2. Kafli – Ris ríkisins
Föstudagurinn reis eftir mikla undirbúningsvinnu. Ríkinu, eins og Alex kallaði það, var skipt niður í 5 svæði þar sem fólk var boðað þennan afdrifaríka dag. Þeir er sátu í ráðinu skiptu sér milli svæða til að tilkynna hin nýju lög.
Alex sat í fundarherberginu og beið frétta er Karen gekk inn í herbergið til hans og sagði blíðri röddu:
“Alex, þú hefur varla yrt á mig í fjöldi daga og…”
“Það hefur verið mikið að gera.” Kvæsti Alex “Það er enginn leikur að stofna nýtt ríki.”
-“Alex, við þurfum að tala saman, leysa vandamál okkar.”
-“hvaða vandamál ert þú að tala um?”
-“Ef þú leyfir mér að klára þá myndi ég segja þér það.”
-“Ég hlusta.”
“í fyrsta lagi er það…” lengra komast Karen ekki því Sendiboði kom hlaupandi inn í fundarsalinn.
“Vandræði á svæði þrjú” sagði hann móður “Jóhannes biður um aðstoð, yfir 20 manns eru með uppþot.”
Alex greyp skikkju sína og sverð og gekk af stað að hurðinni.
“Ef þú ferð núna.” Sagði Karen með hvassri röddu “Ef þú tekur Ríki þitt fram yfir mig, skaltu ekki búast við mér þegar þú kemur heim.”
Alex stóð kyrr meðan hún talaði, en gekk svo hratt út um drynar, án þess að líta við, án þess að svipbrigði sæist á andliti hans.
Tár runnu niður kinnar Karenar, en hún fór ekki, ekki í þetta skiptið.
Alex kom fljótlega að svæði þrjú, Jóhann, þybbinn, snögghærður, stóð við ræðupúltið og reyndi að róa múginn.
Hermenn stóðu allt í kring með hönd á sverðum sem enn voru slíðruð.
Alex gekk fyrir framan Jóhann og horfði yfir reiðan hóp karla og kvenna.
“Ég er Foringinn” sagði Alex skírt “ég skil að þið séuð reið enda miklar breytingar í vændum. Sumir finna til ótta, aðrir finna reiði yfir hörðum reglum, finna til óréttlætis. Treystið mér, fylgið reglunum og ykkur mun vegna vel.”
“Treysta þér, þú ert harðstjóri sem munt aldrei vinna traust okkar. Við viljum ekki lifa í ánauð, við kjósum frelsi.” Kallaði karlmannsrödd úr hópnum.
“Ég skil” sagði Alex og reiði kraumaði inn í honum “veljið ykkur leiðtoga, sendið hann hingað upp. Tveir einstaklingar ættu að geta ráðið úr þessu saman.”
Eftir stutta stund gekk stórbyggður maður fram, í kringum fertugt gekk til móts við Alex.
Alex horfði íbygginn á manninn, dró svo skyndilega upp rýting og rak hann upp undir höku mannsins sem hrundi til jarðar, lífvana.
“Refsing við uppreisn er dauði” þrumaði Alex “Þið fáið tækifæri, farið og lifið eftir reglunum eða hljótið frelsi í dauðanum”
“Þú getur drepið okkur öll en rödd fólksins mun lifa.” Var kallað innan úr þvögunni.
Alex felldi haus og dæsti, leit svo til hermannsins er hæðstur var í tign og mælti kaldri röddu: “Drepið þau, drepið þau öll.”
Skipun hans var framfylgt og göturnar voru litaðar blóði.
“Aldrei, aldrei ónáða mig með svona smávægilegum hlut aftur.” Þrumaði Alex að Jóhanni. “Reglurnar eru til að framfylgja þeim.”
Dagar liðu, og að lokum fyrsta ár ríkisins.
Fólk lifði hvern dag í eilífri hræðslu við Harðstjórann, holgervingu dauðans.
Efi var farinn að segja til sín meðal tveggja er sátu í ráðinu og spennan hafði aðeins aukist milli Alex og Karenar.
Tíðindalítið ár leið og annað árið leið.
Efasemdir innan ráðsins höfðu nú aukist til muna.
Karen þjáðist í þögn vegna afleiðinganna sem ákvaðanir Alexar höfðu. Mælirinn var að fyllast, hægt og rólega.
Fimmmenningarnir í ráðinu, Alex og Karen voru að fagna því að tvö ár voru liðin síðan Ríkið var stofnað.
“kæru vinir.” Sagði Alex og lyfti glasi “fögnum þeim tveim árum er við höfum setið við stjórn og megi þau vera ófá til viðbótar.”
Glösum var lyft í sameiginlegri skál
“Segðu mér Hannes.” Sagði Alex “Hvernig líður ársskýrslunni.”
Hannes, grannur, hokinn með druslulegt hár leit upp, “Ég kláraði hana áðan.”
“Og hvað?” Hélt Alex áfram.
-“Færri hafa verið líflátnir í ár, en árið á undan.”
-“Gott, fólki er farið að skilja.”
-“Skilja, er fólkið farið að Skilja!” sagði Jóhann, “Það skilur ekki, það hræðist, hver dagur í lífi þeirra er þrunginn ótta. Þú ert kallaður nöfnum eins og Harðstjórinn, holdgervingur dauðans, hinn grimmi. Þetta er ekki virðingin sem þú vildir, þetta er hræðsla.”
“Þögn!” Þrumaði Alex “Fólk óttast mig, og það virðir mig fyrir það, ég hef valdið, viðinguna, ég er miðpunkturinn. Án mín er ekkert ríki og fólkið veit það.”
“Ég bið ykkur” sagði Karen “leggjum stjórnmál til hliðar ásamt ágreiningum, fögnum í dag.”
“Hún mælir rétt” sagði Ingi, “Fögnum og verum kát, geymum annað til morguns.”
Um stund lág þögn yfir hópnum en svo fóru menn að tala saman sín á milli. Alex og Ingi gengu frá hópnum.
“Hvernig er staðan?” Spurði Alex?
“Hannes og Jóhann eru farnir að efast um ágæti ríkisins.” Svaraði Ingi
-“Eyþór og Pétur, hvar standa þeir?”
-“Styðja þig heilshugar, eins á við mig.”
“Kæri bróðir.” Sagði Alex og lagði hönd sína á öxl Inga “Þig óttast ég ekki, þú ert hold mitt og blóð.”
Að því sögðu gekk Alex frá Inga og til Karenar þar sem hún stóð ein út í horni. Alex lagði hendur sínar utan um hana og kyssti hana á kinnina. Svo dró hann öskju úr vasa sínum og rétti henni. Karen opnaði hana og þar lá dýrindis hálsmen.
“Hver er ástæðan á bakvið?” Spurði Karen “Þú ert ekki vanur að gefa mér eitthvað að tilefnislausu.”
-“Ég hef verið fjarlægur, farið illa með þig og…”
-“Og núna á ég að fyrirgefa þér?”
-“Svona dýrgripur ætti að geta keypt fyrirgefningu þína.”
“Hvað um allt fólkið sem þú hefur deytt,” sagði Karen og í rödd hennar var reiði “Hvar er fyrirgefning þeirra?”
-“Það eru stjórnmál.”
-“Stjórnmál eru ekki að myrða fólk.” Öskraði Karen “Hvað varð um manninn sem ég elskaði eitt sinn. Ég taldi þetta stress, áhyggjur vegna ríkisins. Og í tvö löng ár beið ég og ég fæ hvað? Hálsmen! Alex, þú ert morðingi.”
-“Ég er foringinn, ég er lögin, ég held ríkinu saman, skapa efnahaginn, ég er…”
-“Brjálæðingur, þú ert orðinn brjálaður.” Og við þau orð hvarf Karen út úr fundarsalnum, hvarf út til fólksins.
Alex stóð og horfði á eftir henni, augu hans voru tóm og hann grét þurrum tárum.