Labb, labb. Þau ganga inn og loka á eftir sér. Hún er klædd í
rauðum hórulegum kjól en hann er léttklæddur. Hún sest
niður og klæðir sig úr litlum svörtum jakka. Hún er afar falleg
en hefur dökka hárkollu og dekkri og styttri hár undir og
honum finnst að hún hefur afar sakleysislegan og fallegan
svip. Hann sest í sófalegan stól sem hvert herbergi í mótelinu
hafði og kveikir á sígarettu. Reykir þú? spyr hann. Nei, svarar
hún, ég er á móti þeim. Hann slekkur á sígarettunni og spyr
hana hvort hún vilji bjór en fær aftur neitandi svar. Hann er afar
eðlilegur í útliti nema það að hann hefur ólgandi hvítt hár sem
stendur upp í loftið, og hún skilur það ekki hvernig svo ungur
maður á hennar aldri, um 21 árs gæti haft svona hvítt hár.
Henni finnst það samt flott og jafnvel þó hún þekkir hann ekki
þá finnst henni það fara honum vel. Hvað heitiru, spyr hann.
Jólendína, svarar hún. Hann kippist smá til í stólnum og sést
það á honum að hann hefur aldrei heyrt þetta orð áður. Já
fallegt, segir hann, sjálfur heiti ég Jón. Hún lítur áhugalaus í
kringum sig. Smá þögn í nokkrar sekúndur og svo spyr hún:
Hvað viltu gera?
-Jaa, ég er ekki viss.
Þú sættir þig alveg við verðið ekki satt? spyr hún. Hann
stendur upp og gengur að borði. Jújú hljómar sanngjarnt,
svarar hann og réttir henni seðlabúnka. Hún setur það í
veskið sitt.
Smá þögn í nokkrar sekúndur og svo spyr hún: Hvernig
stendur á því að þú hefur svona hvítt hár?
-Já, og þuklar á sig hárið, það var nú þannig að ég var í strætó
seint um kvöldið á leiðinni heim frá vinnunni, fyrir svona ári, og
ég sat bara í sæti mínu, þá hafði ég sko svart hár, það var
svona rúmlega 5 mínútur heim, svo allt í einu var það eins og
ég hafði orðið fyrir losti eða áfalli því allt í einu var ég komin að
stoppistöðinni minni og með hvítt hár. Það er sagt að ef
maður verður fyrir alavarlegu áfalli þá getur hárið manns orðið
hvítt.
Hún kinkar kolli hægt og áhugafull. Já, segir hún svo, ég hef
líka heyrt það að þegar maður verður ástfanginn þá verður
hárið á manni ljóst. Er það? spyr hann.
En veistu semsagt ekkert hvað gerðist þarna á milli? Spyr hún
á móti. Nei ég hef ekki hugmynd. En er þetta satt með að
hárið manns verði ljóst þegar maður verður ástfanginn? spyr
hann aftur einsog honum líki ekki vel við að fá ekki svar.
Já það heyrði ég allavegna, svarar hún. Skyndilega heyrist
mjög hátt hljóð, veggirnir hreyfast og lítið málverk hreystist til.
Eftir nokkrar sekúndur hættir hljóðið. Já einmitt það er
neðanjarðarlest við hliðin á, segir hann. Eftir það kemur frekar
löng þögn sem varir í raun aðeins í 10 sekúndur en virka hjá
þeim einsog 10 mínútur.
Svo segir hann í skömmustulegum tóni: Heyrðu, má ég
viðurkenna eitt fyrir þér. Hvað? spyr hún. Sko, heldur hann
áfram, ég er ekki alveg öruggur á því hvað ég vil frá þér,
kannski það að ég vildi bara tala við einhvern. Alveg síðan ég
þarna lenti í þessu með hárið mitt (og strýkur það aftur) þá…
Þá hvað, spyr hún með mjög áhugafullum tóni og pírir
sakleysislega svipnum.
Þá, heldur hann aftur áfram, hef ég haft þessa skrítnu drauma
sem ég virðist ekki geta hætt að dreyma, ég hef farið til
sálfræðings útaf þessu en hann gefur mér bara lyf og ég lýg
að honum að þau virki, jafnvel þótt þau hafa alls ekki gert það.
Hún lítur rétt undan með reiðileg augu sem virka betur sem
undrandi. Og hvernig er þessi draumur, spyr hún.
Hann andvarpar djúpt og strýkur á sér andlitið. Hann er
þannig að ég er að drepa fólk, einsog…einsog einhver
brjálaður flöldamorðingi, hver draumur er mismunandi, með
mismunandi fórnalömbum, mismunandi umhverfi og
mismunandi aðferðum. En það sem mér finnst vera mest
truflandi við draumana er að þegar ég er að myrða þetta fólk
finn ég fyrir þessum dularfulla unaði sem er betri en besta
fullnæging í heimi og ég finn fyrir…fyrir þessari ótrúlegri ást og
losta og hamingju líkt og ég hef aldrei áður fundið og mér
líður jafnvel vel þegar ég vakna. Hann lítur afar óstoltur á hana,
en hún starir með næstum galopin augun á gólfið. Þér virðist
brugðið, segir hann.
Hún lítur á hann áhyggjufull, andandi ört í gegnum nefið. Má
ég segja þér dálítið, og þú lofar að segja engum?Spyr hún.
Já, auðvitað hvað er það? Spyr hann smá hræddur. Ég held
að við séum haldin af sömu veiki, segir hún með kökk í
hálsnum.
Hvað meinaru? Spyr hann mikið hræddari en fyrr.
Fyrir um fimm mánuðum, tekur hún við, var ég að vinna,
viðskiptamaðurinn var ljótur feitlaginn maður, en hann vildi
meir en hann átti að fá og reyndi að nauðga mér, þannig að
sjálfsögðu streitist ég á móti. En hann vildi ekki hætta og
byrjaði að hamast á mér. Ég byrjaði að gráta en hann hló bara
með sinni ógeðslegri röddu. Sem betur fer náði ég taki á
lampa sem stóð á náttborðinu og barði hann í höfuðið, hann
rotaðist og ég ýti honum af mér og á gólfið. Hann byrjaði að
ranka við sér og ég sem var óttaslegin og í losti byrjaði að
berja hann meir og meir og ég hætti ekki fyrr en hausinn hans
var útum allt gólfið, (hún byrjar að tárast). En einsog í
draumum þínum fann ég fyrir þessum dularfulla unaði sem
varði í meir en hálftíma og var betra en allar fullnægingar og
dóp sem ég hef nokkru sinni fundið. Svo forðaði ég mér út og
enginn sá mig.
Jón horfir á hana undraðari en hún var þegar hann sagði
henni draum sinn. Er þetta satt? Spyr hann og hún kinkar kolli
með nokkur tár streymandi niður kinnina.
Þau horfa hvort á annað í smá stund. Viltu sofa með mér, spyr
hann, ég meina þá sofa ekki gera það, bætir hann við.
Allt í lagi, svarar hún.
Um nóttina liggja þau bæði í rúminu. Hún sefur einsog barn
örugglega léttir henni eftir þessa játningu, en hann getur ekki
sofið því hann þráir að drepa einhvern.
Hann stendur upp. Tekur upp koddan sinn leggur hann laust
á andlit hennar og byrjar að kæfa hana. Hún vaknar og byrjar
að gefa frá sér hljóð einsog hún vilji að hann hætti, en eftir
stutta stund hættir hún því og það er einsog hún leyfi honum
að drepa sig því hún streitist heldur ekkert á móti. Hann byrjar
að anda ört og gefur frá sér óttasvip. Hátt hljóð heyrist úr
neðanjarðarlest sem fer fram hjá og veggirnir hreystast. Hún
réttir út hendina og tekur utan um hendi hans líkt og hún sé að
hjálpa honum. Eftir smá stund finnur hann að takið losnar og
hún sé dáinn. Hljóðið stöðvast.Hann lætur sig detta á gólfið
og hann er alveg rauður um andlitið, hann gefur frá sér smá
stunur, þagnar svo, lokar á sér augun og hárið hans verður
ljóst.