Upphafsorð


-Það er ekki gott að segja.
-En þér líður samt ekki vel, er það?
-Hvað heldurðu eiginlega að ég sé. Algerlega tilfinningalaus??!??
-Nei auðvitað ekki, en það er bara svo erfitt að “lesa” þig.
-Hvað áttu við “lesa”?
-Nú, hvernig þér líður. Þú ert svo lokaður að það er eins og að reyna að giska á hvernig grjóti líður, að fatta tilfinningar þínar.

Hann þagði. Velti fullyrðingu hennar fyrir sér og varð að viðurkenna, allaveganna fyrir sjálfum sér, að hún hafði rétt fyrir sér. Hann var álíka tilfinningasamur útávið og steinninn í götunni. En hún virtist samt geta séð hvernig honum leið. Eða kannski fann hún það bara á sér.

Hún beið eftir svari. En jafnframt vissi hún að hann þurfti ekki að svara henni. Hún vissi svarið. Hún hafði fundið veikan blett. Hann myndi samt alldrei viðurkenna það fyrir henni, ekki beinnt, en hún þekkti hann orðið það vel að hún vissi að hann væri ekki hrifinn af því að orða tilfinningar sínar beinnt út.

-Hvernig heldur þú að mér líði?
-Þér líður illa. Þú ert sár af því að Elín fór. Sár af því að þú veist að það var þér sjálfum að kenna. Sár af því að þú veist að þú þurftir bara að koma örlýtið til móts við hana. Þá hefði þetta aldrei gerst.

Hann þagði. Djöfull er hún góð. Hún þekkir mig betur en ég sjálfur.

-Já.
-Já hvað?
-Þetta er rétt hjá þér.

Nú var komið að Rúnu að þegja. Þetta var eitthvað alveg nýtt. Mörgum sinnum áður höfðu þau farið í gegn um svipað samtal og á þessum tímapunkti í þeim öllum hafði hann skipt um umræðuefni. Komið henni til að hlæja með einhverri vittleysunni sem hann virtist hafa meira en nóg af.

-Og?
-Ég klúðraði þessu alveg. Og það líður á löngu þar til ég fyrirgef sjálfum mér. En það kemur ekki til með að sjást frekar en áður. Ekki útávið á ég við.
-En þú ert að segja mér allt þetta. Hvers vegna?
-Vegna þess að það er tilgangslaust að fela þetta fyrir þér. Þú vissir nákvæmlega hvernig mér leið, þrátt fyrir að ég reyndi að loka mér. Þú kannt á mig, þekkir öll mín dýpstu leyndarmál án þess að ég hafi sagt þér þau. Því ætti ég að halda áfram að fela mig fyrir þér?

Rúna hló. Hátt og innilega. Henni hafði loksins tekist að komast innfyrir brynjuna á besta vini sínum. Það tók hana líka 20 ár. Síðan 1981 þegar hún og Halli kynntust fyrst í grunnskóla, og hún vissi að þessi strákur ætti eftir að fylgja henni alla ævi.

-Þetta er alveg nýtt. Ég helli af mér súpu af tilfynningum og þú hlærð. Venjulega er það öfugt.

Halli tók undir hlátur Rúnu af heilum hug, og hann fann að honum létti. Hann hafði náð þeim áfanga sem hann hélt að yrði aldrei í sjónmáli, hvað þá að hann kæmist yfir hann.


1. kafli
“Velkominn til Grunnuvíkur.” Þetta þætti einhverjum útlendingnum sjálfsagt skrýtið að sjá. Þegar stendur Grunnavík á kortinu en ‘Grunnuvíkur’ á skiltinu sem býður mann velkominn til bæjarins. En líklega skiptir það engu máli þar sem flestir útlendingar skilja hvort eð er ekki það sem á skiltinu stendur.

-Hvað ertu að hugsa svona mikið?
-Æi, ég var bara að spá í hvort að útlendingar myndu skilja það sem stendur á skiltinu sem við vorum að fara framhjá.
-Þú ert furðulegur Halli. Þó að ég sé búinn að þekkja þig í 20 ár þá hættirðu aldrei að koma mér á óvart, og ég vona að það breytist ekki.

Halli þagði. Hann vissi ekki hvað hann var eiginlega að gera. Að koma heim eftir allan þennan tíma. Hann fann strax fyrir andrúmsloftirnu, hafði fundið það um leið og hann sá skiltið. Þetta þægilega, en jafnfram óþægilega og lævísa andrúmsloft, sem að fyrir 10 árum hafði næstum kæft hann.

-Ertu ánægð með að vera komin heim aftur?
-Já. Hér finnst mér best að vera, þú veist það.
-Þrátt fyrir…
-Þrátt fyrir allt og alla, já ekki spurning.

Rúna hafði grátbeðið, eða því sem næst, um þetta verkefni, þegar það kom upp. Morðrannsókn, í littla sæta og þægilega smábænum Grunnuvík. Það var eitthvað sem hún þurfti að rannsaka sjálf. Stjórinn hafði verið á báðum áttum, en hún hafði sanfært hann með þeim rökum, að hún gæti sem heimamaður náð miklu meira út úr bæjarbúum heldur en einhver utanaðkomandi.

-Af hverju mátti ég ekki segja stjóranum frá því að þú værir héðan líka?
-Af því að þá hefði ég ekki fengið að fara með þér. Og ég á að vera með þér hérna, til þess að gæta þín.
-Ég er full fær um að sjá um mig sjálf, sagði Rúna snúðug.
-Ég veit það vel, en hérna ertu viðkvæmari og blindari gagnvart öllu óeðlilegu, þess vegna þarftu mig.
-Huh, “sérð” þú eitthvað betur hérna?
-Já, af því að ég er ekki nákominn bænum eins og þú. Ég fór héðan af því að ég þoldi ekki allt það sem gekk, og gengur enn, á í bænum. Og þar sem þú hefur aldrei viljað sjá það, þá sérðu það ekkert frekar núna. Þar af leiðandi þarf ég að koma með til að taka eftir því sem þú sérð ekki.

Rúna vissi að hann hafði rétt fyrir sér. Hún hafði aldrei fundið þessa tvöfeldni í bænum, sem að Halli talaði alltaf um í þau örfáu skipti sem hann minntist á Grunnuvík. Hans aðstæður voru líka öðruvísi en hennar. Fjölskylda hans hafði verið mikið milli tannana á fólki, en það hafði hennar verið líka. Auðvitað, því pabbi hennar var bæjarstjóri í Grunnuvík í 45 ár. Var alltaf kosinn með 70-100% kosningu. Þar lá kannski hundurinn grafinn. Hún var ekki viss. Og þó, kannski var hún hætt að sjá littla sjávarþorpið sitt eins og pabbi hennar hafði sýnt umheiminum, og henni, í öll þessi ár. Tíminn yrði að leiða það í ljós.

-Er Óli lögga ennþá með skrifstofuna sína heima hjá sér?
-Já það er ég viss um. Mamma hefði ábyggilega sagt mér ef hann hefði flutt skrifstofuna. Slíkt telst til stórfrétta hérna, sagði Rúna, og kímdi að Halla.
Hann brosti á móti, slíkt myndi teljast til stórfrétta í Grunnuvík, þar sem helst ekkert átti að breytast, nema þá til þess sem það var fyrir 100 árum, þegar bærinn var stofnaður.

Þau rendu heim að húsinu hjá Óla löggu. Yfir bílskúrshurðinni var skilti sem á stóð stórum bláum stöfum: LÖGREGLUSTÖÐ GRUNNUVÍKUR. Það hafði ekkert breyst, stafirnir jafn nýmálaðir og þegar afi Óla hafði sett það upp fyrir 75 árum. En það var svo sem ekkert leyndarmál. Óli málaði stafina upp aftur, með sama skapalóninu og afi hans hafði notað, fyrsta laugardag í hverjum mánuði. Og svo til að stafirnir stæðu nú ekki of langt út, vegna allra þeirra umferða af málingu sem formaði þá. Þá skóf Óli þá alltaf af, og málaði upp á nýtt, um hver áramót.

-Nei nú er ég svo aldeilis hlessa. Er ekki hún Rúna littla komin í heimsókn. Hvað dregur þig hingað telpa mín? Spurði Óli um leið og þau komu inn úr dyrunum. Áður en Rúnu gafst tóm til að svara, þá kom Óli auga á Halla.
-Halli Brjáns! Hvað er a tarna!?! Ekki hélt ég að þú ættir eftir að láta sjá þig hér framar. Nógu stór voru nú orðin þegar þú fórst, og…
-Við erum hérna í opinberum erindum Óli, greip Rúna fram í ræðu Óla.
-Við erum rannsóknarlögreglumennirnir sem þér var sagt að væru væntanlegir.
Nú varð Óli virkilega hlessa, og hann varð enn furðulegri í framan, ef það var hægt.
-Þið! Krakkaskra… nei þið eruð nú víst engir krakkar lengur. 33ja bæði tvö ef mig misminnir ekki. Fædd í sömu vikunni. Það var nú meiri vikan, hún Elsa mín var eins og þeytispjald út um allan bæ. Frumburður hjá bæjarstjóranum og það sjötta hjá Brjánsa og… Jæja nóg um það, þið eruð víst ekki komin hingað til að tala um gamla daga, að minnsta kosti ekki svona gamla, sagði Óli og glotti barnslega, eins og alltaf þegar honum fannst hann vera fyndinn.

-Nei, svaraði Rúna.
-Við komum víst vegna annara og verri aðstæðna.
-Já það er víst dauði Þórðar gamla sem dregur ykkur hingað, andvarpaði Óli.
-Setjist niður, og ég skal segja ykkur allt af létta. Má ekki bjóða ykkur kaffi? Þetta er þónokkuð löng saga.