Jæja… þá er komið að lokum í þessu öllu saman. Ég vill bara þakka ykkur fyrir ótrúlega góðar undirtektir, og það hefur ekki farið framhjá mér að ég á flestar svaranir við smásögur ;) anyways …. enjoy the rest.

Sunnudagur 30. Júní
Við keyrðum í bæinn í einum rikk, ég svaf til Hafnar og svo keyrði ég til Víkur í Mýrdal svo að Heiða gæti sofið, ég á samt eftir að sakna hennar, ég á eftir að sakna allra því lífið er svo ljúft.
Stoppuðum fyrir framan Blöndubakka 16 þar sem Krissi á heima, Heiða átti svolítið erfitt með að átta sig almennilega á hvað var að fara að gerast, hún skildi ekki hvernig þetta getur gerst á Íslandi. “Það var alveg yndislegt að kynnast þér Heiða, þú bjargaðir lífi mínu og meira en það” en þessi orð höfðu engin áhrif á hana, hún starði bara út í loftið, tómum galopnum augum starði hún á ekkert, svo allt í einu brotnaði hún saman og fór að gráta, hendurnar fyrir andlitið og hún bara grét og grét, ég vissi ekkert hvað átti að segja “Hvað er að? Var það eitthvað sem ég sagði?” hún hélt bara áfram að gráta, og mér var farið að líða illa, og næstum farinn að gráta líka þegar hún kom því í sig að tala “Bjargaði ég lífi þínu? NEI!!! Þú ert kominn aftur hingað bara til þess að láta drepa þig! Þú skilur ekki neitt eigingjarna ógeðið þitt, þú þarft að hugsa um fleiri en bara sjálfan þig!” og þá hrundi hún aftur saman, ég skil ekkert hvert hún er að fara, hvað meinar hún? “Ég meina að ég vill ekki að þú farir, komdu bara með mér eitthvert, þetta verður allt í lagi” sagði hún í ekkasogunum, en ég get ekkert farið, ég get ekkert gert, þetta á að gerast sama hvað. “Ég get það ekki Heiða mín, þetta er bara hlutur sem ég verð að gera.” þessi orð hjálpuðu lítið “En ég elska þig Helgi, ég féll fyrir þér um leið og þú labbaðir inn í íbúðina mína” Guð minn almáttugur, ég nenni ekki að standa í þessu, hún meikar ekki sens þessi stelpa, ég er búinn að þekkja hana í nokkra daga og hún er að tala um ást, ég opnaði hurðina á bílnum, tók draslið mitt og fór, ekki það að mér líði ekki illa yfir að vera að særa hana, ég bara meikaði þetta ekki, það er nógu mikið í fokki akkúrat núna svo að þetta bætist ekki ofan á.
Ég bankaði á gluggann hjá Krissa og eftir smá stund sá ég hausinn á hounum í glugganum, alveg geðveikislega myglaður en hann reyndi samt að kreista fram smá bros þegar hann sá mig, “Bíddu aðeins maður, ég þarf að fara í buxur” svo hvarf hann aftur en kom eftir smá stund og opnaði útihurðina. Það var alveg endalaus hasslykt inni í herbeginu hans og Þóra var búin að reysa sig upp og reyndi að horfa á mig, en það er ofsalega erfitt að halda augunum opnum þegar maður er rétt ný vaknaður, úfið hár og engin málning, svona finnst mér stelpur vera hvað sætastar. “Það er mikið að þú lætur sjá þig Helgi, þú ert búinn að vera í öllum fréttatímum og löggan segist alltaf vera alveg að ná þér, hvar varstu eiginlega?” spurði Þóra, “Ég var í sumarbústað lengst úti í rassgati, svona klukkutíma frá Egilsstöðum” það kom enginn smá furðusvipur á þau bæði, “Ha??” kom upp úr Krissa, “Hvað meinaru? Hver átti hann og hvernig komstu þangað?” Ég settist niður og fékk tróð mér í pípu, eftir að ég sagði þeim hvað gerðist þá langaði mér helst að leggja mig, Þóra og Krissi fóru svo ég gæti lagt mig í friði, en áður en ég gerði það skrifaði ég bréf til Stellu og foreldra minna, ég get ekki hitt þau en ég fer ekki héðan nema að kveðja þau. Það var svo erfitt að skrifa þessar kveðjur á blað að ég hélt að hausinn á mér myndi springa, það var akkúrat þarna sem að ég áttaði mig á því að þetta væri allt saman raunverulegt, ég var búinn að hugsa mikið um þetta en aldrei hafði þetta verið svona nálægt mér áður. Djöfull var ég orðinn hræddur. (Lestu bréfin sem fylgja)
Ég vaknaði um áttaleitið um kvöldið við að Krissi kom vaðandi inn “Vaknaðu núna maður, strákarnir voru að hringja í mig, við verðum að drífa okkur heim til Kidda!” mikið er alltaf gaman að vera vakinn svona, ég stökk fram úr rúminu og dreif mig í fötin, tók bakpokann minn og við vorum roknir. Það voru svona 20 manns heima hjá Kidda, þeir sögðu mér samt að vera alveg rólegur, það ætluðu allir í bökkunum, fellunum og seljunum að koma. Shit, Breiðholtið stendur saman, þetta hlýtur að vera stærra en bara ég.
Menn voru orðnir ótrúlega spíttaðir og kókaðir þegar við lögðum af stað, við löbbuðum allir saman, en enginn sagði neitt, mér leið eins og það ætti að fara að leiða mig fyrir aftökudeild, sem var í rauninni málið allan tímann. Einstaka sinnum heyrði maður sogið upp í nös, annað hvort voru þeir að fá sér meira, eða safinn var að leka niður úr ennisholunum á þeim, en ég hugsaði ekki lengur, það var eins og ég svifi áfram, hugsunarlaust og tilfinningalaust, ég leit upp í himininn og hugsaði um alla hina á jörðinni sem eru að horfa upp í þennan sama himinn núna, hvort sem verið var að berja þá áfram í þrælkunarbúðum í Síberíu, eða þeir voru að láta einkaritarann totta sig á skrifstofunni sinni í New York. Allt þetta fólk, sem lifir frá degi til dags, allir að bíða eftir sama hlutnum, og ég vissi að það var komið að mér. Það var alveg sama hvað það myndu mæta margir, og hversu mikið þeir myndu reyna að passa mig, það myndi ekki breyta neinu, ég á hvort eð er eftir að deyja.
Þegar við komum loksins var hellingur af fólki mætt, vá… hvað er að ske? Þetta var eins og áramótin bara. Svo kom allt í einu heil bílalest inn með geðveikum látum og það stukku allir út úr bílunum, það tæmdust tveir bílar fyrir framan mig, og allir voru með baseball kylfur og hnúajárn og læti, við mættum þeim, og mættum þeim vel, ég náði kylfunni af einum gaurnum og barði hann ofan á hausinn með henni, hann rotaðist strax, svo barði ég í næsta, og næsta, ég sá tennurnar í þeim brotna og húðina rifna, það flæddi blóð út um allt, mér blæddi líka, ég man ekki hvenar það gerðist, ég man ekki einu sinni eftir að hafa tekið högg, en mér blæddi samt úr hausnum. Það kom víetnami hlaupandi í áttina að mér með hníf, shit! Ég náði að slá hann í öxlina með kylfunni áður en hann komst að mér, hann datt niður, en missti samt ekki hnífinn, ég barði hann í hausinn og í magann, settist svo ofan á hann og fór að kýla hann í andlitið, aftur og aftur, ég náði að opna allar tilfinningaholur í sálinni minni og hleypti því öllu út, beint í andlitið á honum, ég leit upp, djöfull voru fáir eftir, hvað varð eiginlega um allt liðið, þá var sparkað í andlitið á mér, ég fann ekki einu sinni fyrir sársaukanum, það var rifið í peysuna mína og ég hífður upp, “Og nú deyrð þú” heyrði ég, ég opnaði augun og sá byssuhlaup beint fyrir framan hausinn á mér, og ég heyrði hvell, ég lokaði augunum, hugurinn fór að starfa á milljón “Æ næ, þá er komið að því! Allt er búið” og það komu allt í einu myndir inni í hausinn á mér, frá því ég var 5 ára að leika mér við frænda minn, frá því ég og Eiki vorum í grunnskóla að gera kennarana okkar vitlausa, svo kom allt í einu Heiða, hvað var hún að gera hérna? Heiða, ég þekkti hana ekki nógu lengi, hún sá alveg um mig, mikið sakna ég hennar, og tímanna sem við áttum saman, hún var plúsinn á móti mínusnum mínum, og við áttum allt sameiginlegt, af hverju var ég ekki búinn að fatta þetta áður? Heiða er hinn hlutinn af dæminu.
Ég opnaði augun, það var allt orðið hvítt. Ha? Hvar er ég eiginlega? Hei, þarna er Jens.


Nú koma bréfin sem Helgi skrifaði:

Halló mamma og pabbi.
Ef þið eruð að lesa þetta þýðir það að ég er dáinn, ég er dáinn útaf því sem ég gerði. Ég neita því ekki að ég drap hann, en það átti aldrei að gerast, þetta átti aldrei að ganga svona langt. Ég hefði aldrei getað lifað lífi mínu vitandi það að ég tók hans. Hann átti foreldra alveg eins og ég, þau elskuðu hann örugglega ekkert minna en þið elskið mig. Ég elska ykkur líka, ég hef kanski ekki alltaf sýnt það en ég elska ykkur út af lífinu. En ég og pabbi eigum aldrei eftir að horfa á enska boltann saman aftur, núna verður hann einn að horfa á formúluna. Ég á aldrei aftur eftir að vaska upp fyrir þig mamma mín, aldrei eftir að hlaupa út í Breiðholtskjör aftur. Ég man alltaf eftir því þegar við söfnuðumst öll saman til að spila Trivial Persuit og Matador, það var alltaf jafn gaman, nema þegar Maggi bróðir vann, hann verður svo montinn. En ég held að ég eigi mest eftir að sakna lyktarinnar heima, þessi hlýja heimilislega lykt sem fyllir vit mín í hvert skipti sem ég kem heim, mér fannst alltaf eitthvað vera öðruvísi en það átti að vera þegar var verið að þrífa, en svo eftir tvo daga var hún komin aftur. Ég vona til Guðs að ég fari til himna, ég veit að ég hef lítið gert til að verðskulda það, en ég hef beðið um fyrirgefningu synda minna og vona að Guð finni það inni með sér að taka mig til sín og sína mér hans ótæmandi visku og góðgerð.
En ég er viss um að það er alls ekki auðvelt fyrir ykkur að lesa þetta, almættið veit að það er sko alls ekki auðvelt að kveðja ykkur svona. En þið vitið það núna, að ég er dáinn, þetta bréf fáið þið ekki nema að ég deyji. Ég mun bíða eftir ykkur öllum á himnum og innan skamms munum við öll vera saman í paradís.


Stella, elsku Stella mín.
Fyrst að þú ert að lesa þetta þá veistu að ég er dáinn, og ég vill ekki að þú hatir mig eftir að ég er farinn. Það eina sem ég get sagt er að ég elska þig, ég hef elskað þig frá því ég sá þig fyrst í Galtalæk með foreldrum þínum sumarið ’94, en þá var ég allt of vitlaus til að vita hvað ást er. Það var ofboðslega erfitt að halda alltaf sambandi við þig því sama hvað við eyddum miklum tíma í símanum þá langaði mig alltaf þeimun meira að hitta þig, svo þegar við byrjuðum saman 27 september ’98 var ég hamingjusamasti maður á jarðríki. Ég dó annað hvort sunnudagskvöldið 30. júní eða einhverntíman um nóttina 1. júlí, ég veit það því það var fyrirfram ákveðið, ég gerði það ekki sjálfur, ég átti aldrei að labba lifandi burt úr þessum slagsmálum.
Ég áttaði mig aldrei almennilega á því hvað ég elskaði þig mikið fyrr en ég flúði, þú varst líf mitt og yndi, tilhugsunin við að missa þig var of mikið fyrir mig. Við vorum samt svo ólík að það er stórkostlega ótrúlegt að við höfum náð saman, þú saklausa stelpan utan af landi, alltaf á fullu í íþróttum og alltaf svo hress og lífsglöð að mér langar að gráta við tilhugsunina, svo ég, alinn upp í bökkunum, byrja að reykja tólf ára, byrja að tóka fjórtán, rekinn úr íþróttum ævilangt fimmtán ára. Þú bjargaðir mér frá því að fara á götuna, ef það hefði ekki verið fyrir hvað þú varst jarðbundin og samkvæm sjálfri þér þá hefði ég sennilegast aldrei orðið sautján ára. Ég vil þakka þér svo innilega fyrir að hleypa ljósi inn í líf mitt, brosið þitt er himneskt og hláturinn eins og söngur engla Guðs. Það er erfitt að þurfa að segja þér þetta svona, en 25. júní ætlaði ég að biðja þig um að trúlofast mér, daginn sem þú yrðir sextán ára. Ég mun alltaf hugsa hlýlega til þín, því að þú ert Stella mín.



jæja…. þá er Unglingavinnan búin….. útaf ykkar viðbrögðum hef ég sent þessa sögu til meðferðar hjá ónefndu bókaforlagi =) Ef þeir taka vel í hana þá endurskrifa ég hana og lengi …. en hvað finnst ykkur um þessi lok ?

p.s. ég er byrjaður á nýrri sögu, ég ætla að posta úr henni hér og athuga hvað ykkur finnst ….

takk fyrir mig =)