Það var einu sinni stelpa sem hét Elísabet, oft kölluð Beta,mamma hennar hét Katrín, oftast kölluð Kata,pabbi hennar hét Ólafur, kallaður Óli.
Það var að koma kvöld og Katrín sagði við Betu ,,Elísabet mín ætlar þú ekki að fara einhvern tíman að sofa,þú þarft að fara í skólann á morgun” Betu langaði bara ekkert að fara í skólann á morgun.
Hún var lögð í einelti eða svona nokkurnnveginn henni var strítt vegna þess að henni gekk svo vel og vissi miklu meira en allir hinir.
Hún var kölluð proffi og nörd,það fór alveg rosalega í taugarnar á henni.
Næsta morgun vakti mamma hennar hana og sagði ,,Beta mín klukkan er sjö ætlar þú ekki að fara á fætur?”Þá segir Elísabet ,,ha jú ég er alveg að koma mamma.”
Hún labbar í skólann og reynir að láta sem minnst bera á sér,
En það gekk ekki, þau tóku eftir henni og byrjuðu strax að stríða henni.
En það var nú ekki lengi því bjallan hringdi eiginlega strax og krakkarnir fóru inn,
Elísabet var örugg inni í skólastofunni því hún var í miklu uppáhaldi hjá kennaranum henni var líka mikið strítt út af því.
Þegar krakkarnir fóru út í frímínútur fóru þeir að stríða henni,allir nema einn strákur sem hét Björn, kallaður Bjössi, sem hjálpaði henni þegar verið var að stríða henni. Hann var líka eini vinur hennar.
Eftir skóla ætluðu þau Beta og Bjössi að leika og voru að labba heim þegar krakkarnir í bekknum sem voru alltaf að stríða henni voru hlaupandi á eftir þeim.
Þá sáu þau Beta og Bjössi fátæka fjölskyldu og littli strákurinn var að deyja og mamma hans var að gráta.
Beta fór að þeim og kraup og bað og sagði svo ,,alltaf þegar mér líður illa bið ég til Guðs” og hún fór að hennar ráðum og bað.
Og það varð allt í lagi með strákinn,þá gaf þessi fjölskylda henni hundinn sinn sem þau fundu einu sinni með engri ól eða neinu og enginn þekkti hann.
Beta þakkaði kurteisislega fyrir eins og mamma hennar Katrín hafði kennt henni,
Beta og Bjössi héldu áfram sína leið heim til Betu.
Á leiðinni talaði hundurinn og sagði ,,viljið þið gera svolítið fyrir mig?”
Þá sögðu Beta og Bjössi bæði í einu ,,ég vissi ekki að þú gætir talað!”
Þá tautar hundurinn með sér ,, þvílík móðgun”og segir svo,,auðvitað get ég talað”
Þá segir Beta ,,hvað eigum við að gera?”
Þá segir hundurinn ,,sko það er steinn upp í sveit og þar eru álfar og þeir eru með fjársjóð sem ég og enginn annar á og ég treysti mér ekki sjálfur,viljið þið hjálpa mér eða ekki?”
Þá segir Beta ,,ég meina af hverju ekki,ég er hvort sem er lögð í einelti”
Og Bjössi segir ,,hey ég kem með,en það er smá vandamál hvernig komumst við einhvert upp í sveit?”
Þá sagði hundurinn ,,svona”og púff þau voru allt í einu kominn upp í sveit og það var risastór steinn fyrir framan þau.
Bjössi sagði ,,ætli þetta sé álfasteinninn?”
,,Greinilega,en komum” svaraði Beta,
þau þukkluðu eithvað á steininum Bjössi fann einhverja holu og þrýsti hendinni inn í holuna steinninn opnaðist og þau duttu niður í einskonar rennibraut.
Þegar þau voru kominn niður voru einhverjir álfar örugglega verðir sem tóku þau og svo sagði einn við hinn ,,eigum við ekki að fara með þau til kóngsinns.
Þegar þangað var komið spurði kóngurinn hvað þau væru að gera hér og hvernig þau fundu steininn? Þau sögðu að einhver hundur sem þeim hafi verið gefið hafi galdrað þau hingað og sagt þeim að finna einhvern fjarsjóð sem hann átti.
Ó já sá svikari við eigum fjarsjóðinn hann var einu sinni álfur enn hann reyndi að stela gullinu og hann var lagður í útlegð.
Þið megið samt fá eithvað af gullinnu ef þið svarið einni spurningu,
,,Og hver er spurninginn?“spurðu þau bæði í einu.
,,sko hvaða kall er kaldastur?“
þau vinirnir hugsuðu sig lengi um svo svaraði Bjössi ,,ég veit það er snjókall“
,,rétt“sagði álfakóngrinn ,,annars heiti ég álfakóngur álfson og þið megið koma hvenær sem þið viljið,en nú sendi ég ykkur heim með smá álfagull en ekki fara svona aftur frá mömmu ykkar og pabba eða allavega ekki án þess að láta vita.“
Og þau voru kominn heim með smá gull í höndunum og langaði alveg rosalega að hitta mömmu sína og pabba svo Bjössi þurfti að fara heim til sín að hitta mömmu sína og pabba.
Tenging næst ekki við gagnagrunnsþjón: Unknown MySQL Server Host ‘cartman.hugi.is’ (11)