“AAAAAAAAAAAA!!!”
lögreglustjórinn kom hlaupandi að mönnum sínum eins og vitfyrringur en stansaði ekki fyrr en hann var kominn hálfvegis út úr hópnum og þar féll hann niður á grúf og barði í jörðina.
Allir litu furðulostnir á hann. Hvað í ósköpunum hafði komið fyrir. Hafði hann séð draug?
“eee…stjóri” sagði einn lögreglumannanna og ýtti varlega við honum eins og hann byggist við því að hann biti fótinn af sér.
Stjórinn stóð upp, og var en móður og eldrauður í framan, og horfði á öll þessi 3 andlit kringum sig sem voru öll með undrunarsvipinn.
“hvað gerðist?”
stjórinn leit á búttaða manninn og urraði.
“þau halda að það sé hægt að gera grín að mér, en ég skal sjá til þess að það verður ekki til lengdar. Hvað halda að þau séu eiginlega? Trúðar?. Ég skal kenna þeim að vera trúðar fyrir framan alþjóð. Litlu kvikindin. Ég skal sýna þeim hvar Davíð keypti ölið.”
“þess þarf alls ekki.”
Allir litu fyrir aftan lögreglustórann og sáu 3 skuggalega, hettuklæddar verur standa þarna hlið við hlið alveg sallarólegar. Og að þeim sýndist alveg öruggar með sig.
Þeir urðu dálítið hræddir við það eina að horfa á þær. En ef þeir hefðu vitað af andlitunum sem glottu og flissuðu undan hettunum hefðu þeir hiklaust tekið þau föst.
“takið þau föst á stundinni!!” urraði stjórinn svo að slefið spýttist út um allt.
Enginn hreyfði sig.
“ég er að gefa ykkur skipanir. Takið þau FÖST!!” öskraði hann nærrum.
Einn lögreglu þjónanna færði sig nær stjóranum með vasaljósið í hendinni og hvíslaði. “en hvað gerðu þau af sér, stjóri”
Það var eins og andlitið á stjóranum hefði umbreyst í eitthvað allt annað andlit.
“hvað…..gerðu….þau….af sér?” það sauð í honum.”ég skal sko segja þér það. þegar ég var þarna að skoða hvort að einhver væri fyrir aftan bekkinn komu þau þá ekki öskrandi og æpandi eins og….og skrímsli að mér og með….með hnífa í hendinni. Ég var heppinn að sleppa frá þeim því annars væri ég búinn að vera skorinn í búta. Svo takið þau föst!!!”
nú var farið að færast fjör í leikinn því mennirnir færðust hikandi að þeim. Auðvitað var þetta með hnífana ósatt, þau höfðu alls ekki verið með neitt á sér. Rétt áður en að stjórinn hafði tekið eftir þeim bak við bekkinn höfðu þau klætt sig í kufla sem að Murk átti. Hann hafði náð í þá í einu trénu í garðinum án þess að lögreglumennirnir höfðu tekið eftir því. Hann hafði hoppað á milli trjátoppa allann tímann.
En nú voru þau öll standandi þarna og biðu þess að einhver kæmi að taka þau föst. Eða reyndi að taka þau föst.
Lögreglu mennirnir gengu hægt að krökkunum eins og þau væru einhverjir óvættir, og héldu annari hendinni um byssurnar til öryggis.
Anima, Murk og Blendore litu hægt á hvort annað út undan hettunum. Þau voru komin í slæma klípu. Hvað í ósköpunum voru þeir að gera með byssur? Voru þeir ekki bara í eftirlitsferð?
Lögreglumennirnir komu nær og lýstu á þau. Ef þau ætluðu að sleppa urðu þau að gera eitthvað fljótt því þau höfðu sko ekkert roð við þessum byssum.
Blendore steig hikandi framm og byrjaði að mynda eld, í útréttum lófanum á sér, hægt og rólega svo að lögreglumennirnir gætu örugglega séð hvað það var sem hann var að gera. Hann ætlaði að sýna þeim að þau gætu gert sitthvað annað en að gefast upp.
Eins og Blendore hafði vonað, snarstönsuðu þeir og beindu allir vasaljósunum á hendina á honum eins og þeir trúðu ekki því sem þeir sáu. Þannig vanst tími fyrir Animu og Murk að hlaupa í burtu áður en lögreglumennirnir tækju eftir því en samt voru þau ekki komin nema örfá skref áður en að einn lögreglumannana gaf frá sér hróp og bað þau um að stansa. Þau heyrðu greinilegann smell í hlaðri byssunni.
Þau snéru sér rólega við skjálfandi á beinunum og gengu til baka og staðnæmdust bak við Blendore sem enn var með eldinn í grafkyrrum lófanum. Hann brosti undir hettunni.
Einn lögregluþjónanna sem var með hlaðna byssu gekk framm og sagði eitthvað sem enginn heyrði fyrir öskri sem kom frá hinum.
Blendore hafði myndað stórann eldbolta og kastað honum að lögreglumönnunum, langt framhjá þeim, en það dugði til að flýja eins og fætur toga.
“ hvað eigum við að gera?” sagði Anima og hljóp eins hratt og hún gat.
“ekki spyrja mig. Ekki ákvað ég að gera þetta.” Sagði Blendore við hliðin á henni móður.
Murk roðnaði.
Þau hlupu í átt að skóginum í garðinum með alla 4 lögreglumennina á hælunum á sér másandi eins og hunda.
Anima hefði getað breytt sér í hraðskreytt dýr eða fugl, en hún vildi ekki skilja Blendore eftir. Hann gat ekki ekki flúið eins og Murk og hún. Honum yrði náð, og hvernig átti hann að geta skýrt það út fyrir lögreglumönnunum að hann gat búið til eld í lófanum á sér?
Blendore var farinn að síga aftur úr af þreytu. Hann hafði kastað 5 öðrum eldboltum að mönnunum. Það var ekki ókeypis að nota eldinn. Að lokum hrasaði hann. Hann reyndi að reisa sig upp en gat það ekki. Hann var of máttfarinn.
“Blendore! Hoppaðu á bak”
Blendore leit á Animu sem hafði breytt sér í svartan hest.
“nei, þetta er allt í lagi. Ég get alveg…” hann reyndi að reisa sig upp en féll strax niður.
“Blendore, Murk hjálpar þér á bak.” Sagði Anima ströng.”þú ert að detta niður úr þreytu”
Blendore leit á hana. Jafnvel þó hún væri hestur sást greinilegur áhyggjuglampi í augunum á henni. Það þýddi ekkert að kvarta. Blendore hoppaði á bak, með hjálp Murk og þau hlupu áfram gegnum skóginn.
“þeir ná okkur” hrópaði Blendore og rýg hélt sér í faxið á Animu. “fjandi hlaupa þeir hratt” hrópaði hann svo að Murk gæti örugglega heyrt það, því hann var farinn að dragast aftur úr.
Murk leit við og jók hraðann og kallaði.” Ég fer upp í trén. Ég er fljótari þar uppi en niðri. Ég skal reyna að tefja fyrir þeim” Svo hljóp hann upp í eitt tréð og hvarf.
“þá erum við eftir” sagði Blendore og beygði sig niður út af grein sem kom þjótandi á móti honum.
“geturðu tafið fyrir þeim?” sagði Anima másandi. Hún var ekki vön að bera aðra á bakinu.
“ég veit það ekki. Þeir eru um það bil 15 núna.”
Blendore fann hvernig Animu brá.
”15!!” kallaði hún og reyndi að fara hraðar.”voru þeir ekki bara 4?”
“Ekki lengur. En ég skal reyna að tefja fyrir þeim eins lengi og ég get.” Blendore var enginn hesta maður svo hann átti í fullu fangi með að halda sér, og það gaf honum lítið tækifæri á því að mynda eld.
“hægðu aðeins á þér!.” Kallaði hann til Animu.
“þá ná þeir okkur.”
“við verðum bara að taka þá áhættu.”
Anima hægði á sér ákveðin, svo að Blendore náði að mynda einn eldbolta og kasta honum í átt að lögreglumönnunum sem voru ekki nema þrjá metra fyrir aftan þau.
Um leið og Blendore kastaði beygði Anima hratt til vinstri lengra inn í skóginn.
“ég get ekki meira” kallaði hún að Blendore. “ég er að farast úr þreytu. Þú verður að hlaupa sjálfur núna.”
Blendore svaraði ekki.
“Blendore!!” kallaði hún másandi. “ég sagði að þú verður að hlaupa sjálfur núna.”
Enn kom ekkert svar.
Anima stansaði snökt og breytti sér í flýti í sína upprunalegu mynd. Hún gat ekki meira, hjartað var á hundraði og lappirnar titruðu ósjálfrátt af þreytu.
Hún leit í kringum sig og sá Blendore liggja í grasinu með lokuð augun.
“ó, nei” hugsaði hún. Hann hafði notað alla sína krafta í eldboltann og núna lá hann þarna og gat ekkert gert. Hún gat ekki borið hann lengra og hún gat varla sjálf staðið í lappirnar.
“Murk!” kallaði hún. Hann varð að vera þarna.
“Murk!!”öskraði hún eins hátt og raddböndin leyfðu. Hvar var hann?
Anima heyrði í lögreglumönnunum koma nær. Hún hafði það einhvernveginn á tilfinninguni að hún vildi alls ekki lenda í klónum á þeim. Það var eitthvað inn í henni sem sagði að þau yrðu ekki bara tekinn föst heldur eitthvað miklu meira. Eitthvað hræðilegt.
Hún kraup hjá Blendore og sló hann utan undir. “vaknaðu. Gerðu það vaknaðu” sagði hún. Hún fann til ótta og hræðslu. Þau höfðu aldrei átt að gera þetta. Hún vissi að eitthvað alvarlegt myndi gerast ef hún væri þarna lengur.
“vaknaðu, Blendore.” Sagði hún og sló hann einu sinni en utan undir. Hann bærði ekki á sér.
“hvað er að?”
Anima kiptist til og leit fyrir aftan sig. Hún andaði léttar þegar hún sá að þetta var Murk.
“ekki láta mér bregða svona. Ég dó nærrum úr hræðslu” sagði hún reið og leit á Blendore. “hann vaknar ekki. Þú verður að taka hann.”
“en hvað um þig? Þeir ná þér” Murk gat ekki leynt hversu miklar áhyggjur hann hafði af henni.
Anima leit hneiksluð á hann. “ ég get breytt mér í dýr en þá. Ég er ekki alveg kraftalaus.”
Murk leit á hana. Hárið var úfið, fötin rifin, augun þreytuleg og hún skalf eins og hrísla. Nei, hún var örugglega ekki kraftalaus.
Murk tók undir handlegginn á Blendore og reisti hann upp. Hann var frekar léttur.
“ég fer þá.” Sagði hann og klifraði upp eitt tréð með Blendore hangandi á bakinu.
Anima heyrði í lögreglumönnunum koma nær. Hún breytti sér í flýti í íkorna og hljóp upp í eitt tréð og beið þar. Hún vildi sjá hvað gerðist.
Eftir smá stund komu mennirnir 19 talsins og leituðu í rjóðrinu sem Anima hafði stoppað í. Þeir voru allir í einkennisbúningum og með vasaljós sem þeir notuðu óspart í hvern runna og bak við hvert tré í rjóðrinu. Að lokum gaf einn skipun um að hætta og þeir söfnuðust allir saman.
“við finnum þau aldrei.”dæsti einn. “þetta er ógjörningur. Jafnvel þótt við kembdum svæðið finndum við þau ekki. “
“þú heldur það, já” sagði einn sem var með húfuna dregna niður fyrir augu og leit á manninn sem var nýbúinn að tala. “ það er allt hægt ef manni langar til þess…”
“enn ekki núna.”
“….eins lengi og maður nýtur þess.”
Það var eins og rjóðrið hefði sprungið. Anima datt meir að segja úr trénu, svo mikil var sprengingin. Jörðin nötraði öll og trén voru nærri fallinn niður. Eftir smá tíma hætti allt að hristast og Anima reisti sig upp og riðaði dálítið á fótunum eftir fallið. Hún fann ægilega til í hendinni eins og þúsund nálar væru að stinga hana. Hún beit í vörina til að stoppa tárin sem voru byrjuð að myndast. Hún ætlaði ekki að fara að gráta núna. Þá tók hún eftir því að hún var í sinni upprunnalegu mynd.
Hægt og rólega staulaðist hún að trénu og gægðist á bak við það á rjóðrið. Það var ekkert nema reykur.
Anima þorði ekki að fara lengra. Kannski væru þeir en þá þarna. Hún steig einu skrefi nær til að sjá betur en kippti að sér löppinni þegar hún heyrði eitthvað molna undan henni. Hún leit niður og var nærrum því hlaupin í burtu.
Hún hafði stigið á hauskúbu sem var en með nokkrar kjötægjur á sér. Og það rauk úr henni. Afgangurinn af beinagrindinni var hvergi sjáanlegur….aðeins einkennishúfa.
Anima leit í flýti upp aftur. Henni langaði ekki til að sjá þetta nánar. Hún hörfaði ósjálfrátt aftur á bak og tárin streymdi niður kinnarnar en í þetta skipti reyndu hún ekki að hindra það. Hún var of máttfarinn til að breyta sér og of hrædd til að geta flúið, hún stóð bara og starði beint fyrir framan sig eins og hún sægji ekki neitt.
Þessi nótt myndi aldrei líða úr minni hennar.
Vatn er gott