Brostnir Draumar - 1
“Hvað hefur gerst? Ég sem átti eitt sinni fagra drauma, en nú get ég aðeins hugsað um að deyja.” Hún leit á brotinn spegilinn og sá blóðugt og marið andlitið.
“Fjandinn! Hvað gengur á í þessum brjálaða heimi? Hvernig getur eitthvað svona gerst?” Og hún hneig niður á hnén rétt í því sem tárin byrjuðu á nýjan leik að renna niður kynnar hennar.
Hún sat á kjöltu sér og það var sem tíminn stæði í stað. Þúsund hugsanir fóru um huga hennar. Svipmyndir næturinnar ásóttu hana. Ástin hennar eina í brjálæðiskasti að brjóta allt, öskrandi sem geðsjúkur væri. Hin ljúfa byrjun og hinn svarti endir á fallegum gærdeginum.
Eftir að hafa setið inn í baðherberginu í klukkustund ákvað hún að fara fram, lætin voru hætt. Hún opnaði hurðina og leit fram en hann var hvergi að sjá. Hún gekk inn í stofu og horfði daufum augum á vegmerki atburðarins. Brotin glös, brotin hurð, hillurnar fallnar og blóð.
Hún byrjaði strax að taka til. Sólin var að koma upp og teygði geisla sína inn í íbúðina. Það hryggði Sunnu að sjá þetta. Þetta var búin að vera skrítin nótt, fyllt viðbjóði og ofsa. Hún tók eftir því hvernig dofi færðist yfir hana. Þreytan hafði læðst upp að henni en henni var ekki svefn í huga, heldur hélt hún áfram að þrífa.
Atburðir líðandi nætur voru henni fastir í huga og hún gat ekkert skilið. Allt hafði verið svo saklaust. Allt var svo ánægjulegt og spennandi. Kvöld með stelpunum, góður matur, drukkið vín og dansað af lífsins gleði. En þrátt fyrir allt hafði hann verið henni efst í huga allt liðlangt kvöldið, ástin hennar eina.
Hún ákvað að fara fyrr heim og hitta hann en þegar hún kom heim voru móttökurnar þvert á tilfinningar hennar. Hann hafði setið einn í myrkrinu og beðið hennar. Og þegar hún kveikti ljósin sá hún falleg augu hans stara á sig með ásakandi og jafnvel hatandi augnaráði. Hún hafði reynt að tala til hans en fékk ekkert svar. Hún reyndi að kyssa hann en hann færði sig frá. Hún skildi þá hvað var í gangi en hélt að þetta yrði bara eins og svo oft áður, ekki eins og þetta fór.
Hún hafði verið svolítið hífuð og ekki nennt að standa í þessu núna og ætla að bara að hunsa hann. En þá hafði hann brjálast. Ásakanir og spurningar dundu yfir hana, hvern hafði hún hitt, með hverjum var hún, voru karlmenn þar, var hún með öðrum og svo framvegis. Hún reyndi að róa hann og bað hann um að tala um þetta á morgun, þegar allir voru rólegir. En hann tók það ekki í mál og þegar hún hafði reynt að fara inn í svefnherbergi þá greip hann í hana og grimmdin tók við.
Sunna skalf er hún hugsaði um allt það sem hann hafði gert og svipurinn á andlitinu á honum var sem steingerður í huga hennar. Ómannleg öskur hans og þung högg að dynja á fíngerðum líkama hennar. Hún réð ekki við þetta allt, og brotnaði enn á ný niður og á miðju gólfinu lognaði hún út af og dreymdi margt skrítið.
Það var síminn sem vakti Sunnu. Það var Begga.
- Sæl elskan og takk fyrir í gær. Hvað segist?
- Mest lítið, ég var bara að vakna… en þú? Sagði Sunna þreytulega.
- Ég hef það alveg fínt. Það var bara mjög gaman í gær og svo átti ég mjög ánægjulega nótt. En hvernig skemmtir þú þér?
Sunna varð alveg kjaftstopp. Hún hugsaði um allt sem hafði gerst um nóttina og reyndi að finna eitthvað sem hún gæti sagt við vinkonu sína og fann svo hvernig tárin voru byrjuð að myndast í augunum á henni.
- Veistu, ég er ekkert alltof hress, svaf illa. Ég… ég get ekki talað lengur, geturðu komið? Ég get ekki verið ein, það kom svolítið fyrir og ég get ekki talað um það núna…
- Ég kem fljótlega elskan, legg strax af stað.
Sunna lagði frá sér símann og fór inn í bað. Hún leit á spegilinn og sá í gegnum rifurnar nær óþekkjanlegt andlit sitt og fylltist viðbjóði við sjá sig svona. Skurðir, mar og storknað blóð.
Hún ákvað að fara í sturtu, skrúfaði frá heita vatninu og beið eftir að það hitnaði, afklæddist og fór inn í sturtuklefann. Er hún fann svo heita bununa falla á sig, og fann hvernig það sveið undan sárunum, óskaði hún þess heitast af öllu að fá að deyja.
Þegar Begga kom sagði hún ekki neitt, leit undrandi á vinkonu sína og tók svo utan um hana. Sunna var búin að laga til í íbúðinni og var hún nokkurn vegin eins og venjulega, fyrir utan það sem hafði brotnað. Þær settust niður í stofunni og Begga tók í höndina á Sunnu.
- Hvar er Gummi? Spurði Begga og leit í kringum sig.
- Ég veit það ekki…
- Gerði hann þetta?
- Já… ég kom heim í gær og hann var óður, ég skil ekki hvað var í gangi. Ég skil þetta ekki Begga… ég bara skil þetta ekki.
Begga leit í augun á Sunnu en Sunna starði bara á vegginn. Aldrei fyrr hafði hún séð Sunnu svona, það var eins og hún væri ekki þarna. Begga hélt fast í höndina á henni og fann fyrir vorkunn og vanmætti í hjarta sér.
Þær sátu svona í drykklanga stund þegjandi. Sunna róaðist aðeins við að fá Beggu til sín. Þær voru búnar að vera vinkonu lengi og höfðu alltaf verið til staðar fyrir hvor aðra og milli sín áttu þær engin leyndarmál. Begga var mjög hress og oftast til í sprell en hún hafði þessa gáfu til að vita hvenær það átti að fíflast og hvenær það borgaði sig ekki. Sunna leit á vinkonu sína og brosti þvinguðu þakklætis brosi.
Begga var frekar hávaxin og vel gerð stúlka, þó nokkuð hærri en Sunna. Hún var með ljóst liðað hár sem aldrei virtist þurfa að greiða, annað en dökka hárið hennar Sunnu sem varð allt flækt ef það var ekki greitt reglulega. Húðin á henni var náttúrulega dökk, en samt var hún oft í ljósum, líkt og Sunna. Stór græn augun virtust sem stórir geimsteinar.
Þegar fólk hitti hana fyrst virtist sem hún væri köld og merkileg með sig en þegar hún byrjaði að tala skein þessi yndislegi kjánalegi engill sem fannst fátt skemmtilegra en að tala. Góðhjörtuð en fífldjörf, kjánaleg en þokkafull. Það var hún Begga.
- Hvað gerðu þið eftir að ég fór? Spurði Sunna daufri röddu og leit á vinkonu sína.
- Við fórum á Prikið… og svo bara heim, sagði Begga.
- Nú… ein eða? Begga leit hugsandi á Sunnu.
- Reyndar ekki…
- Er það já, segðu mér frá því elskan, gerðu það…
- Ef þú vilt, sagði Begga full efa.
- Já endilega segðu mér frá því, sagði Sunna biðjandi.
- Ok, málið er að ég hitti hann Gunna þar, þennan sæta ljóshærða sem ég er að vinna með. Allavega sátum við heillengi og spjölluðum og döðruðum og svona. Og svo safnaði ég kjarki og spurði hvort honum langaði að koma með mér heim, og Begga brosti litlu sætu brosi. Sunna brosti líka. Við fórum heim, drukkum smá vín, hlustuðum á tónlist, spjölluðum og svona. Og svo… þú veist, gerðum við það, og Begga glotti. Ég var ekkert búin að gera neitt í 3 mánuði og þú veist hvernig ég verð ef ég fæ ekki mitt reglulega. En allavega við vorum að gera það og hann var ekki búinn að fá það eftir tveggja tíma törn, þannig ég henti honum á bakið og reið honum það rosalega að þegar hann fékk það hélt ég að hann myndi springa. Þetta var alveg frábært, en stuttu eftir að hann fékk það fór hann að skæla. Krókadílatár og allt, þetta var ekkert smá skrítið! Vinkonurnar flissuðu báðar. Svo langaði mig að gera það aftur í morgun en hann hleypti mér ekki nálægt sér, sagðist vera aumur og að hann þyrfti smá tíma til að jafna sig. Hann keyrði mig svo heim og ég var núkomin þegar ég hringdi áðan.
Sunna brosti og í stutta stund gleymdist það ógleymanlega, þetta var önnur gáfa sem Begga hafði. En fljótlega náði sorgin aftur tökum á henni og hryllingur næturinnar birtist henni. Þegar Begga sá þetta tók hún utan um Sunnu og skildi heldur ekki hvernig svona lagað gat gerst.