig á að setja nóg af mold allstaðar svo að þetta yrði raunverulegt. Að því loknu klæddu þeir Jóa úr öllum fötunum og setti gervilíkið nakið við hliðina á honum. Eina sem var eftir núna var að taka það upp þegar hann vaknaði á myndband.
Morguninn eftir var Jói ennþá sofandi. Alli tók þá til þess ráðs að hringja í símann hans til að vekja hann. Og viti menn Jói vaknaði leit á símann og svo í kringum sig. Svo byrjaði hann að öskra, hann varð hreinlega móðursjúkur af hræðslu. “HVAÐ GERÐI ÉG EIGILEGA Í GÆR?!?!?!?” “AFHVERJU STOPPUÐU ÞIÐ MIG EKKI?”
“Ég veit ekki” sagði Teddi hlæjandi. En svo hætti hann að hlæja þegar hann sá svipinn á Jóa, hann vissi að þetta var orðið alvarlegt. Jói var gjörsamlega að fríka út, Jói byrjaði að öskra og æpa “hvað hef ég gert hvað í andskotanum hef ég gert”, svo kastaði hann upp yfir stofugólfið hjá Tedda. Tedda var alveg hætt að lítast á blikuna, “Jói minn, þetta var bara djók, við vorum bara að stríða þér, ég pantaði líkið af netinu, þetta er bara plat”, en allt kom fyrir ekki. Jói var gjörsamlega vitstola, nakinn, allur út í ælu á miðju stofugólfinu hjá Tedda. Stuttu seinna hljóp út úr íbúðinni öskrandi og baðandi út höndunum. Tedda tókst með naumindum að koma honum inn í bílinn og keyra hann niður á geðdeild.
Úff, hugsaði Teddi með sér þegar hann keyrði eftir miklu brautinni, aumgja Jóa, svo var hann grautþunnur í þokkabót.
Teddi andvarpaði og lagði af stað til Keflavíkur.