Sögupersónurnar
Kári: gaurinn sem á hina áhyggjufullu foreldra
Hildur: stelpan sem hlær mikið
Hilmar: vísindastrákurinn í hópnum
Kidda: frekjan sem vill fá sínu framgegnt
Ingvar: gaurinn sem tekið er lítið eftir
Anna Lilja: stelpan sem alltaf þarf að gera eitthvað
Jóhanna: Hin forvitna stelpa ásamt hinni áhyggjufullu stelpu
ég: fylgisveinn Jóhönnu aðallega
Erla: stelpan sem tekið er lítið eftir


Draumurinn byrjaði heima hjá Hildi og það var verið að hlusta á eurovision þegar allt í einu var dinglað. Hildur fór til dyra og kallaði svo “Kári Sveinsson”. Kári hljóp niður og fór að tala við einhvern, svo skellti hann hurðinni og gekk upp aftur. Jóhanna spurði hann hver þetta hefði verið og þá sagði hann að þetta hefði verið mamma sín og hún hefði bara komið of snemma svo hann hefði beðið hana að fara bara heim og koma aftur seinna. Allt í einu vorum við komin út og Anna Lilja og Kidda fóru að slást um einhverja húfu sem þær höfðu fundið á róluvellinum. Anna Lilja fékk húfuna en Kidda fór heim. Svo var hringt og Hildur svaraði í símann: “Góðann daginn, Hildur Ulfsen hér” svo talaði hún eitthvað og sagði svo “vertu bara sæll í bili”. Aftur spurði Jóhanna hver þetta hefði verið og Hildur sagði að þetta hefði verið pabbi Kára sem vildi fá að tala við hann, en Hildur vildi engann veginn leyfa honum það. Svo leið á nóttina, Kidda birtist og Ingvar fór heim, ásamt Kiddu, Steingerði og Erlu. Nú vorum við ekki svo mörg eftir, aðeins ég, Hilmar, Hildur, Kári, Anna Lilja og Jóhanna. Anna Lilja ákvað það að hún þyrfti nú endilega að fara að baka og dreif hún sig inn í eldhús og fann upskrift að einhverju gumsi og fór að baka. Hildur og Jóhanna drifu sig og settust fyrir framan sjónvarpið og fóru að syngja með einhverjum lögum á popptivi.
Ég hugsaði með mér að ég gæti ekki bara staðið þerna og glápið útí loftið svo ég tróð mér á milli þeirra. Nú stóðu Hilmar og Kári þarna hlið við hlið og fóru að tala um eikkað battlefield en allt í einu hljóp Hilmar út. Jóhanna sagði við mig að við ættum nú að hlaupa á eftir þér og gá hvað væri að. Við hlupum niður og út, á eftir Hilmari og allt í einu stoppaði hann og sagði: “ekki koma” við vorum ekki vissar afhverju og spurðum hann afhverju við mættum ekki koma, hann sagðir að hann vildi fá að vera einn í smástund. Við fórum aftur inn og fórum upp. Nú sátu Kári og Hildur þétt saman og voru að tala um osta. Anna Lilja sat soldið frá þeim og var að prjóna. Við settumst niður og töluðum við Önnu Lilju. Eftir nokkrar mínútur var Hilmar kominn aftur upp og sagðir við okkur að það hefði soldið hræðilegt gerst, og Hildur fór að hlægja en við hin spurðum: “hvað”? Hilmar sagði að það hefði komið upp neyðartilvik í útístöðvum nasa á Íslandi og að hann hefði verið kallaður til starfa. Svo sagðist Hilmar þurfa að fara, kyssti Kára bless, beint á munninn okkur hinum til mikillar undrunar og svo hljóp Hilmar, án þess að kveðja okkur hin, svo kom skært ljós og jamm ég vaknaði :D