Þetta er dálítið langt, en greinaskilin í sögunni minni ætluðu aldrei að koma :) é gsegji það bara hreynt út að það er dálítill væmin hluti þarna…ehem….4.kafli

Anima fann fyrir kulda. Hvað hafði hún verið þarna lengi? Marga tíma?
Henni fannst eins og heimurinn hefði flýtt sér aðeins of mikið.
Hægt og rólega leit hún í kringum sig, en passaði sig þó að líta ekki niður, og nuddaði handlegginn ósjálfrátt. Hann var allur dofinn og aumur.
Hún fitaði sig áfram í myrkrinu eins og blint barn þar til hún fann fyrir trénu sem hún hafði dottið úr, það var heitt. Undrandi og hrædd gægðist Anima út undan því og horfði á rjóðrið sem var en mettað reyk. Hún fann til vaxandi ótta um að það væri einhver þarna á lífi sem átti ekki að vera það.
Þá heyrði hún eitthvað undarlegt hljóð koma frá rjóðrinu. Það var eins og eitthvað væri að berjast við að ná andanum. Eitthvað dýr, það gat ekki annað verið því þetta var ekki mannlegt.
Sífelt jókst hrygglulegi andardrátturinn og Anima stóð föst í sömu sporunum. Þetta var ekki mannlegt. Það get ekki verið að þetta væri maður sem andaði svona.
Anima fór smátt og smátt að heyra rödd í andardráttinum eins og það væri einhver sem væri að þylja upp galdraþulu. Það fór hrollur um Animu þegar hún heyrði þessi hljóð. Þetta var meira en óhuggulegt, þetta var hræðilegt.
“Anny, komdu.”
Anima leit við og sá barnsdrauginn aftur. Það kom henni á óvart að hún var ekki eins hrædd og áður, réttara sagt létti henni við að heyra í barninu.
“komdu með mér Anny. Vertu ekki hrædd, ég gæti þín.” Röddin var svo róandi og brosið var svo rólegt að Anima gæti haldið að hún væri engill.
Barnið snér sér við og hljóp áfram. “komdu Anny, komdu með mér”
Án þess að hika hljóp Anima á eftir barninu eins og í leiðslu. Ljós lýsti af stúlkunni svo að Anima sá hana greinilega í myrkrinu. Hvað var hún?
Á meðan hún hljóp fannst henni hún vera alveg örugg gegn öllu. Allt sem hún hafði séð varð óskýrara því lengra sem hún hljóp með stelpunni. Allt það hræðilega sem hafði komið fyrir hana hvarf. Kannski var það þreytan sem gerði hana svona sljóa.
Stelpan hægði á sér þar til hún stansaði rétt fyrir framan útganginn á garðinum. Í birtunni af stelpunni sá Anima glitta í nafnið á garðinum á hliðinu. Núna loksins fannst henni eins og hún væri búin að sjá nóg. Hún vildi fá að vita hvað væri að gerast með hennar líf. Af hverju þetta væri allt að gerast og til hvers. Hún vildi fá skýringu. En áður en hún hafði komið upp nokkru orði kom Murk hlaupandi fyrir aftan hana. Hann var lafmóður og augun glittu í myrkrinu.
“hvað ertu að gera?” spurði hann á milli andardráttanna.
Anima leit á hann og hafði ekkert til að segja. Hún var viss um að ef hún reyndi að segja eitt orð myndi hún detta niður og gráta.
“hvað gerðist?” sagði Murk svo og leit grunnsamlega á hana. “ég heyrði sprengingu rétt eftir að ég fór.” Hann leit niður fyrir sig þegar hann sá hvernig Anima barðist við tárin.”fyrirgefðu.” sagði hann og skammaðist sín dálítið” ég skal ekki vera svona forvitinn. Segðu mér það bara seinna.”
Anima beit sig í vörina og andaði þungt að sér og klemmdi augun saman. Hún ætlaði ekki að fara að gráta, jafnvel eftir allt þetta sem hún hafði gengið í gegnum og þótt að henni sárkenndi til í handleggnum þá hafði hún hemil á sér.
“nei, þetta er allt í lagi, Murk. Ég bara…” Hún leiddi hugsanir sínar aftur að stelpudraugnum og leit á hliðið sem hún hafði staðið við, en þar var ekkert. Stelpan hafði kannski fælst þegar að Murk kom og horfið.
“hvað ertu að horfa á? Við getum ekki opnað hliðið, það er rammlæst. Ég reyndi að opna það áðan en lögreglumennirnir hafa örugglega læst því. Komdu, Blendore bíður eftir okkur.”
Anima leit á Murk sem beið eftir henni með óþolinmæðina vaxandi í augunum. Hún skildi ekkert af því sem var að gerast.
“ég verð að halda á þér því staðurinn er upp í tré þar sem enginn tekur eftir okkur. Það er ekki sérlega langt þangað.” Sagði Murk og rétti henni hendina. Hann var feginn að það væri myrkur því hann roðnaði gjörsamlega upp í hársrætur. Af hverju þurfti hann alltaf að roðna svona?
Anima tók í hendina á honum og hann lyfti henni varlega upp. Á næsta andartaki var hann kominn upp í eitt tréð með hana í fanginu.
“haltu þér fast, því við förum hratt yfir”
Anima tók þéttingsfast um hálsinn á honum og gat ekki annað en dáðst hversu fimur hann var og sterkur. Jafnvel hún, þessi þrjóska stelpa vildi gefa allt í veröldinni til að vera hjá þessum fima og fallega stráki að eilífu.

Murk klifraði tré eftir tré án þess að líta á Animu. Honum fannst eins og þúsund fiðrildi væri flögrandi í maganum á sér og honum var heitt þótt það væri frekar kalt í veðri. Kannski var hann svangur. Og hann hafði líka verið á hlaupum í allt kvöld, það gæti stafað af hitanum.
Hann vildi ekki viðurkenna fyrir sjálfum sér af hverju hitinn og fiðringurinn í maganum stafaði af. Hann vissi það mætavel en þorði ekki að viðurkenna það.
Hann leit á Animu sem horfði á móti honum með óttablandinn svip en leit strax upp aftur. Honum leið svo illa þegar hann sá hana svona, en hann mátti ekki láta umhyggjuna sýna sig og vorkunina. Þá yrði hann aftur eins og hann var þegar hann missti allt og hann mátti ekki láta það gerast.

Eftir stutta stund voru þau komin í stórt rjóður. Í miðju rjóðrinu var stórt gamalt tré sem var umvafið laufum og greinum sem skinu í tunglsljósinu eins og silki.
Anima var dolfallin þegar hún sá tréð, það var fallegt og alveg eins og það væri klippt úr einhverju ævintýri. Hún yrði ekki hissa ef það færi að tala.
Murk steig niður á jörðina og Anima sleppti takinu á honum og horfði á tréð.
“Er Blendore þarna uppi?“ spurði hún Murk sem hristi hausinn játandi.
“við skulum drífa okkur áður en einhver sér okkur.”Sagði hann svo og dróg Animu með sér að trénu.
Þegar þau komu að trénu sá Anima að það var ekki ein einasta grein til að klifra upp eftir til að komast upp tréð.
“hvernig eigum við að komast upp?” spurði hún Murk. Hann svaraði ekki en bankaði 3 í tréð og lítill pallur kom sígandi niður. Anima brosti yfir fávisku sinni og fór fyrst upp á pallinn og var toguð upp þar sem Blendore tók á móti henni. Stuttu á eftir kom Murk klifrandi upp eins og ekkert væri.
Uppi í trénu var lítill kofi og hengibrú sem lá yfir að pallinum sem Anima, Murk og Blendore stóðu á. Þau löbbuðu yfir hengibrúnna og að kofanum hinumegin sem var allur úr timbri. Murk opnaði hurðina sem féll vel við veggina og gekk inn með Blendore og Animu á hælunum. Inn í kofanum var nóg rúm fyrir 5 manneskjur. Það var eitt rúm og borð út í horni sem var beint á móti eina glugganum þarna inni, stór kista var þarna líka með hengilás og tvær litlar hillur sem voru með allskonar dóti á.
“vá, eigið þið þetta?” spurði Anima og leit á Murk og Blendore sem hristu báðir hausinn játandi.
“þetta er frábært. Haldið þið að lögreglumennirnir sjái okkur ekki hér? Ég meina, þetta er frábært og flott og allt það en er þetta öruggur staður til að fela sig á?”
“já, þetta er öruggt” sagði Murk og sast á rúmið og lokaði augunum. Blendore var að taka bedda fram undan rúminu. “þú verður að vera hér í nótt og svo geturu farið heim á morgun. Þú getur valið hvort þú sefurðu í rúminu eða á beddanum. En svo geturu sofið á gólfinu líka, en það er frekar kalt.” Hann brosti og dró fram teppi og sængur undan rúminu.
“hvar sefur þú þá?” spurði Anima og fór úr skónum eins og Murk gerði.
“ég sef yfirleitt á beddanum.” Sagði Blendore.
Anima fann til feimni þegar hún stóð þarna. Hún átti í basli með að velja.
“ég skal bara sofa í rúminu.” Sagði hún eins kæruleysislega og henni var unnt og reyndi eins og hún gat að hylja andlitið sem var sótrautt af feimni.
Blendore yppti öxlum og lét koddann og sængina upp í rúmið en lagðist sjálfur á beddann. Anima fór undir sængina og reyndi að sofna, en það var erfitt. Allt það sem hafði gerst þessa nótt ryfjaðist upp fyrir henni á einni sekúndu. Hún bylti sér á hliðina og reyndi að hugsa um eitthvað annað en þá skaust alltaf sama spurningin upp í kollinn á henni.
“hvað var að gerast?”
Hún var of þreytt til að pæla í því og verkurinn í handleggnum var óþolandi og sársaukafullur. Hún fann svo til.

Murk sast upp og leit á Blendore og Animu. Þau voru bæði sofandi. Hann fór hægt og rólega úr rúminu og fór í skóna við fótgaflinn. Svo læddist hann að útihurðinni og opnaði hana varlega. Köld golan kom á móti honum og hann dró djúpt andann. Það var best að vera einn, það var alltaf best að vera einn.
Hann fór út á hengibrúna og sast þar niður. Stjörnurnar glitruðu á himninum og tunglið var fullt. Hann mundi þegar pabbi hans hafði sagt honum söguna um manninn í tunglinu. Manninn sem gat séð allt sem gerðist í heiminum með því að horfa niður. Þannig hafði hann alltaf litið á pabba sinn, mann sem vissi alltaf allt sem væri að gerast og vissi alla hluti. Hann hafði alltaf komið fyrstur með fréttirnar heim og hló alltaf þegar fréttaþulurinn sagði það sama og hann gerði. Hann var alltaf gaman samur og gerði aldrei alvöru úr neinu nema í eitt skipti þegar þeir voru saman eitt kvöldið upp í sveit.
“Murk” sagði hann.”allar þessar stjörnur og allt þetta myrkur sem þú sérð er eins og týnd veröld. Þú veist ekkert hvert þú ert að fara né hvar þú ert staddur. Ljós er eina leiðin Murk, eina leiðin.”
Murk mundi vel eftir þessum orðum. Faðir hans hafði sagt honum þau rétt eftir að hann dó fyrir 3 árum. 3 ár var langur tími, en allt of stuttur fyrir Murk. Hann mundi allt eins og það hafði gerst í gær, daginn sem faðir hans dó, daginn sem móðir hans dó, daginn sem systir hans dó og bróðir hans. Þetta var eins og stimplað í minnið hjá honum.
“Murk?”
Murk leit við og brá ekki vitund þegar hann sá Animu. Hann brosti út í annað munnvikið
“hvað?”
Anima sast niður hjá honum en leit ekki á hann.
“um hvað varstu að hugsa?” sagði hún.
“ekkert” sagði Murk snöggt. Hann kærði sig ekki um að Anima færi að hnusast í hans einkamál frekar en einhver annar.
”alls ekkert.”
Anima vissi að hann væri að fela eitthvað og Murk vissi að Anima myndi spyrja hann spjörunum úr.
“við skulum koma inn” sagði Murk og stóð hratt upp svo hann var næstum dottinn.
“já” Anima nuddaði á sér handlegginn áður en hún stóð upp og Murk tók eftir því.
“má ég sjá handlegginn.”
“nei, þetta er bara smá stingur.”
“má ég sjá hann.” Sagði Murk strangur og Anima rétti fram handlegginn. Hún gretti sig af sársauka þegar hún rétti úr honum.
“af hverju léstu mig ekki vita.” Sagði hann þegar hann strauk á henni handlegginn í myrkrinu.
“vita af hverju?” sagði Anima og leit í augun á Murk sem glóðu í myrkrinu.
“að þú værir sár á handleggnum.”
Anima leit furðulostin á hann.
“hvernig gastu séð það í myrkrinu? Ég hélt að ég væri bara eitthvað aum þegar ég datt úr trénu þegar sprengingin var.”
“ég get séð í myrkri, Anima. Komdu, ég ætla að sýna þér eitt.”
Anima leit furðulostin á handleggin á sér sem hún rétt svo greindi í myrkrinu. Hún sá ekkert á hann. Murk leiddi hana með sér í átt að pallinum.
“við erum fleirri.” Sagði hann og steig á pallinn og bað Animu um að gera það líka. Hann tók í bandið sem hékk við hliðin á pallinum og togaði í það.
Smátt og smátt hífðust þau hærra upp í tréð þar til þau voru komin svo hátt að þau sáu ekki lengur brúna. Þá stoppaði Murk og bað Animu um að stíga af.
Henni til undrunar sá hún pall við hliðin á sér sem hún hafði ekki séð og steig á hann. Murk batt kaðalinn við eina greinina og leiddi svo Animu lengra út á pallinn þar til þau komu að enda hans.
“bíddu hér í smá stund. Ég kem aftur.” Sagði Murk og hljóp út í myrkrið.
Stuttu síðar kom hann aftur en þá var hann á öðrum palli sem dróst eftir láréttri línu. Hann notaði hendurnar til að draga sig áfram þar til hann stansaði nálægt pallinum sem Anima var á.
“komdu, við verðum að drífa okkur. Stígðu rólega á því það er ekki auðvelt að halda jafnvægi á þessum palli.”
Anima steig á pallinn sem ruggaði óhuggulega undir fótum hennar, en hún tók í sig kjarka og hoppaði á. Sem betur fer var Murk viðbúinn og gat stillt pallinn svo honum hvolfdi ekki. Anima reyndi að hjálpa Murk við að toga pallinn áfram, en hætti því fljótt þegar sársaukinn í hendinni jókst um helming.
Þau voru komin að öðrum palli sem var miklu stærri en hinir allir til samans. Og á miðjum pallinum var lítill kofi, margsinnis fallegri en hinn var.
Anima var farin að taka eftir því að þetta allt sem var búið að byggja í þessu tré var allt svo passlegt. Það var hvergi grein sem hún hafði rekist á allann tímann, ekki einu sinni laufblað. Hún hætti að hugsa um það þegar hún kom að kofa dyrunum.
Murk labbaði inn og Anima á eftir. Það fyrsta sem hún sá var stelpa sem sat í stól við borð og var að skrifa á blað í daufu kertaljósi. Hún hafði enn ekki tekið eftir þeim þótt það hafði ýskrað dálítið í hurðinni.
“Woodey. “ sagði Murk og stelpan hrökk við og leit á þau annars hugar.
“ó, fyrirgefðu. Ég var bara…” byrjaði hún en Murk greip fram í. “hún meiddist. Gætirðu kíkt á það. ég held að það sé ekki alvarlegt.”
Anima virti stelpuna fyrir sér. Hún var dökk yfirlitin með brúnt slétt hár og með brún stór augu og líktist helst indíána. Hún brosti breytt. Hún var með skjannahvítar tennur.
“hvar er sárið?” spurði hún.
Anima bennti á olnbogann.
“komdu í ljósið svo ég sjái þetta betur”
hún settist á borð brúnina og rétti úr handleggnum þótt það var hræðilega vont.
Hún varð mjög undrandi þegar hún sá þetta heljarsár á handleggnum á sér. Hún var marin frá olnboga og upp að öxl og það var risastór skurður sem bætti ekki úr skák.
“Murk, ég þarf vatn og eitthvað sem sótthreynsar, edik eða spritt. Geturðu reddað því?”
Murk kinkaði kolli og hljóp út.
Woodey gekk að einni hillunni sem var þar inni og tók handklæði, nál og tvinna. Það fór hrollur um Animu þegar hún sá nálina.
“kanntu á þetta?” sagði Anima og horfði stíft á nálina í hendinni á Woodey. Hún brosti og sagði “mamma mín og pabbi eru læknar. Þau kenndu mér á hitt og þetta þegar ég var minni. Ég játa að ég er enginn snillingur með nálar en það er þó betra að loka þessu sári áður en það grær í því. Og þá get ég sagt þér að það er vont að vera með sár sem grær í.”
Anima tók eftir því að hún var alblóðug um hendurnar og buxurnar voru flekkóttar af blóði og peysan. Skrítið að hún hafði ekki tekið eftir því að henni blæddi, sem betur fer ekki mikið.
“hvað heitir þú fullu nafni? Ég heiti Anima Wolf.”
“Woodey Bloom. En ég er oftast kölluð Wendy. En stundum er ég líka kölluð Hendy Wendy því ég kann sitt hvað í lækningum.” Anima brosti að nafninu. Að hugsa sér að vera kölluð Hendy Wendy.
“ertu búin að vera hérna lengi?”
Woodey leit á hana og sagði stuttarlega.”mamma og pabbi ráku mig út.”
Anima varð ekki lítið hissa.
“ráku þig út? Til hvers?”
Woodey andaði þungt frá sér.” Ég bjó hjá strangtrúaðri kristni fjölskyldu. Það mátti ekki heyra eitt orð um galdra eða yfirnáttúrulega hluti þá varð allt vitlaust. Þú getur rétt ýmindað þér hvað gerðist þegar ég sagði þeim að ég gæti galdrað.”
Woodey leit á handlegginn á Animu.“ það munaði minnstu að ég fengi einn svona skurð á handlegginn. Mamma henti mér bókstaflega út og dótinu mínu, sem voru ekki nema nokkur föt og ég lenti næstum á grindverkinu fyrir framan dyrnar.”
“leið þér ekki illa?” spurði Anima samúðarfull.
“nei, ekki beint. Mér létti réttara sagt. Ég veit ekki af hverju en mér leið ekkert illa og ég varð ekkert reið. Ég kom hingað í garðinn og ákvað að búa bara hér og gerði þetta tré.”
“gerðir þú þetta tré?” spurði Anima og glápti á Woodey sem virtist ekkert taka eftir því. Woodey hafði gert tréð, þess vegna hafði Anima ekki rekist á eina einustu grein. Þetta tré var hannað til að búa í því.
“já, ég gerði það að hluta til, ég bætti það upp smátt og smátt. Hvernig finnst þér það?” Woodey brosti þegar Anima starði á hana.
“ég tek þetta sem já.” Sagði hún og tók óhreinindi úr sárinu varlega.
Wendy var enn að skoða sárið þegar Murk kom inn með spritt og vatn í flösku.
“þarftu eitthvað meira? Ég þarf að láta Blendore vita að við erum hér áður en hann ferst úr áhyggjum.”
“hann hlýtur að vita það. Hvar annarstaðar ættum við að vera?”
Murk sast á rúmið sem var meiri hlutann falinn bak við skápinn og glotti.
“þú hefur ekki hugmynd um hvað við lentum í í kvöld. Við hittum lögregluna og vorum nærri skotin niður. Svo varð sprenging og þeir dóu allir nema sex og….”
“dóu þeir allir?” spurði Anima og leit hratt á Murk.
“nei, sex lifðu af. Þeir stóðu bara í rjóðrinu og voru að tala saman þegar ég var á leiðinni til baka með vatnið og sprittið. Þeir virtust ekkert sorgmæddir, þeir hlóu meir að segja. “
“sástu beinagrindurnar á jörðinni?” sagði Anima og hryllti sig við tilhugsunina.
“nei, það voru engar þar sem ég sá….af hverju ertu að spyrja að því?” sagði Murk hissa. Hann hafði ekki séð eina einustu.
“það voru beinagrindur á jörðinni þegar ég var þar, rétt eftir sprenginguna. Þú hlýtur að hafa séð þær. Þær voru í rjóðrinu.”
“Anima, þú hlýtur að vera eitthvað vönkuð eftir fallið. Það voru engar beinagrindur á jörðinni. Og ef þær hefðu verið þar væru þær í molum af sprenginguni.”
“en hvernig veistu þá að allir hinir dóu.?”sagði Anima.
“mennirnir voru að tala um það. Þeir sögðu að hinir væru allir dauðir. Æ, verum ekki að tala um þetta. Þetta er að verða óhuggulegt. Woodey ég skal útskýra þetta seinna” Woodey hafði allann tímann horft á Animu og Murk til skiptist og hafði ekki hugmynd um hvað þau voru að tala um.
Murk stóð upp og bjóst til að fara út þegar að Anima sagði:
“Murk, hvað eru skuggaverur?”
hann snéri sér að henni og sá spurnarsvipinn og forvitnina í augunum.
“við skulum ekki vera að tala um það núna…..ég…segji þér það seinna.” Hann stamaði einhverja afsökun og labbaði út og lokaði hljóðlega á eftir sér.
Anima sagði ekkert allann tímann sem að Woodey var að hreynsa sárið. Hún rétt svo náði að bíta á jaxlinn í nokkur skipti svo hún æpti ekki þegar að Woodey var að sauma hana.
Murk klifraði á hraðferð niður tréð og að kofanum sem Blendore svaf í og rykti upp hurðinni reiður á svipinn og með glóð í augunum.
Blendore rumskaði eitthvað en hreyfði sig ekki.
Murk beið ekki eftir að hann vaknaði heldur gekk hratt að honum og kippti honum úr rúminu og hristi hann harkalega.
“hvað ertað gera? Ég var að drey…”
“hvað sagðiru henni? Segðu mér það Blendore. Hvað sagðiru henni?”Murk henti Blendore á gólfið og hrópaði nærrum á hann.
“hvað sagðiru henni? Hvað í fjandanum varstu að segja henni?”
“segja hverri? Um hvað ertu að tala, ég…”
“Animu!!. Fjandinn, Blendore. Hvað sagðiru henni? Þú veist um hvað ég er að tala. Segðu það”
“ég var bara að segja henni frá skuggaverunum og…”
“sagðiru henni frá þeim? Ertu eitthvað verri? Veistu hvað í fjandanum þú varst að gera? Veistu það?”
Blendore hristi hausinn skelfdur á gólfinu með Murk standandi ógnandi yfir sér.
“þú varst að láta þá vita af okkur fáviti. Þess vegna var þessi sprenging í rjóðrinu sem við heyrðum. Þess vegna voru þeir sex sem lifðu af í rjóðrinu. Af hverju þarftu að vera svona mikill….djöfullinn, Blendore.”
Murk var farið að hitna og sparkaði í vegginn á kofanum af reiði. Nú væru þeir á eftir þeim öllum 4. Af hverju hafði Blendore ekki vit á því að halda sér saman. En auðvitað þurfti hann að tala einmitt um þetta ræðu efni í þau fáu skipti sem hann talaði við einhvern.
Murk henti sér í rúmið og andaði ört. Hræðilega langaði honum að líma saman á Blendore munninn.
“fyrirgefðu, Murk. Ég…ég vissi ekki að….”
“þú vissir það víst. Geturðu ekki hugsað áður en þú talar. Nú eru þeir um allann garð að leita að okkur og eru með lögregluna með sér í liði. Við getum ekkert farið.”
Blendore sast upp og lét hausinn liggja á höndunum á sér og stamaði
“ ég vissi ekki að þetta yrði svona hættulegt. Ég hélt að þér væri ekki alvara þegar þú sagðir að þeir myndu birtast ef við sögðum einhverjum frá þeim. Ég hélt að það væri ekki hægt. Ég gat ekki trúað þessu, Murk. Þetta getur ekki verið hægt.”
Murk horfði en upp í loftið. Hann trúði þessu varla sjálfur. Hvernig gátu einhverjar óraunverulegar verur verið til ef maður lét einhvern vita af þeim? Það væri rugl ef það væri satt. En það var það.
“fyrirgefðu, Murk. Ég….”
“Skiptir engu. Þetta er búið og gert. Við getum ekki farið til baka í tímann og breytt þessu. En gerðu eitt. Hugsaðu áður en þú talar. Það er skynsamlegt.”
Þögnin var löng og þvingandi sem fylgdi á eftir.
Blendore rauf þögnina.
“hvar er Anima?”
“hjá Woodey.” Sagði Murk stuttarlega.
Þeir sögðu ekkert meir þetta kvöld og sofnuðu í sitthvoru horninu í kofanum. Anima kom ekki aftur í kofann.
Vatn er gott