Farinn, en ekki að eilífu...
Síðan þú fórst af yfirborði jarðar, þá hef ég ekkert vitað hvað ég hef átt að gera. Ég hef reynt að forðast það að hugsa um þig. Drekk mikið, tek inn töflur, allt saman, bara til þess að gleyma.
Ég veit ekkert hvað ég á að gera. Ég komst ekki að því að ég elskaði þig, fyrr en eftir að þú varst farinn.
Ég reyni að gleyma, en það tekst ekki, ég sé mynd af þér, og ég fer að tala við þig. Því ég veit að þú heyrir í mér. Þótt þú getir ekki svarað.
Ég veit að þér líður vel núna, en ég get ekki skilið afhverju. Afhverju þurftiru að fara frá mér. Ef, bara ef þú værir enn á lífi, þá kannski værum við saman núna. Þá væri þessi sársauki ekki hérna í hjarta mér. Þessi sársauki sem vill ekki hverfa.
Ég sé eftir því að hafa ekki hlustað, ég var ömurleg.
Til þess að geta gleymt þessu, þá verð í að fara í annan heim, en get það ekki nema að drekka, og taka inn ýmislegt drasl.
Ég veit að þú yrðir ekki ánægður ef þú værir enn á lífi. Enn hvað á ég að gera? Ég get ekkert gert, ég vil ekki trúa því að þú ert farinn. Ég get ekki einu sinni horft á mynd af þér, án þess að tárast.
Ég þarf að ná mér uppúr þessu. Hætta öllu þessu rugli sem ég er í. Bara fyrir þig…. og mig. Ég get þetta ekki lengur. Ég þarf að horfast í augu við staðreyndir.
Ég þarf að horfast í augu við þá staðreynd að þú ert farinn.
Ég þarf líka að sjá það að þótt þú sért farinn, þá muntu alltaf vera í hjarta mér. Svo í raun ertu hér ennþá. Og þú munt alltaf vera hér, hér í hjarta mér.
spotta/01