**Hér er saga sem ég samdi fyrir þremur árum, ekki mitt besta verk en ágæt til síns brúks, vonandi hafið þið gaman af ;)**
————

Fanney gekk inn í herbergið sitt, kastaði jakkanum á rúmið og henti töskunni á gólfið! Þetta hafði verið hræðilegur dagur! Hún hafði sofið yfir sig og mætt alltof seint í tíma hjá Arnþóru enskukennara sem ofan á allt annað var í pirruðu skapi og alls ekki hrifin af þeim sem mættu seint! Á leiðinni í þriðja tíma hafði hún svo stigið í vatnspoll og runnið beint á óæðri endann fyrir framan flesta bekkjarfélagana sem höfðu hlegið sig máttlausa. Svo þegar hún hafði komið í seinasta tíma fyrir hádegi áttaði hún sig á því að hún hafði gleymt verkefninu sem átti að skila í dag og það gilti til einkunnar sem þýddi að hún fengi mínus fyrir að skila of seint. Eins og það hefði ekki verið nóg þá hafði sprungið á bílnum hennar á leiðinni heim úr skólanum og það á fjölförnustu götu bæjarins þar sem allir sem keyrðu framhjá gátu séð hana brasa við að skipta um dekk í fyrsta skipti, sem gekk ekki vel. Til að toppa það fékk hún í sig slatta af vatnsblöðrum frá litla orminum Hilmari, bróðir hennar, um leið og hún steig út úr bílnum á planinu heima hjá sér. Nú var hún loks komin heim og var þess fullviss að deginum frá helvíti væri loks lokið. Hún leit á klukkuna, hún var farin að ganga sex hún ákveður að fá sér eithvað í svanginn finna sér góða bók til að taka með sér í bað og slappa af í heitu baði með góða tónlist í græjunum. Á því augnabliki koma mamma og pabbi Fanneyjar heim og mamma hennar segir henni að þau séu að fara í matarboð og að litli bróðir hennar ætli að gista hjá vini sínum. Mamma hennar spyr hvort henni sé ekki sama þótt hún panti sér pizzu og verði heima! Fanney brosir með sjálfri sér og samþykkir það í flýti. Þetta eru bestu fréttir sem hún hefur fengið í allan dag, engir foreldrar, enginn litli bróðir og pizza. Frábært, dagurinn er loks farinn að batna. Hún ákveður að bíða eftir að liðið fari áður en hún fer í bað! Þegar þau fara loksins þá pantar hún pizzuna, hún finnur uppáhalds- geisladiskinn sinn og setur hann í ferðatækið inn á baði. Hún setur axlarsítt svart hárið upp í geðveikislegan hnút og fer úr buxunum og peysunni. Svo fer hún í bókahilluna og finnur einhverja ástarvellusögu til að lesa í baði. Hún fer með bókina og gsm- símann inn á bað og lætur renna í baðið, en þegar hún sér sig í speglinum bregðir henni við, nefið er þakið í fílapenslum og það er liðið svolítið síðan hún plokkaði augabrúnirnar. Hún ákveður að plokka augabrúnirnar og kreista fílapenslana þó að húðin fari í klessu við þær aðfarir. Hún drífur sig í verkið og áður en hún veit af þá eru augabrúnirnar orðnar fínar og nefið fílapenslalaust en að sama skapi rautt og þrútið, einnig er baðið til og hún setur lítið handklæði á gólfið og ætlar að fara úr nærfötunum þegar dyrabjallan hringir hún ætlar fyrst að hunsa það en man svo eftir því að hún hafði pantað sér pizzu. Hún hleypur til dyra en þegar hún ætlar að fara að opna þá man hún að hún er á nærfötunum. Hún kallar að dyrunum, “ég er að koma” og svipast um eftir einhverju til að hylja nekt sína, en sér ekkert nothæft fyrr en hún sér jakka pabba síns á herðatrénu, hún drífur sig í hann og rennir upp, jakkinn nær að vísu ekki nema niður á læri en það verður að duga ákveður hún og opnar. Fyrir utan stendur pizzusendillinn með pizzukassann og gosið, hún stirðnar upp af skelfingu og fölnar þegar hún sér hver þetta er, þetta er Þórir bekkjarbróðir hennar sem hún er búin að vera hrifin af síðan skólinn byrjaði, en hafði enn ekkert þorað að gera í málinu. Hún jafnar sig og heilsar, hann glottir og heilsar, þá áttar hún sig á því hverju hún er í og blóðroðnar. Hann réttir henni pizzuna og hún nær í peninginn, hann segir glottandi: “ætlaru að segja mér afhverju þú ert svona útlítandi eða á ég að láta mér detta eitthvað sjálfur í hug, ég get alveg lofað þér því að mín útgáfa verður meira krassandi!” Fanney roðnaði enn meira og stamaði því út úr sér að hún hefði verið á leiðinni í bað og hefði gleymt því að það væri pizza á leiðinni og verið orðin fáklædd og gripið það sem var við hendina! Þórir glottir enn og segir:”einmitt það já, allt í lagi, þýðir það að þú sért nakin undir jakkanum??” Fanney greip fyrir andlitið og sagði “nei, ég sko..” Þórir glottir og segir :”þetta er í lagi mér kemur þetta ekki við, sé þig á morgun” Svo hleypur hann út í sendlabílinn og brunar burt. Fanney lokar hurðinni hleypur inn á bað og fær næstum taugaáfall þegar hún sér sjálfa sig í speglinum, andlitið rautt, nefið þrútið, hárið allt út í loftið og hún svört undir augunum! Fanney hringir í taugaáfalli í tvær vinkonur sínar og segir þeim frá þessum hörmulega degi! Þær ákveða að koma til hennar og dagurinn endar á því að vinkonurnar þrjár hlægja að öllu saman! Fanney er samt þess fullviss að hún geti alls ekki farið í skólann daginn eftir! Hún gerði sig að fífli á allan hátt! En lífið heldur áfram þrátt fyrir stundum fari allt úrskeiðis ;)
I can resist everything except temptation,