FLÆKINGSHUNDURINN


FYRSTI KAFLI.

Þetta byrjaði allt saman á því þegar ég frétti þær sorgarfréttir frá Týkrý að það ætti að farga mér af því að ég líktist ömmu minni henni Fjáru sem var Íslenskur Fjárhundur. Ég vissi að eigandinn gelti (eða sagði eins og þeir gelta) að faðir minn væri hreinræktaður Schafer þó hann væri hálfur Íslendings Fjári líkt og mamma gelti alltaf. Ég reyndi að gelta um vandamálið við bræður mína Flóka og Surt, en þeir skildu nákvænlega… EKKERT. Svo að lokum gat ég bara gelt um þetta við Týkrý, því Snjáldra hefði panicað af hræðslu og gelt mömmu (og í leiðinni eyðilagt allt því að mamma stóð yfirleitt með eigandanum) og Snotra hefði kanski bara fundist fínt að losna við þann sem síndi merki um að vera blandaður, því hún vill halda því fram að hún sé hreinræktuð því að ,, báðir“ foreldrar hennar eru hreinræktaðir, bara ekki sama tegund. Við Týkrý komumst að þeirri niðurstöðu að þó að væri flókið, erfitt og rosalega hættulegt, jaaa nánsast ógerlegt væri það eina lausnin… ég yrði að strjúka að heiman. Ég er að Schafer og Dóbermann hundaætt er ég harður af mér, því ákvað ég að freista gæfunnar. Ef ég léti lífið.. þá yrði það ekkert verra, það átti hvort sem er að lóga mér…

Ég man ekki hvernig ég komst út en það tókst og það er líka það eina sem skiptir máli. En samt efaðist ég, hvað kunni ég svo sem til að bjarga mér? Hvað ætlaðist ég til þess að einhver miskunnsamur samverji myndi bara birtast og leysa allann minn vanda?! Á hverju ætlaði ég að lifa? Ég sem var bara að verða tveggja máns! En fljótlega hætti ég að pæla í þessu því ég mætti Schafer hvolp, á svipuðum aldri og ég, og auðvitað byrjuðum við að geltast á eins og hunda er siður. Fljótlega vorum við orðnir bestu vinir, við slógumst í gamni, eins og við hefðum þekkst í heilan mána. Hann hét Rex og var viku yngri en ég. Ég lærði fullt af honum og við ákváðum að ég yrði kallaður eftir mesta slagsmála- og uppreisnarhundi sögunnar (sem var í mesta lagi fimm kuldar) sá hundur hét Djöfull og var kallaður Djöfull hinn mikli. Rex kallaði mig samt alltaf Djölfsa og ég kallaði hann R.X.
-