*Stunginn af*

Kæra Lísa

Ég hef verið að skrifa þér mörg bréf en get aldrei sent þau í pósti. Mér þykir fyrir því. Ég veit að ég flúði, flúði heimahagana. Þetta átti bara ekkert við mig, mér leið illa. Ég fór á meðan þú svafst, þú svafst svo friðsællega. Ég kíkti líka á Fanneyju, hún er alveg eins og þú. Ég blygðast mín líka því að ég hélt fram hjá þér, það er kannski raunverulega ástæðan fyrir för minni. Ég veit að þú átt aldrei eftir að finna mig því að ég er núna í öðru landi. Þar kynntist í hjákonu minni. Mér þykir fyrir því ef ég hef sært þig. Kannski þér langi að vita ástæðuna fyrir framhjáhaldi mínu en ég hef engin góð rök. Ég fannst ég ekki nógu og frjáls hjá þér, fann aldrei þessa hlýju sem allir tala um. Ég veit að þú ert eða varst þunglynd en ég gat samt aldrei tekið tillit til þess vegna þess að mér fannst að þó að þú værir veik að þá gætir þú sýnt smá umhyggju.
Verona sýndi mér það sem ég hafði alltaf þráð. Ég féll strax fyrir því, ekki henni sjálfri, heldur því sem hún bauð mér upp á. Ég hafði aldrei verið umvafinn hlýjum örmum fyrr en ég kynntist henni. Við kynntumst á hestasýningu. Þú veist hve mikið ég er fyrir hesta, þeir eru mitt lifibrauð. Þeir voru líka verulega hjartfólgnir Veronu. Pabbi hennar átti hestabúgarð, það var einn af þeim hlutum sem heilluðu mig mjög mikið. Verona varð ólétt eftir mig, hún fæddi stúlku. Hún var skírð Laufey. Ég hef alltaf verið svo hrifinn af þeim nöfnum sem enda á ey, enda heitir þú Þórey. Ég hef bara alltaf kallað þig Lísu vegna þess að þú áttir svo mörg blóm sem hétu Lísa eða Lilja. Þú hélst svo mikið upp á Lísu nafnið að ég fór að kalla þig Lísu.
En Verona dó einu ári eftir að Laufey fæddist. Hún dó vegna sjúkdóms, hvítblæði. Mér þykir sárt að segja það en það tók ekki mikið á mig því að ég hafði í raun aldrei elskað hana heldur allt sem var í kringum hana svo sem hestarnir, faðir hennar, heimili hennar og þess konar hlutir. Hún sjálf heillaði mig aldrei verulega en ég komst að því eftir að hún dó, aðallega vegna þess hve lítið það tók á mig þegar hún dó. Auðvitað þótti mér vænt um hana en ég elskaði hana aldrei eins og ég elskaði þig.
Ég reyni alltaf að gera mér það í hugarlund hvernig Fanney líti út núna. Það eru tíu ár síðan ég sá hana seinast, reyndar hef ég heldur ekki séð þig í jafn langan tíma. Ég sakna ykkar auðvitað en ég blygðast mín of mikið til að koma til baka. Þið eruð örugglega búin að koma ykkur upp ykkar eigið líf, ég meina Fanney er orðin 17 ára og örugglega komin með einhvern upp á arminn. Laufey er aðeins fjórtán ára. Hún hefur samt ekki tengst mér eins vel og Fanney gerði enda gerðum við margt með henni, meira en aðrir gerðu með börnum sínum. Við þóttum úrvals forledrar en ég sveik það, mér þykir fyrir þvi.
Fyrirgefðu mér hvað ég hef gert þér. Bara ef ég gæti séð þig einu sinni enn því að ég hef ávallt elskað þig inni í hjarta mínu, ég bara fattaði það ekki fyrr en Verona dó og ég hef aldrei þorað að koma heim vegna blygðunar. –Fyrirgefðu mér, gerðu það.

Kveðja, Jóhannes.

P.s. Það kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi ekki senda þetta bréf því að ég hef ætlað að senda þér bréf í níu ár en öll bréfin sem ég hef skrifað liggja niðri í skúffunni minni. Ég undrast ekki það að þetta lendi þar líka.