Draumur

Mig dreymdi. Ég var inni í húsi. Húsið virtist vera yfirgefið. Það var virkilega dimmt þarna inni, allt virtist vera gamalt og yfirgefið þarna og gólfið var moldugt. Þarna inni var þungt loft og var það mettað einhverskonar rotnunarfýlu sem ég gat ekki nákvæmlega staðsett. Ég býst ekki við því að nein geðheil manneskja myndi nokkurntíma búa í þessari holu.

Kjallarinn

Ég sá ekki greinilega allt þar inni þar sem frekar dimmt var, ég tók þó samt eftir inngangi sem leiddi niður í kjallara. Ég sá líka skítugt baðker þarna; það var allt útatað í brúnum moldarklessum og ekkert sérlega vistvænt. Ég er viss um að þegar ég leit að kjallara innganginum þá hafi ég séð dökkrauðar klessur. Ég held að þær hafi verið blóð. Þrátt fyrir skuggalegt útlit hússins (eða holunnar) þá ákvað ég að reyna ekki að flýja þaðan þó mig hafi mest langað til þess. Það var líklega bara mín meðfædda forvitni.

Baðið

Eftir smástund þá var mig samt byrjað að líða skringilega og mig svimaði. Ég fann mig dragast að baðkerinu á furðulegan hátt. Allt í einu þá var ég kominn ofan í kerið og byrjaður að baða mig gruggugu vatninu. Nú leið mér virkilega skringilega, ég taldi mig vera á barmi þess að missa vitið. Það var nefnilega eitthvað við þetta hús sem gerði mig órólegan og mér fannst ég vera að missa tökin við raunveruleikann. Ég barðist við að halda geðheilsu minni þar sem ég lá fullkomlega stjarfur í gruggugu vatninu. Þá allt í einu byrjaði ég að sjá ofsjónir (ég vissi að þetta var ekki raunveruleg skynjun). Ég sá risastóran, gráan náorm birtast og hverfa á víxl. Síðan missti ég meðvitundina.

Leyndardómar

Ég vaknaði þó skyndilega fyrir framan eina borðið á hæðinni. Á því voru tvær flöskur, báðar fylltar blásýru. Ég handfjatlaði þær og tók eftir því að þær voru fremur nýlegar þannig að einhver hlaut að eiga heima þarna en hver? Ég vissi að svarið við því og öllum öðrum leyndardómum húsins lágu djúpt niðri í kjallara þess. En þar sem ég þorði ekki að standast í augu við hræðilega leyndardóma hússins þá flúði ég í burtu. Lengst í burtu frá þessu rotnandi húsi og öllum þeim hræðilegu leyndarmálum sem það hafði að geyma..