Hafið þið einhvern tíma reynt að skrifa hugsanir ykkar á blað, endilega prófið og látið flakka.

ÞETTA ER MITT FRAMLAG!

HUGSUN!

Það er komið kvöld og ég er ennþá einn. Einn að tala við sjálfan mig, enn og aftur. Ég er eiginlega orðin pínku leiður á mér og mínum niðurtogandi fantasíum. Vill félagsskap. Ef ekki konu, þá krakka, hund eða hamstur. Ég og hamstur að hugleiða hvað fær sálirnar til að dansa. Eða kannski í gáfulegum umræðum við gullfisk, eða bara flösu.

Ég er tré að svigna undan egin ávöxtum. Ef enginn fær sér bita, þá missir tréið tilgang sinn.
Tilgangur, umgangur, hamagangur.

Af hverju hringir ekki síminn?

Kertaljós, kerti. Lýsum saman, verðum eitt. Sýnum myrkrinu að engin ræður við okkur. Engin, tveir.

Undarlegur hávaði úr hjartanu; Ó því læturðu svona? Hlúi ég ekki vel að þér og vökva reglulega og læt þig í skuggann. Skugggann minn. Skuggann okkar allra.

Hægra augnlokið er syfjaðara en það vinstra. Hvort er ég penninn eða blekið. Blaðsíðan eða blýanturinn.

Halló! Er ég tilraun? Rotta?

Þið getið fangelsað líkama minn, en ekki sálina, því hún býr í fjarlægu landi sem þið getið aldrei heimsótt. En hvað getur sálin lært af huganum af líkamanum, af okinu.
Erum við uxar?

Baðbatnið rennur. Smá hávaði rennur úr ókunnugri veröld. Ánægjutíst og frygðarstunur tifa upp tónskala tilverunnar.

Hver er galdurinn - hvar geymið þið lykla fjársjóða ykkar?

Minn lykill er í óskilamunum. Samt er ég sendiboði guðanna. Ég ber ánægju til lýðsins. Ég græt ykkar tárum og birta augna ykkar lýsir upp skammdegi sálarinnar.

ÞÚ ERT ENGILL!

ha?

ÞÚ heyrðir alveg hvað ég sagði! lyftu vængjum þínum af jörðinni, opnaðu hjarta þitt, þú ert frjáls!

Ó ert þetta þú Guð?

Ég hélt að þú værir einhver ókunnugur andi!

Þessi fjarlægi og undarlegi maður hverfur smám saman,,, í ljós kemur nýtt ég.
Alveg ég.

Sumir segja að dauði hérna megin boði fæðingu hinum megin.
Ég er fæddur.

Af jörðu er ég komin og af jörðu mun ég aftur vera.

Sál

HUGSUN.