Hún hafði ekki verið að hugsa um annað en hvort hún ætti að fara heim en svarið varð alltaf það sama. Hún gat ekki farið heim. Það var eitthvað innra með henni sem studdi þann kost að vera á vappi í bænum heldur en að vera heima. En hún vildi samt vera heima, þótt hugsanir hennar voru ósamála því.
Hún fór aftur niður á torgið í garðinum. Hann var risastór og það voru meir að segja villt dýr í honum svo það var allt fullt af dýrum og fólki. En nú var það autt og hún lagðist þar á garðbekk sem var undir biluðum ljósastaur. Henni leið hræðilega. Hún vildi fara heim en gat það samt ekki af einhverjum ókiljanlegum ástæðum. Að sjálfsögðu vildi hún ekki sjá stelpuna aftur en það var eitthvað annað sem aftraði henni frá þessu. Eitthvað sem hún gat alls ekki útskýrt.
Það heyrðist í laufunum á trjánum í vindinum eins og lækjarniður. Anima leit í kringum sig. Hún vildi finna einhvern stað sem hún gæti hugsað í friði, og enginn finndi hana. Hún hljóp í átt að runnanum bakvið garðbekkinn og í gegnum hann. Það var nógu stórt pláss fyrir hana þar. Í einni svipan breytti hún sér í sína upprunnalegu mynd og lagðist niður. Það var svalt í veðri svo henni var ekkert rosa kalt og sofnaði.
“ekki vekja hana, maður. Passaðu þig. Þú ert enginn snillingur í þessu”
“hey, ég kann þetta alveg. Sérðu ekki að henni er kalt. Hún skelfur. Ég kann að fara með eld.”
“ég veit það, en bara. Heldurðu að hún sé ein af okkur. Ég sá hana breytast.”
Anima opnaði augun. Það fyrsta sem hún tók eftir voru 2 strákar sem sátu við hliðin á henni. Einn af þeim var dökkur á hörund með svart stuttklippt hár og með rafgul augu sem skinu í myrkrinu eins og tveir gullmolar. Hinn var stuttklipptur, rauðhærður og aðeins minni en hinn og með rauðbrún augu sem voru eins og eldslogar. Fyrst í stað tók Anima ekki eftir því hvað hann var með í hendinni en þegar hún leit á hana gapti hún. Strákurinn hélt á eld í hendinni sem lýsti rétt aðeins í kringum sig og gaf frá sér einkennilegann varma svo Animu hitnaði allri.
Þarna sátu þau starandi á hvert annað eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður þar til að rauðhærði strákurinn missti eldinn í grasið að þau rönkuðu við sér.
“hvað eru þið að…”byrjaði Anima en svarthærði strákurinn tók fram í fyrir henni.
“við sáum þig áðan og…”
“hvað er klukkan?”sagði Anima snökkt.”hvað er ég búin að liggja hérna lengi?kom einhver draugur hérna?” hún nuddaði andlitið á sér af stressi. Hún var svo hrædd.
strákarnir litu hver á annann. Var hún eitthvað ruggluð?
Svarthærði strákurinn reysti sig upp. “ég skal gá hvað klukkan er. Og andaðu í réttum takt manneskja. Við erum engin skrímsli.” sagði hann og hristu hausinn efinn á hana um leið og hann hoppaði upp í eitt tréð og klifraði kattliðugur upp á örfáum sekúndum.
Anima var en með opinn munninn.“hvernig fór hann að þessu?” sagði hún en glápti enn á eldinn hjá stráknum en gat einhvernveginn ekki spurt hann hvernig hann gat haldið á honum. Henni fannst það eitthvað svo dónalegt.
“hann getur klifrað á öllu sem þú getur hugsað þér.” Sagði sá rauðhærði og hugaði að eldinum í grasinu, sem var ekki einu sinni sviðið. “Hann er líka fjandi liðugur. Ég man þegar hann átti að fara í próf í íþróttum og klifraði upp kaðalinn á 5 sekúndum. Hann fékk náttúrulega 10 á prófinu meðan að við hin fengum svona 5-6. Þá vissi hann ekki af hæfileikunum sem hann hafði. “ hann leit á hana. “við sáum þig breytast áðan.”
Anima roðnaði. Það var ekkert flott að sjá hana umbreytast. Hún varð stundum afskræmd í framan á meðan hún breyttist.
Svarthærði strákurinn kom aftur niður og settist við eldinn sem var farinn að vera stærri en það skein mjög lítið frá honum.
“þú hefur verið hérna í svona 1 tíma.”
“hvernig veistu það? og hvað voru þið að gera hér?” Anima leit á hann og vildi greinilega vita meira um hann.
Hann dæsti.”sko, við komum hérna og sáum þig umbreytast. Svo þegar að þú varst sofnuð þá leit ég á tunglið. Þannig að ég veit nákvæmlega hvað þú ert búin að vera hérna lengi. Eða svona nokkurnveginn.” Hann starði á eldinn. “hvað heitiru?”
“Anima Wolf. En hvað voru þið að gera hérna?”sagði Anima dálítið spennt, henni leist vel á þessa stráka. “og hvaðan komið þið?”
“segðu okkar fyrst allt um þig.”
Áður en Anima gat að því gert var hún búin að buna út úr sér hvar hún ætti heima, hvernig hún fattaði það að hún gæti breytt sér, drauginn, dýrinu sem hún bjargaði. En þegar hún sagði hvað mamma hennar og pabbi hétu var eins og reiðiglampi færðist yfir svarthærða strákinn en hún sannfærðist að það væri aðeins ýmindun. En loks endaði hún á því að segja frá dúfunum og af hverju hún væri hér.
“en segið mér nú frá ykkur.” Anima varð spennt á svipin og var í augnarblikinu alveg sama um stelpuna litlu sem hún hafði séð fyrr um daginn.
Þeir litu hver á annann eins og þeir vildu halda einhverju leyndu. Áttu þeir að segja henni allt saman? Allavega var hún eins og þeir.
Sá svarthærði tók til máls” ég heiti Rady Murk og hann heitir Blendore Ash og erum báðir 14 ára. Við hittumst fyrir 1 og hálfu ári. Við vissum ekkert af hæfileikunum okkar fyrr en þá, eða á sama tíma og þú fannst þína, svo við fórum að æfa okkur og það var að sjálfsögðu gaman og það ættir þú að vita.” Anima brosti.
“ég bý ekki hérna í þessum bæ, en hann gerir það. Hafið þið þá aldrei hist?” Rady Murk leit á Blendore og svo á Animu eins og hann vildi vita hvað þau hugsuðu. En þau hristu hausinn bæði neitandi. Þau voru viss um að hafa aldrei hist áður.
Þarna sátu þau eins og steinstyttur og sögðu ekkert. Vindurinn var að færast í aukana svo að eldurinn bærðist. Blendore hafði verið að stara í snarkandi logana eins og hann hefði ekkert að gera og dæsti við og við þar til hann leit á Murk með áhyggjuaugnaráði. Það var eins og hann skildi hann því hann spratt á fætur og hljóp í burtu eins og hendi væri veifað.
“hvert var hann að fara?”spurði Anima og reyndi að hlusta á fótatak hans en heyrði ekkert.
Blendore dæsti bara og leit í eldinn eins og hann byggist við að sjá púka hoppa þaðan út.
En loks sagði hann.”vissir þú að ef maður lítur í eldsloga getur maður séð örlög annara ef hann snarkar að fullu tungli?”
Anima hristi hausinn. “ég hef aldrei vitað það. En af hverju spyrðu? Sástu eitthvað í logunum?” Anima var farin að trúa honum dálítið. Enda gat hún ekki annað gert vist hann gat haldið á eldslogum í hendinni eins og ekkert væri.
Blendore leit alvarlega á hana. “þú trúir mér er það ekki? Ég meina um allt þetta.”
Anima var á báðum áttum. Hún trúði honum næstum og næstum ekki. Reyndar var hún fremur hrædd við hann fremur en að hún trúði honum. En samt var hún ekki viss að hann væri að segja satt. Kannski laug hann bara.
“jú, jú. Ég trúi þér.” Sagði hún og vonaðist til að þetta væri sannfærandi.
Honum létti.
“Anima.” Sagði hann svo rólega.” Ég sá áðan eitthvað í eldinum sem ég var ekki alveg viss um hvað var fyrr en ég fór að stara á hann.” Hann lokaði augunum og dró djúpt andann eins og til að losna við að segja þetta en hann tók á sig rögg og sagði
“hefurðu einhvern tíma heyrt um skuggaverurnar, Anima?”
hún hristi hausinn eins og barn sem vildi vita meira.
“skuggaverurnar? Ég hef aldrei heyrt á þær minnst”
það var eins og þungu hlassi væri hellt ofan á Blendore. “lestu aldrei neitt manneskja?” sagði hann argur og stækkaði eldinn svo hann gaf frá sér meiri varma, en birtan varð ekkert meiri við það.
Anima var dálítið hrædd við að sjá Blendore svona reiðann í framan í daufum eldslogunum. Hann leit svo miklu reiðilegri út þannig heldur en hann var í raun og veru. Hún skildi ekki hvað hafði gert hann svona argan.
Þau þögðu. Anima starði í laumi á eldinn eins og hún byggist við að sjá skuggaveru, en auðvitað sá hún ekkert.
Allt í einu skaust Murk til þeirra dálítið móður en settist ekki niður.
“vandamál” sagði hann einungis.
Anima leit undrandi á hann, en Blendore stóð upp.
“hvað gerðist?” spurði hann og vonaði hið besta.
“löggan. Ég held að hún sé á leiðinni hingað.” Sagði Murk og hló glettnislega. “Þeir eru u.þ.b. 20 í garðinum. Örugglega í eftirlitsferð, þeir verða hissa að sjá hvað við getum gert. Eigum við að sýna þeim það.?” Hann brosti breitt.
Anima kinkaði kolli ákaft til samþykkis. Henni langaði að sýna hvað hún gæti gert. En Blendore leit áhyggjufullur á eldinn.
“æ, við getum það ekki. Þeir myndu þekkja okkur, og svo mun mamma vera bálill ef hún fréttir það að ég hef verið úti klukkan 12 á nóttu til. Æ, ég veit það ekki.” Sagði hann þegar þau voru bæði með spenntar greipar og krupu fyrir framan hann. Hann lét sem hann sægji þau ekki og minnkaði eldinn svo hann gat haldið á honum í hendinni.
“æ, gerðu það. Við komumst ekkert nema að þeir sjái okkur hvort sem er. Svo höfum við ekki skemmt okkur neitt seinustu mánuði.” Bað Murk og Anima tók undir með það.
Blendore leit til skiptis á þau þar til hann gafst upp. Þau mundu hvort eð er ekki hlusta á hann.
“allt í lagi.” Sagði hann dálítið reiður.”en bara í þetta skiptið. Ég ætla ekki að láta ná mér. Murk þú veist hvað gerðist síðast.” Bætti hann svo snögglega við” Ég var heppinn að hafa ekki notað eldinn þá. Ég yrði grillaður á teini ef mamma vissi þetta.”
“já,já. Eigum við að fara” sagði Murk óþolinmóður.
Saman skriðu þau undan runnanum og skýldu sér bakvið garðbekkinn og biðu eftir að einhver lögreglumaður kæmi. Þau hlökkuðu öll til að gera eitthvað, að vísu ekkert alvarlegt, en eitthvað fyndið.
Eftir smá stund kom lögreglumaður framhjá ásamt þrem öðrum fyrir aftan sig. Allir voru þeir með vasaljós.
Einn búttaður maður hóstaði og sagði.”þau hljóta að vera hérna. Ég sá þau á eftirlitsvélunum. Ég er alveg viss.”
Hinir litu varfærinslega í kringum sig.
“þetta tekur heila eilífð að leita að þessum krakka gemlingum. Garðurinn er að minnsta kosti 3 kílómetrar að lengd.” Sagði einn gramur og lýsti á garðbekkinn snökkt. En það var eins og hann áttaði sig eftir nokkrar sekúndur hvað hann hafði séð því hann snarsnéri sér við og lýsti bekkinn upp á ný.
Þar var ekkert.
“hvað í…”
“hvað er nú að þér?” sagði maðurinn sem talaði fyrst og lýsti vasaljósinu framan í lögregluþjóninn sem lýsti en garðbekkinn upp og grandskoðaði hann eins og padda undir stækkunargleri.
“ég er viss um að það var einhver hérna. Örugglega krakkarnir. Kannski betlari. En verið á varðbergi. Við erum líka að leita að fleirrum en þeim, skilið.”
Allir muldruðu eitthvað sem átti að vera “já, stjóri”
Þeir fóru að skipta liði á staðnum.
“þú og hann farið þarna. Ég fer hingað og þú fer þangað.”
Allir voru þeir með vasaljósin á lofti eins og kilfur. Jafnvel stjórinn var taugaóstyrkur að sjá. Hann gekk bak við garðbekkinn og grandskoðaði allt þar. En það eina sem hann sá var lítill hundur. Það hafði þá verið hann sem hafði vakið athygli hans, ekki einhverjir krakkar.
Lögreglustjórinn beygði sig niður hjá hundinum og hvíslaði “halló, litli minn. Ertu einn? Greiið, komdu hérna. Ég skal láta þig fara á góðan stað í hundageymsluna. “
Það brá fyrir illgirnisglampa í augunum á honum. Hann meinti þetta greinilega ekki og Anima var ekki lengi að sjá það.
Vatn er gott