ANNAR KAFLI

Birtan leið og Dimma var að skella á. R.X. sýndi mér fylgsnið sitt. Fylgsnið var inn á geymslu fyrir litla tvífættlinga (leikskóli). Í kringum geymslunna var há girðing til þess að litlu tvífættlingarnir sleppi ekki út. Hundar eru bannaðir þarna inni. Þess vegna dettur hundafangaranum ekki í hug að fara þangað. (Hver svo sem hann er!). Þetta var fullkomið fylgsn (fyrir R.X). Við sváfum þar um Dimmuna. Birtuna eftir vaknaði ég við ofboðlega mikinn hávaða í litlum tvífættlingum. R.X. var líka vaknaður og gelti mér að þetta væri vekjara klukkan hans. Þetta var víst alltaf svona þar sem litlir tvífættlingar voru.
,, Þú þarft að finna þér fylgsn við þitt hæfi. Ég er vanur þessu því ég ólst hér upp, en þér líkar þetta víst ekki vel. Er það nokkuð?” Gelti R.X..
,, Nei reyndar ekki… En ég þarf þá að fara að leita, því annars finn ég það aldrei! Við sjáumst síðar. Bæ.” Gelti ég og fór.
Ég áhvað að ganga um svæðið, sem hét (og heitir en) Kópavogur. En á þeirri göngu fann ég engann kóp! “Bara” Frábært fylgsn. Það var undir planka sem lá í hring niður af öðrum planka, sem var fastur við risa stórt blátt hús. Á og undir seinni plankanum voru “sofandi skrímsli á hjólum”. Þau kallast víst bílar. R.X. gelti að þetta væri frumleg hugmynd, því enginn annar hundur hefði áður fundið fylgsn í Smáralind. (húsið hét það). En þess vegna kallaði ég fylgsnið mitt: “Smáralindarbílabrekku”.

Birtur og Dimmur liðu og ég lærði stöðugt eitthvað nýtt. Sumt af R.X. og annað upp á eigin spítur. T.d. fann ég hús full af mat. Þar gat ég tekið mat af vild! Þar var mér heilsað með undalegum “geltum” en samt “kurteislegum”. Td. Er oft heilsað með orðunum: ,, Fjárinn hundspottið er komið!” ,, Hey Seppinn er kominn… Aftur!” ,, Út með þig Snati!” og síðast en ekki síst
,, Mamma Hringskotti er að taka úr kerrunni okkar!”. En ég heilsaði altaf jafn kurteislega og þakkaði fyrir síðast… með gelt. R.X. kendi mér svo að tvífættlur vilja ekki mat sem hundar hafa sleikt. En við komumst samt yfirleitt upp með flest allt því fólki fannst við svo litlir og sætir!


En núna í lokin vil ég leiðrétta smá miskiling: ég vil vita hvað öðrum finnst um sögunna og ef einhver fynnur stafsetningar og málvillur þá vil ég vita af þeim!!!

Kv. Regí
-