Hún vissi hvað kæmi næst, reiði hans líkt og stormurinn, stormurinn sem öskrar ónotum að henni. Hún beið eins og klettarnir eftir eilífðinni. Hún leit upp, þarna kom hann. Stormur hans feykti öldunum reiðilega til og þær hvísluðu hótunum að henni. Hún vissi hvað koma skyldi. Öldunar myndu skella af krafti upp að skipsskrokknum, í þessum ólæknandi stormi hans. Hún vissi að aðeins hún gæti bjargað skipinu en það var orðið of seint því það voru komin of stór göt á skipið og hún var byrjuð að sökkva. Hún vissi að hún gæti engu bjargað sem var innanborðs, allt löngu orðið ónýtt, gegnum blautt af blóði. Skipsskrokkur hennar var mjög illa farinn er hún gekk til vinnu sinnar daginn eftir.
G