shortcut á fyrri hlutann http://www.hugi.is/smasogur/greinar.php?grein_id=8006
Hvar eru peningarnir niðurkomnir, ertu með símanúmer hjá henni? spurði Tim.
Gene hugsaði stíft, hvað ætti hann að segja, hann langaði að spyrja Tim um fleiri möguleika en þá tvo sem hann hafði lagt honum. Svo kom það, “hvernig vissiru að það var hún, sem ég ætti að hringja í, ekki að segja að peningarnir séu þar niðurkomnir, en ég sagði aldrei hvort það hefði verið kona eða karl sem hjálpaði mér” sagði Gene og brosti eins og hann hefði unnið langa og erfiða skák.
Tim brosti, enn og aftur allt of rólegur fyrir smekk Gene, “það er alltaf kona, nú nema þú sért hommi?, og ekki taka það svo að ég hafi eitthvað á móti þeim, ég hef bara gert þetta nógu lengi til að vita að vitleysingar eins og þú falla alltaf fyrir greddu” sagði Tim, “og það er ekkert að því, það er eins mannlegt og hægt er að mínu mati”.
Gene fann fyrir meira vonleysi og hugsaði með sér að það eins sem hægt væri að gera í þessari stöðu væri þetta tvennt, sjá hvort þessar pyntingar væru eins slæmar og þessi Tim greinilega vildi að hann héldi eða að segja honum allt, og vona að hann myndi sleppa þá með skrekkinn. Vandamálið var hins vegar sú staðreynd að hann hafði ekkert sem staðfestingu á að hann væri að vinna fyrir yfirmann hans, hann gæti alveg eins hafa verið að fara stela þessu sjálfur en verið of seinn og séð sér þessa leið til að komast yfir þessar 8 milljónir.
Hann ákvað að reyna á sannleika Tims, “þú segist vinna fyrir yfirmann minn, og kemur með einhverja sniðuga setningu um að það séu tvær mismunandi manngerðir í þessu herbergi en ég þarf meira, ég þarf staðfestingu að þú sért í raun að vinna fyrir yfirmann minn, það er ef ég ætla að segja þér hvar peningarnir eru. Mér er náttúrulega alveg sama hvern þú vinnur fyrir ef ég segji þér það ekki og þú pyntar mig, einnig, hvað gerist eftir þessa 2 daga, muntu þá sleppa mér eða muntu spyrja aftur og svo taka aðra 2 daga ef ég svara ekki þá?”
Tim stökk ekki bros á vör, og Gene fannst eins og honum verið ágengt.Tim ræskti sig og dró stólinn sinn nær Gene, “ég hef enga leið til að hafa samband við yfirmann þinn, heldur aðeins eitt númer sem ég á að hringja í, og í því svara einhverjir fyrrum félagar þínir og ná í peningana, eða hver sá sem yfirmaður þinn treystir fyrir þeim. Þetta er engin önnur tengsl við yfirmann þinn, og ástæðan er sú að hann má ekki vera bendlaður við dauða þinn ef í það fer, og nú veistu hvað gerist ef þú svarar ekki eftir pyntingarnar, og spyr aftur svo ..” Tim dró upp hníf sem mynnti Gene á rambó kvikmyndirnar og það fór verulegur hrollur um hann og þá aðallega vegna augnráðs Tims þegar hann handlék hnífinn.
Gene gaf sig, “ok ok, ég skal segja þér allt, bara lofaðu mér að drepa mig ekki, jafnvel þó þú hafir fengið þær skipanir, þú verður að lofa mér því. Mér sýnist þú vera þessi týpa sem heldur loforð sín, er það ekki rétt hjá mér?” spurði Gene.
“Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég gef mitt orð ekki nema eitthvað skiptir máli, en jú, ok, ég lofa því, og til að eyða öllum vafa þá fékk ég ekki þau fyrirmæli að drepa þig.”
[ég er á leið heim, klára þegar ég er kominn þangað]