Nafnið
ég heiti Gabríel, nafnið mitt var víst málamiðlun foreldra minna.
Mamma mín trúir nefnilega á guð…kannski aðeins meira en allir hinir því allir hinir lifa víst í synd, eða það segir mamma allavega.
Pabbi er ekkert svo trúaður og honum finnst alltaf jafnleiðinlegt að þurfa að mæta á samkomu með mömmu, reyndar finnst mér það hörmulegt líka en ég er líka bara sjö og hvað vita sjö ára gömul börn. Mamma segir allavega að þau séu heimsk en þess vegna séum við líka svo hreinar verur. Allavega ég heiti Gabríel það var víst engill dauðans, Mamma vildi víst skýra mig Móses fyrst en pabbi sagði að ég yrði bara lagður í einelti ef ég héti Móses, hann sagði að Gabríel væri voldugt og kröftugt nafn og engin myndi stríða Gabríel. hvað vissi hann? ég var samt laminn í skólanum ég meina ef öll leikföng og leikir eru aðferðir djöfulsins til að spilla börnum og ég má þar af leiðandi ekki gera neitt þá er maður bara laminn. það var svo sem allt í lagi ég á nefnilega besta vin, hann heitir Logi og er víst soldið klár miða við hina krakkana.
Við kynntumst í leikfimi þegar við vorum sex þegar einhverjir strákar voru að lemja mig og honum fannst það mjög rökrétt að ef hann myndi láta lemja sig með mér þá myndi ég fá helmingi færri högg því strákarnir væru líka að lemja hann. Logi er allavega góður vinur og hugmyndin hans svínvirkaði.

Kenningin
Ég eyddi miklum tíma heima hjá honum því hann mátti leika sér með fullt af dóti, hann átti til dæmis byssur og mamma hans varð ekkert reið þótt við værum að skjóta hvorn annan.
Eins og gefur að skilja þá hugsaði ég mikið um guð og spurði pabba Loga rosalega mikið af því hann vissi allt og eitt sinn þegar ég var að spjalla við hann þá sagði hann mér að enginn hugsaði eins og útskýrði fyrir mér
“sko ef þú værir núna að hugsa um fallegt tré og myndir reyna að útskýra fyrir mér hversu fallegt það væri þá myndi ég aldrei skilja þig því ég hef öðruvísi hugmyndir um fegurð heldur en þú,og aðrir hafa öðruvísi fegurðarskyn heldur en ég. Það er nefnilega enginn sem hugsar eins, allir sjá heiminn á mismunandi hátt”.
Þetta fannst mér merkileg uppgvötun þannig ég bjó til kenningu um guð.Svo manaði ég mig uppí það að segja mömmu frá henni og einn daginn þegar hún ætlaði að neyða mig í messu til þess að hrópa einhver hallelúja frasa þá spurði ég
“mamma (smá hik) sko enginn maður í heiminum hugsar eins er það nokkuð?!
Mamma svaraði hálf kennaralega”ummm nei það er rétt.“
”sko ef enginn hugsar eins í heiminum þá hljóta að vera til jafnmargir guðir og mennirnir eru ekki satt?“
mamma varð soldið reið og hreytir klaufalega útúr sér” nei það er bara til einn guð, einn sannur guð!“
”er þá guð prestsins rangur og þinn réttur?“
”nei við trúum á sama guðinn(hreytti hún útúr sér)!“
”En það getur ekki verið því enginn hugsar eins og ef enginn hugsar eins þá hlýtur það vera að aðferðin sé það sem skiptir mestu máli, og mér langar ekki að trúa á einhverja aðferð mér langar bara til þess að trúa á guð þar af leiðandi þá ætla ég ekki í messu með þér í dag.“
Um leið og ég sleppti orðinu þá leit út fyrir að mamma væri að kafna, því fyrst blánaði hún og svo varð hún eldrauð. Hún þreif í mig, dró mig að símanum og hringdi.
”séra sigurður er hann við?já ég skal bíða. Sæll sigurður gætir þú komið heim til mín núna! já það er alvarlegt“.

Særingin
Um kvöldið kom síðan þessi maður, hann var feitlaginn og með sítt hvítt skegg ekkert ósvipaður Móses, lyktin af honum var eins og hann væri jafngamall móses og meira að segja mamma gretti sig þegar hún heilsaði honum.
Hann leit hvasst á mig með þessum svínsaugum og spyr mömmu”er þetta viðfangið“ ég var ekki alveg viss hvað viðfang var en ég vissi að það var eithvað slæmt því presturinn var ekki ánægður að sjá mig. Hann spurði mömmu aftur án þess að líta af mér ”hvar stóð hann þegar hann sagði þetta?“
Mamma benti honum dramatískt á ganginn sem ég hafði staðið og sagði um leið ”ég skil þetta bara ekki ég sem ól hann upp sem guðhrætt barn“ svo segir hún hálf móðursýkislega ”þetta var örugglega pabba hans að kenna!“
Presturinn dregur upp flösku af vatni og byrjar að hella eitthvað ofan á parketið hennar mömmu og henni var alveg sama hún fylgdist bara með af miklum áhuga, ég var alltaf húðskammaður ef ég hellti einhverju niður . Presturinn muldraði eitthvað og heyrði ég af og til nafnið satan annars var það lítið annað sem ég heyrði.
Síðan eftir að hann hafði gert þetta í nokkurn tíma þá snýr hann sér að mér, Presturinn skoðaði mig gaumgæfilega og lokaði síðan augunum. Hann byrjaði að anda hratt og var eins og hann ætlaði að kafna. Hann opnaði síðan augun hægt og rólega leit á móður mína og sagði ”ég er búin að fá skipun frá guð, þessi drengur er verkfæri djöfulsins og hreinsa þarf sálu hans af þeim óhroða þannig guð vill fá hann, drengnum verður fórnað“
Á þessu augnabliki var ég í nokkuð vondum málum, geðsjúkur prestur stendur þarna yfir mér og heimtar blóð og móðir mín var sammála en samt ekki beint að átta sig á aðstæðum. Á einni mínútu hugsaði ég um allar mögulega leiðir en fann enga , en í því kemur bajrgvætturinn og snillingurinn pabbi heim úr vinnuni.
Ég hleyp í fangið á pabba og klaga náttúrulega og pabbi sem var nokkuð stór maður lítur á prestinn og spyr ”fyrirgefðu herra en ætlar þú að fórna syni mínum?“
Presturinn svarar æstur og eins og hann væri að ávarpa heila þjóð ”ekki vera fyrir fyriráætlunum guðs þessi drengur er illa haldinn og mun verða okkur að falli“
Pabbi verður hálf hissa og lítur á mömmu, mamma lítur undan og segir ”ekki verður komist hjá guðs vilja, guð hefur talað“
Pabbi segir með voldugri röddu ”þið eruð geðveik og ef þið farið ekki útúr mínu húsi stax!! þá mun ég sjá til þess að þið munuð hitta ykkar skapara“ presturinn reynir að segja eitthvað en pabbi snýr sér að honum, grípur í kyrtilinn hans og hendir honum út. Presturinn hrinur niður og rúllar eins og bolti niður tröppurnar sem voru sem betur fer ekki nema fimm þrep. Mamma öskrar eitthvað óskiljanlegt á pabba en hann fattar það ekki stax, ekki fyrr en hún slær í hann þá snýr hann sér við grípur í peysuna hennar líka og fleygir henni öfugri út. Þegar hún nær áttum þá öskrar hún á eftir pabba”þú getur þetta ekki ég á heima þarna líka!!!“
og pabbi svarar um hæl ”ég vil skilnað og lögfræðingurinn minn mun tala við þig“. Síðan labbar pabbi að símanum og hringir ”já lögreglan? já það er eitthvað snargeiðveikt ofsatrúa par útá lóð hjá mér og heldur öllu hverfinu vakandi þið gætuð kannski komið og hirt það upp“.
Ég lít á pabba eftir að hann er búin að skella á og spyr ”trúir þú á guð“ og pabbi svarar ”guð er ekkert nema morfín fólksins" Reyndar skildi ég þetta ekki alveg en ég held að pabbi hafi verið að segja að guð væri ekkert það fullkominn, en ástandið batnaði samt og ég varð eldri og þangað til….

Mír*