Nóttina áður en Jónatan T. Sveinsson ók bíl sínum á 100 kílómetra hraða í gegnum ítölsku landamærastöðina dreymdi hann fiðrildi, púpur og fölsuð málverk. Hvar fiðrildin og púpurnar komu inn í vissi hann ekki, en sjálfur falsaði hann málverk. Hann var líklega eini Íslendingurinn sem var frægur fyrir falsanir, alla vega vissi hann ekki um neinn annan. Hann gat falsað verk sem enginn annar gæti falsað. Hann hafði ferðast um allan heim í þeim eina tilgangi að falsa fræg verk eftir fræga málara. Frakkland, Ástralía, Rússland, öll þessi lönd höfðu verið merkt með kennimerki hans. En hann gat bara ekki áttað sig hvað fiðrildin og púpurnar merktu.
Nokkrum vikum áður hafði hann fengið bréf frá rússneskum manni sem hann hafði aldrei áður heyrt um, Rudolf Vljedski. Þessi Rússi vildi hitta hann á fáförnum veitingastað, sagðist hafa starfstilboð. Jónatan hafði ekki fengið vinnu í dágóða stund, svo hann gerði sig kláran og hélt af stað. Herra Vljedski sagði honum að hann inni fyrir frægan listasafnara í Rússlandi sem dauðlangaði í eitt ákveðið málverk sem færi brátt að sýna á listasafni á Ítalíu. Þetta málverk var mjög verðmætt og eigandi þess þótti mjög vænt um það, og þess vegna var ekki hægt að kaupa það af honum. Eina leiðin væri að stela málverkinu og setja falsað eintak í staðinn. Að launum mundi Jónatan fá einn milljarð íslenskra króna, allt það efni sem hann þyrfti í málverkið og þar sem hann hafði aldrei heyrt um þetta málverk fékk hann nokkuð góða mynd af því.. Hins vegar urðu vandræði. Þegar Jónatan hafði lokið við málverkið hafði Rudolf aftur samband og sagði honum að sá sem átti að brjótast inn í listasafnið hafði orðið handtekinn og það var enginn tími til að finna annan í staðinn. Jónatani var boði auka fimm milljónir fyrir að brjótast inn, ná málverkinu og skila því til Rudolfs og að auki kæmist hann til Ítalíu.
Þegar Jónatan var kominn að listasafninu, var hann farinn að fá bakþanka. Hann var hreint ekki viss hvort það væri nokkuð hans stíll að fremja innbrot, auk þess sem honum leist hreint ekki á blikuna. En áður en hann gat startað bílnum til að keyra burt var brunabjallan á safninu sett í gang og þá var of seint að hætta við. Slökkviliðið mundi koma eftir stutta stund, átta sig á að þetta væri gabb og verðirnir færu aftur inn, þannig að Jónatan varð að vera snöggur. Hann þaut í gegnum bakdyrnar, í gegnum öryggisherbergið og hljóp eftir göngunum í leit að rétta málverkinu. Öll málverkin voru hulin með sterkri járnplötu til að eldurinn gæti ekki skemmt þau, þannig að Jónatan varð að líta á öll nafnspjöldin sem héngu við hlið málverkanna. Að lokum fann hann það. Hann dró fram lykilinn sem hann hafði fengið og opnaði frá verkinu. Á meðan platan færðist frá dró hann fram fölsunina en þegar hann leit aftur á málverkið tók hann eftir svolitlu sem gaf honum næstum áfall. Þetta var ekki rétta málverkið! Málverkið bar sama nafn og málverkið sem hann átti að hafa falsað en… það leit allt öðruvísi út. Hann hafði verið gabbaður! Hann varð að komast héðan burt. En hvernig? Þá áttaði hann sig á öðru. Hann hafði aldrei gert áætlun um hvernig hann ætti að komast út. Kalt vatn rann milli skins og hörunds á Jónatani. Eftir aðeins nokkrar mínútur yrðu verðirnir komnir á staðinn. Hann varð að flýta sér. Hann hljóp aftur eftir göngunum, sömu leið og hann hafi komið inn. Þegar hann var að koma að öryggisherberginu mundi hann eftir að hann hafði gleymt fölsuninni. Ef hann mundi snúa við myndi hann ekki komast út. Ef hann héldi áfram mundi lögreglan finna fölsunina og hugsanlega finna hann að lokum. Hann ákvað að taka áhættuna og hlaupa burt. Hann hljóp aftur í gegnum bakdyrnar og hljóp svo eftir strætinu. Lögreglan hafði fundið bílinn fyrir aftan listasafnið. Jónatan yrði að komast burt úr landinu og eina leiðin sem hann taldi vera fær var með flugi. Hann hélt áfram að hlaupa og hætti ekki fyrr en hann var viss um að löggan væri ekki að elta. Hann andaði djúpt að sér, fann peningasíma og hringdi í leigubíl.
Nóttin var á enda. Jónatan þurfti að bíða í nokkra tíma eftir næsta flugi frá Ítalíu til Íslands. En af hverju leiddu Rússarnir hann í gildru? Jónatan var að verða stressaður. Hann seildist í sígarettupakkann sem var í jakkavasanum og fékk sér smók. Hann hafði aldrei átt í jafn miklum erfiðleikum með andadrátt, adrenalínið var að gera útaf við hann. Allt í einu sá hann að ein lögga var að koma í áttina til hans. Hvað átti hann að gera? Hann var viss um að nú yrði hann handtekinn en hann var of hræddur til að hreyfa sig. Þegar löggan var komin að honum sagði hún: “This is a none smoking area. Would you please put out your sigaret?” Jónatan leit upp og sá skilti sem sagði að þetta væri reyklaus staður. “Sorry about that,” sagði Jónatan við lögregluna, “I just have alot on my mind.” Hann tók sígarettuna úr sér, henti henni á gólfið og steig síðan á hana. Löggan virtist ekki voðalega ánægð en lét hann samt í friði og fór. Eftir litla bið stóð Jónatan upp, tók upp töskuna sína og gekk af stað að hliðinu. Hann var nánast örmagna en honum sýndist hann sjá tvo menn sem biðu við hliðið, annar þeirra var einn af Rússunum sem voru með herra Vljedski á veitingarstaðnum. Jónatan var ekki viss hvort þreytan væri að gabba hann eða hvort þetta sem hann sæi væri sannleikur svo hann hélt áfram. Þegar mennirnir tveir komu auga á hann gengu þeir beint að honum og tóku í hann. “You are coming with us,” sagði Rússinn, dró upp byssu og miðaði henni að Jónatani, en þó þannig að lítið bæri á henni. “Or what?” spurði Jónatan á móti, “are you going to shoot me in an airport full of police officers?” Rússinn virtist ekki hafa búist við þessu en sagði: “Mr. Vljedski wants to see you right now.” Jónatan var ekki tilbúinn að fara af flugvellinum með þessum óþokkum heldur stóða sem fastast. “Listen to me, Mr. Svenson,” hélt Rússinn áfram, “I don’t want to make a scene here but we can do this the hard way if you want.” Rússanum virtist alvara en Jónatan stóð enn sem fastast. Rússinn var að missa þolinmæðina. “If you really want this bullet…” Lengra komst hann ekki því að Jónatan hafði snögglega gripið í höndina sem hélt á byssunni og reynt að miða henni frá sér. Rússanum brá svo að hann tók aftur gikkinn og skothvellurinn glumdi um flugvöllinn. Skotið hæfði öxlina á Jónatani en fór strax í gegn og í hinn manninn sem stóð fyrir aftan hann. Allir lögreglumennirnir í kring tóku upp byssurnar sínar og skipuðu Rússanum að leggja vopnið frá sér og leggjast á jörðina.
Þegar Jónatan rankaði við sér lá hann á sjúkrabekk á flugvellinum. Lögreglan sagði honum að hann væri ekki í neinni lífshættu og þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mönnunum tveimur, þeir væru í varðhaldi. Maðurinn sem fékk skotið í sig hafði játað að vinna fyrir Rudolf Vljedski og hafði sagt lögreglunni allt um hvernig fölsunin hafði átt að vera gildra til að fá Jónatan handtekinn. Lögreglan sagði honum að Rússinn hafði gefið upp heimilisfang herra Vljedskis og að þeir hefðu látið lögregluna í Rússlandi vita af stöðu mála. Þeir hefðu einnig látið athuga sakaskrá Jónatans og komist að því að hann hafði setið inni fyrir fyrri glæði sína, og þar sem engu var stolið af listasafninu ætluðu þeir aðeins að kæra hann fyrir minniháttar innbrot. Jónatan var afar ánægður með það. Nokkrum mánuðum seinna var Jónatan aftur kominn til Íslands og fékk vinnu á listasafni við að meta hvort málverkin væru fölsuð eða ekki. Hann hefur aldrei verið ánægðari í starfi.
——————————————– ——
Þetta er verkefni sem við áttum að gera fyrir íslendsku í skólanum, að vísu lengt örlítið. Endilega segja hvað ykkur finnst.