LOK


Ég gref holu. Dýpra og dýpra renna fætur mínir niður í endalaust ruglið sem lífið snýst um.

Þegar ég gægist inn um skráargatið horfir þú á mig eins og furðufyrirbæri frá fjarlægri plánetu. Augun reika um höfuð mitt, leita að útgönguleið, leiðinni inn um hurðina og að óendanlega mjúkum faðmi þínum.

Amma mín segir oft að augað sé spegill sálarinnar. Ég veit ad það er rugl. Mín varð eftir einhversstaðar á Seltjarnarnesi.
Lýsi hérmeð eftir henni.

Frá því að ég tók fyrst eftir þér, kynþokkafullum líkamanum og óöruggum starandi augunum hef ég verið að vona að þú hefðir kanski fundið hana, kannski sett hana í geymslu fyrir mig. Ég yrði þakklátt ef ég fengi hana aftur.

Ég vakna eftir svefnleysi næturinnar og líð af stað. Geng nakinn um gangana og finn tugi augna setjast á mig… kæfa mig og ganga síðan þegjandi um jörðina med bros á vör.

Standandi fyrir utan gluggann þinn reyna hendur mínar að ná sambandi við almættið. Hreyfingarnar verða aðeins vegna gamalla minna. Sjálft þýt ég milli óvina minna með það eitt að markmiði að sljóvga, hræða, meiða, eða gera eitthvað miklu….
Þegar boðin að endingu taka að virka og guðómleg musteri ljúkast upp, hreifingu fyrir hreifingu, andadrátt fyrir andadrátt, sný ég aftur og athuga hvort eitthvert skúmaskota þinna hafi ad geyma snefil, þó ekki væri nema snitti af sálu minni.
En þú verður mín ekki vör. Og ég hvíli hendurnar á hnjám mínum og hðfuðið á bringu minni, tómar varirnar í lokuðum munninum.



og ég hníg niður.

Ég finn jarðveginn fylla innyfli mín. Móðan á augunum er orðin þykkari og lyktin af líkama mínum er orðin svipuð og rotið í kring.
Þegar ekkert er eftir renn ég í gegn um snjókristallana sem kveðja mig innilega med kossi… ísköldum kossi. Skýjaður himininn tekur á móti mér.

Seinna meir ætla ég a taka mér bólfestu í draumum þínum og líta eftir þér

.