Ég er byrjaður að skrifa ALVÖRU bók núna, og er bara rétt byrjaður á henni, datt í hug að láta það sem komið er inn til að tékka hvað ykkur finnst. Takk til þeirra sem gáfu mér compliment með Unglingavinnuna.
Enn eitt brotið skall á bakborðssíðunni á skipinu, það skolaði yfir skipið og helltist yfir mig, ég stóð á rúllunni í norðan fáránlegheitum, og mokfiskeríi. Djöfull vona ég að kallinn þurfi ekki að snúa skipinu” hugsaði ég, og um leið sneri hann skipinu upp í storminn, helvítisdjöfull! Alveg ótrúlegt hvað er hangið úti í rosalegum brælum. Ég er með brælubeltið á mér í flotgalla, og er að leka niður af svita og hita, þó það sé ca. –10°c, en 650 fiskar á rekka reyna svolítið á. 27 rekkar búnir, 13 eftir… ojjbarasta, ég vona að við leggjum ekki aftur. Þá braut framan á skipið og skolaði svona helvíti vel inn um lúguna, ojj, sjór er ógeðslegur á bragðið. Gogga, blóðga, gogga, blóðga. Verð að vera öflugur að gogga, því að hakinn hvarf víst hjá hinni vaktinni, ekki það að maður myndi ráða neitt við hann. Ég sneri bakinu í rúlluna og var að blóðga upp úr kösinni, þá kom enn eitt brotið, og fleygði mér í gólfið, nefið og munnurinn fylltust af sjó “DJÖFUFULSINSHELVÍTIS MANNFJANDI OG BÖLLUR!!!!” öskraði ég og grýtti gogginum í átt að brúnni, vindurinn greip hann og hann fauk á 150 km hraða út í rassgat, “Hættu þessum aumingjaskap og reyndu að gogga” heyrðist í kallkerfinu, “ÉG DREP ÞIG HELVÍTIS PAPPAKASSI OG FÁVITI, ÞEGIÐU HELVÍTIS ASNINN ÞINN!” öskraði ég á móti, það er mjög auðvelt að sitja á rassgatinu upp í brú og rífa kjaft, sérstaklega þar sem stólinn hjá kallinum er með fimmpunkta öryggisbelti, svo að hann hangi nú örugglega í stólnum í öllum veðrum, það væri nú leiðinlegt að þurfa að fara inn. Báturinn sneri núna í vestur, frábært, nú fæ ég brotin beint í andlitið. Djöfull, ég reyni ekki einu sinni að gogga þetta helvíti, ég rota kallinn ef hann fer að rífa kjaft. “Ó sjitt!” hugsaði ég þegar ég sá risastórt brot koma, ég vippaði mér burt frá lúgunni, öskraði “BROT!” og hélt mér dauðahaldi, allt fylltist af sjó og ég tók að fljóta, vó! Ég vona að mér skoli ekki út hérna, en ég hafði gott tak og dauðhélt mér. Eitthvað af sjónum fór aftur út um lúguna, og lensidælurnar hömuðust við restina, þegar ég gat litið upp var rúllan horfin og línan slitin. “Jæja, við drögum þá ekki meira í þessu helvíti” hugsaði ég með þér, losaði brælubeltið og stökk frammí, við búum þó svo vel að það sé glussatjakkur á lúgunni. Við áttum ekki mikinn fisk eftir að gera að, en það tók sinn tíma, því að við þurftum að stíma upp í veðrið, við tókumst nokkrum sinnum á loft, en héldum alltaf taki í eitthvað. “Þetta er alveg rosalegt helvíti maður” sagði ég við Steina gamla, hann glotti bara “Þú hefðir átt að vera hérna í fyrra drengur, þá var sko bræla”, já, merkilegt helvíti, ég er búinn að vera á sjó í 4 ár, og það var alltaf verri bræla í fyrra.
Kokkurinn var náfölur, og sagði ekki orð, ég pældi ekki í því, og fór niður í vél, það væri alltof leiðinlegt ef að eitthvað myndi bila núna! Mælar sýndi ekkert óvenjulegt, ég hripaði eitthvað niður fyrir sjálfan mig og stökk aftur upp. Kokkurinn var farinn að tilbiðja postulínið, vaktin sat inni í messa, enginn sagði neitt. Við vissum allir hvað gæti gerst, við hugsuðum allir um það, við vitum þetta í hvert skipti sem við sleppum og höldum á miðin, en við minnumst aldrei á það, þetta er bara það sem fylgir starfinu. Ég tók upp stílabókina mína og fór að skrifa, ég fór að skrifa texta af lagi sem mér datt í hug, ætli ég skýri hann ekki “Helvítis kallinn”, “Enn skrifaru drengur”, sagði Steini, “Hvað er þetta svona mikið sem þú ert að hugsa?” ég kláraði síðustu línuna og leit upp, “Þetta nú bara allskonar, lagatextar og pælingar” svaraði ég, “Já drengur minn, þú átt eftir að verða meira en bara sjómaður” sagði hann, með sitt hlýlega afabros, “Ooo, ætli þetta sé nú ekki alveg nóg, það er nú mikið álag að halda landinu gangandi” svaraði ég og brosti, “Já, rétt er það strákur, en menn meta okkur nú ekki mikils í landi” það færðist meira alvara í svipinn, “Þú mátt nú ekki gleyma okkur þegar þú ert orðinn frægur tónlistarmaður” sagði hann, ég hló bara að honum, og fór að endurskrifa textann. “Óli, farðu upp í brú og athugaðu hvað gengur” sagði Matti, sem er dökkhærður og massaður maður um þrítugt, hann er sko nagli. Ég lokaði bókinni og stakk henni í skúffuna, stóð upp af bekknum, en ég hrundi strax í gólfið, það er hreinlega ekki hægt að standa í lappirnar í svona veðri, þegar ég var að komast að stiganum sá ég kokkinn koma út af skítaranum, fölari en nokkru sinni áður, með æluslettur utan á sér, ojjbara, ég ætla rétt að vona að honum detti ekki í hug að fara að elda neitt núna. Ég náði mér upp stigana með handafli, djöfull veltur ógeðslega hérna uppi, ekki furða að ég hafi farið í vélskólann. Ég settist í hinn stólinn og spennti á mig beltið, kveikti mér í sígarettu og varpaði öndinni, ég hreyfi mig sko ekki héðan alveg á næstunni. Það sést ekki neitt út, maður sér bara stundum hvíta toppana þegar dallurinn tekur dýfurnar niður af toppnum, “Hvað gengur hann?” spurði ég, “Heyrðu vinur, við erum að ganga 7 mílurnar, það eru 2 tímar inn að bauju” Já, þá eru þetta 2 og hálfur tími sirka. “Viltu ekki fá þér í glas?” spurði Stjáni, kallinn fær sér alltaf viskí á heimstími, “Jú, Stjáni minn, ég er alveg í réttu skapi fyrir viskí núna” hann rétti mér flöskuna yfir tölvuhrúguna sem var á milli okkar, “Við notum engin glös í svona veðri” fínt, stúturinn virkar líka alltaf langbest, fyrsti sopinn brenndi frekar vel í hálsi, og það kom þægileg tilfinning um alla útlimina og ég fann smá hita í kinnar, ahh, brennivínið er nú alltaf gott, en djöfull hlakkar mig til að komast heim og fá mér í skalla, hugsaði ég með mér og tók annan sopa. “Hvað ertu búinn að vera lengi til sjós?” spurði ég Stjána, það er alltaf fínt að spjalla við hann þegar hann er orðinn mjúkur, ekki skemmir fyrir að vera sjálfur á 4. glasi. “Ég byrjaði að róa með pabba gamla þegar ég var 12 ára, svo að þetta eru orðin, hvað…” hann hugsaði sig um í smá stund “39 ár vinur minn” hann gaf mér merki um að rétta sér flöskuna, og tók sér gúlsopa, “Já, 39 ár af þessari geðveiki” og hann virtist verða hálf hnugginn, “Þú ert nú ekki fyrsti listamaðurinn sem ég lendi með á sjó skal ég segja þér” romsaði hann allt í einu út út úr sér, hvað er þetta? Þeir hafa aldrei heyrt mig spila einu sinni, eða, ég held ekki, “Já” hélt hann áfram, “ég var nefnilega með honum Bubba til sjós, hann var nú meiri kellingin, annað en þú strákur, þú leggur þig þó allaveg fram við þetta, en hann Bubbi, hann var ónothæfur með öllu” ég glotti og tók við flöskunni, einn sopa enn, þessu skal ég sko aldeilis skjóta á kallinn ef ég hitti hann einhverntíman að sumbli. Ég ætlaði að fara að losa beltið og skjótast aftur niður, en ákvað að spyrja hann aðeins meira út í þetta allt saman, “Hefurðu aldrei lent í sjóslysi?” ég var ekki fyrr búinn að sleppa orðinu en það kom feiknabrot yfir skipið sem lenti á brúnni, og allir framgluggarnir gáfu sig, brúin hreinlega fylltist af sjó og öllu sló út, “Andskotansdjöfull” heyrði ég í kallinum, hann var hundblautur, ég reyndar líka, en hann hafði opnað hurðina út til að reyna að losna við mesta sjóinn, það þýddi ekkert, það kom bara meira inn um leið, “Drullaðu þér niður drengskratti” hann þurfti ekki að segja mér þetta aftur, ég losaði beltið og flaug niður stigana, Stjáni á eftir mér, hann lokaði og læsti, “Þetta var nú alveg óþarfi” sagði hann og fór að hlæja,”Ræstu stýrimanninn og segðu honum að drulla sér á rattið” ætli hann hafi verið að reyna að sannfæra mig um að allt væri í lagi? Kanski var hann að sannfæra sjálfan sig. Ég rauk niður og ræsti Munda stýrimann, hann gaf frá sér óborganlegan svip þegar ég tilkynnti honum að brúin væri komin í mauk, þaðan fór ég í vél til að vera viss um að allt væri örugglega í gangi, ljósavélin var ennþá inni, aðalvél líka, en mælarnir sýndi geðveika útleiðslu, ekki skrýtið, mannlaus brú full af sjó. Gunni yfirvélstjóri kom á þeysispani niður með útglennt augun að vanda, “Hvað er að ske? Hvað gengur á? Er ekki allt í lagi? Virkar ekki allt?” heyrði ég að hann kallaði til mín, djöfulsins stress alltaf á þessu vanhæfa fífli, en ef einhverntíman var ástæða til að vera stressaður, þá var það sko núna. “Jújú, Gunni minn, hérna er allt í lagi” ég bennti honum á að koma með mér upp, ég var kominn úr öllum fötum nema nærbuxunum og bolnum, vatn verður nefnilega frekar kalt á fötum. “Heyrðu” sagði ég þegar við höfðum lokað niður í vélarrúm, “það braut inn í brúnna og öll tækin eru úti” ég reyndi að halda rónni, en Gunni fór strax af stað “Ó sjitt ó fokk ó sjitt” Við fikruðum okkur eftir ganginum inn að messa, öll áhöfnin var á staðnum, og gallarnir voru tilbúnir, hjartað fór strax niður í brækur, núna er ég hræddur.
Kallinn var í neyðartalstöðinni, “Já, lóðsinn er á leiðinni á móti ykkur, eruð þið tilbúnir með gallana?” heyrði ég í talstoðinni, kallinn svaraði og fékk tímann á lóðsinn, hálftími, úff, þetta á eftir að verða lengsti hálftími í sögu hálftímanna. Kokkurinn lá fram á borðið og var farinn að grenja, jesús kristur maður, reyndu nú að halda andlitinu, þó ekki væri nema fyrir okkur hina. Ingi er yngstur um borð, bara 15 ára, hann situr á milli Matta og Steina, náfölur og skíthræddur, Steini er að reyna að tala í hann kjarkinn, “Brúin má alveg verða stútfull af sjó Ingi minn, það skiptir engu máli, við höldum bara áfram á lulli og svo tekur lóðsinn við” Þetta var reyndar alveg rétt hjá Steina, það var svo sem ekki mikið til að hafa áhyggjur af, en við vorum allir skíthræddir.
Hvað er ég eiginlega að gera úti á sjó? Pabbi hefur alltaf verið sjómaður, og vélstjóri í nokkur ár, það var hans vegna sem ég fór í vélskólann strax eftir grunnskóla, ég kláraði 3. stig og ákvað svo að skella mér á sjóinn, ég er 23 ára, og þetta er annað skipið sem ég hef verið á. En eftir hálft ár kemst ég á Samherja togara, það verður helvíti fínt, þarf maður ekki lengur að standa í þessu helvítis slori og drasli. Ohh, ég vona að við komumst örugglega í land, jæja, engann aumingjaskap hérna! Ég skellti mér í galla og setti annan undir hendina, best að leysa Munda kallinn aðeins af. Það lak sjór niður stigana, ekki mikið, en það dreitlaði samt, það fór hrollur niður bakið á mér. Mundi stóð við rattið, með pípu í munninum sem rétt náði að teygja sig út fyrir þykkt og mikið skeggið hans, stórir ísbjarnahrammar hans voru sem læstir við hjólið, og hann haggaðist ekki, sama þó öldur skyllu beint framan í hann, þessi maður er svo sannarlega hetja hafsins. Ég pikkaði í öxlina á honum og gaf honum merki að færa sig, hrukkurnar við augu hans lyftust lítið eitt þegar hann sá mig “Já vinur, maður ætti kanski að skella sér í eina rúllupylsu eins og þú ert kominn í” hann settist á gólfið og fór að klæða sig í, djöfull var rattið ógeðslega þungt, þetta helvíti myndi taka hendurnar af mér ef það tæki almennilega í.
Loksins sá ég ljósin á lóðsinum, Mundi kallaði niður í kallinn, sem kom á stökkinu upp stigann, menn ráðfærðu sig í talstöðina, og ákváðu að lóðsinn myndi bara sigla við hliðina á okkur, og setja taug í ef eitthvað kæmi upp á. Kallinn var kominn í gallann sinn og skipaði mér að fara niður að hvíla mig, húff, loksins. Ég settist niður í messanum og kveikti mér í sígarettu, jæja, það er nú sem betur fer ekki langt þangað til við komum í land. Ég lagðist aftur á bak á bekkinn, lokaði augunum, og rotaðist.
“Óli, vaknaðu maður við erum komnir inn”, kokkurinn var að pota í lappirnar á mér, ég reysti mig við og kveikti mér í sígarettu, og fór að færa mig úr gallanum, hjúkk, ég var alveg viss um að verða ræstur til að yfirgefa skipið. Ég fór niður í káetuna mína og setti allt draslið mitt í pokann, “Það verður sjálfsagt ágætis stopp á þessu” hugsaði ég með mér, tækin í brúnni eru öll ónýt, og það þarf örugglega að skipta um meira en bara þau. Ég mætti Stjána skipper á ganginum, “Heyrðu, er ekki í lagi að ég taki mér 2-3 dag í frí?” spurði ég, “Hafðu engar áhyggjur, Óli minn, ég læt þig bara vita þegar við förum á sjó aftur, það verður allavega mánuður í frí”, djöfull er það fínt. Það voru strax komnir einhverjir menn um borð, sjálfsagt bara einhverjir kallar að forvitnast, kokkurinn stóð hjá þeim, “Var þetta ekki rosaleg bræla?” spurði sá yngri, “Mjaa… maður hefur nú séð þetta verra” svaraði kokkurinn kokhraustur, “Varst það ekki þú sem lást grenjandi fram á borðið með æluslettur yfir þig allan?” spurði ég og fór, meiri andskotans asninn sem þessi maður getur alltaf verið, sem betur fer þarf ég ekki að hitta hann næsta mánuðinn.
Það var þegar byrjað að landa, ég nikkaði manninn á bómunni og stökk í land, land fallega land. Veðrið er miklu skárra hérna á Djúpavogi, bara smá gjóla, en þetta er samt alltaf jafn ógeðslega ljótt pláss, en ég bý nú ekki hérna. Nýji fallegi BMWinn minn beið mín ennþá upp við gamla Esso skálann, nýjulyktin var ennþá inni í honum, nýtt leður, nýtt mælaborð og keyrðum minna en 5000 km. Fallegt, og ég er sko aldeilis búinn að vinna mér inn fyrir honum þessum. Ég settist inn, ræsti bílinn og hélt af stað. Það er þriggja tíma keyrsla heim til mín, ég og kærastan erum að leigja hús sem stendur úti í sveitinni, mjög rólegt og fínt. Ég opna lítið hólf sem er á milli famsætanna í bílnum, þar eru fimm jónur og poki með tveimur grömmum af skúnk, príma skítur. Ég set Zeppelin í spilarann og fíra í jónunni, ótrúlegt en satt þá hefur kannabis engin áhrif á ökuhæfni manns. Leiðin er greið og mjúk, það er sem ég svífi á skýi sem Jimmy Page ræður förinni á. Ég þýt framhjá skilti sem stendur á “Breiðdalsvík” ojj, það pláss bara hlýtur að sjúga feita belli. Ég stoppa frekar á Stöðvarfirði til að fá mér að borða. Ég ákvað að kveikja mér í annari jónu og hringja í konuna, ég splæsti mér nefnilega í spes kitt í bílinn, hátalarar og míkrafónn sem eru ósýnileg, ég heyri bara röddina hennar og tala út í loftið, algjör snilld. “Hæ Óli” ég heyrði á henni að hún var skælbrosandi að fá mig heim í mánuð, eða meira, “Ég verð kominn heim eftir sirka klukkutíma, ertu til í að hafa til smá humar og lón?” spurði ég, með lungun full af reyk, “Já ástin mín, Tóti kom um daginn með nýjan poka handa okkur, hann kostaði minna en 50 þúsund núna, samt meira en við höfum fengið venjulega, mjög góður reykur líka” ég er svo stórhrifinn af þeirri staðreynd að konan mín skuli reykja líka, enda minnkar það líkurnar um 56% að hún fái nokkurskonar krabbamein. Við gáfum okkur ekki mikinn tíma í heimskulegt spjall, enda er það ekki okkar stíll. Ég setti bara Dark side of the moon í gang, gef bílnum smá meira bensín og flaut áfram, fyrsti reykurinn sem maður fær sér eftir að koma í land er alltaf langbestur. Leiðin var nokkuð greið, ég þurfti bara að stoppa einu sinni til þess að míga á leiðinni, sem er mjög gott. Ég fór aftur og aftur yfir það í huganum hvað hafði gerst úti á sjó, núna var ég loksins farinn að átta mig á að þetta hafði nú verið svolítið ástand, best að hringja í pabba og spjalla aðeins við kallinn. “Blessaður” svaraði hann, “Já sælir” hálfeinkennilega, “Ertu skakkur, helvítis skepnan þín?” spurði hann, “Ójá, nýkominn í land, í góðu chilli í bambanum með Roger Waters að messa yfir mér” svaraði ég með fallegu brosi á vör, “Já, svoleiðis á þetta líka að vera þegar maður er ekki að þræla á sjónum, hvað voruð þið annars með?” ég sagði þá kallinum frá aflabrögðum, sem voru með eindæmum góð, og alla sólarsöguna kringum sjóinn í brúnni, “Já, það gerist aldrei neitt svona spennandi í þessum frystitogurum sem maður er búinn að festa sig á” en ég heyrði að honum var greinilega ekki alveg sama, “Jæja, þetta er þó spenna sem ég hefði getað lifað án”, við spjölluðum saman í góðann tíma, og ég bauð honum að kíkja í heimsókn, fá sér í pípu og ræða heima og geima, hann tók bara vel í það og sagðist íhuga að koma eftir tvo daga, flott mál, mér tækist aldrei að klára allt þetta gras bara með konuna til að hjálpa mér.
Loksins kominn heim, heim til konunnar og hundsins, sem var óendanlega ánægður að sjá mig, samt er einhvernvegin alltaf skemmtilegra að hitta konuna, við erum búin að vera saman í 7 ár, við hittumst á húkkeraballinu á þjóðhátíð í Eyjum, ég vissi um leið og ég horfði í augun á henni að þetta væri konan sem ég ætti eftir að giftast, hún sagði mér seinna að hún hefði hugsað nákvæmlega það sama, ást við fyrstu sýn er sko til, trúið mér.
well ….. hvað fannst ykkur um þetta?