3. Kafli – Breytingar
Þriðja ár Ríkisins leið. En þetta ár var ólíkt þeim er á undan höfðu komið, miklar breytingar höfðu átt sér stað.
Orð um andspyrnu heyrðust meðal fólksins og gaf því von um betri tíma. En þekking ráðsins af þessari andspyrnu var einungis háð sögusögnum af götunni.
Alex fetaði hægt að mörkum brjálæðis.
Jóhann og Hannes sátu í myrkrinu og fylgdust með hverri hreyfingu Alexar, biðu eftir feilspori svo efasemdir myndu segja til sín hjá hinum ráðsmönnunum.
Alex ásamt ráðinu voru í fundarsal á degi sem var tilefni fagnaðar, þriggja ára afmæli ríkisins. En fátt var um gleði.
“Af hverju hafa fleiri verið teknir af lífi í ár en árin á undan?” Spurði Alex reiður.
“Andspyrnan” Sagði Pétur, “þessar sagnir um andspyrnuna hafa glætt eld í brjósti fólksins, valdið uppþotum, mótmælum.”
“Hve mikið nákvæmlega er að marka þessar sögusagnir.” Spurði Alex “Er þessi andspyrna til?”
Ráðsmenn litu hvern á annan áður en Pétur svaraði: “Engar eiginlegar sannanir liggja fyrir.
“Finnið þá sannanir!” gall í Alex og hann gekk frá hópnum og horfðu út um gluggann.
Ingi gekk rólega að bróður sínum og sagði lágri röddu: “Ég veit nokkuð sem hinum hefur ekki borist til eyrna?”
-“Hvað mun það vera?”
-“Samkvæmt sögusögnunum af mínu svæði veit andspyrnan hvað við gerum við gamla fólkið, um drápin á þeim.”
-“Svo það er svikari á meðal okkar.”
-“Einhver nákominn sem veit helstu leyndarmál ráðsins.”
“Ég vill að svikarinn verði fundinn, pyntaður og drepinn…” Lengra komst Alex ekki því í gegnum hurðina þurstu tveri liðsmenn andspyrnunar með rýtinga í hönd. Þeir tóku stefnunua á Alex.
Ingi reif upp sverð sitt og hljóp gengt þeim, hann hjó annan niður en hinn hélt áfram að Alex sem sjálfur hafði dregið upp sverð. Liðsmaðurinn hljóp inn í sverð Alexar og hljóp það á enda og skall á Alex og féll svo dauður til jarðar.
Alex stóð með hníf hans standandi út úr öxlinni og kallaði: “Kannið lífsmörk þeirra.”
Sá er Ingi hjó niður var með lífsmarki, hinn var látinn.
“Hjúkrið honum.” Sagði Alex “Ég vill að hann lifi, pyntið hann, fáið hann til að tala. Ég vill forsprakka andspyrnunar lifandi!”
Eftir þessi orð féll Alex meðvitundarlaus til jarðar.
“Lækni, náið í lækni.” Öskraði Ingi.
—
Alex opnaði augun rólega, hann fann hjartsláttinn í sárinu á öxlinni sem búið hafði verið um. Á stól við hlið rúmsins sat Ingi, hálfsofandi, en hrökk upp er hann sá að Alex var kominn til meðvitundar.
“Hvernig líður þér?” Spurði Ingi áhyggjufullur.
“Í kvölum, hve lengi hef ég sofið?” spurði Alex á móti og hrökklaðist máttfarinn fram úr rúminu.
-“Tvo og hálfan dag.”
-“Ég hef enga tilfinningu í vinstri handlegg.”
-“Læknirinn sagði að óvíst væri að þú gætir notað hann á ný.”
Alex stóð orðlaus um stund og horfði út í loftið, en spurði svo reiður: “Forsprakkinn.”
-“Enn ófundinn.”
-“Nýttu helming varðanna í leitina, það verður ekki reynd önnur árás á næstunni.”
—
Tveir dagar liðu án frétta. Alex var kominn á fætur og vinstri handleggurinn féll máttlaus niður með síðu hans.
Hann sat á skrifstofu sinni og blaðaði í gegnum skýrslur liðinna ára er ungur hermaður gekk inn í herbergið og skýrði frá því að forsprakkinn hefði verið fundinn.
“Komið með forsprakkann og látið okkur eina.” Sagði Alex.
Forsprakkanum var ýtt inn í herbergið með hendur bundnar fyrir aftan bak.
“Mig gunaði það svo lengi.” Sagði Alex hryggur “En ég gat ekki skilið ástæðuna.”
Alex horfði í augun á Karen þar sem hún sat á hnjánum á gólfinu fyrir framan hann.
“Afhverju snéristu gegn mér?” spurði Alex.
“Þegar ég var meðal fólksins sá ég hvað það lifað við, ég skildi ekki hvernig ég gat nokkurn tíman elskað þig.”
Alex gekk upp að henni og dró fram rýting, augun hennar lokuðust og ótti rann sem ís um æðar hennar.
Alex renndi rýtingnum undir bandið á höndunum og skar hana lausa.
“Hvernig veistu að ég reyni ekki að drepa þig?” spurði Karen hissa yfir ákvörðun Alexar.
-“Ég er með ónýtann vinstri handlegg eftir árás þinna manna, samt losa ég þig. Þetta er traust sem ég bíð þér, tækifæri til að koma aftur. Lífið er erfitt án þín.”
-“Hvað þarf ég svo að gera?”
-“Nöfn allra í andspyrnunni.”
Karen hikaði aungarblik en tók svo á sprett að Alex, greip rýting hans og hrinti honum í gólfið.
“Þú munt ekki komast héðan á lífi.” Sagði Alex
“Það var aldrei ætlun mín.” Svaraði Karen, hóf hnífinn á loft og stakk honum djúpt í kvið sér. Hún saup kveljur og féll svo til jarðar.
Alex skreið til hennar, hann strauk henni um vangann og kyssti hana mjúklega á ennið. Um háls hennar hékk hálsmenið er hann hafði gefið henni um árið. Alex losaði það og stakk í vasa sinn, stóð svo á fætur og kallaði á vörð. Skipaði honum að kalla saman ráðið, fjarlægja líkið, brenna það og dreyfa öskunni. Vörðurinn hvarf út um dyrnar.
Alex beygði sig niður og dró út rýtinginn sinn, þurrkaði hann og festi í beltið.
Hröðum skrefum gekk hann svo til fundarsalsins, settist niður við tómt borðið og beið eftir komu ráðsins.