Já, ég skrifaði þessa sögu fyrir löngu (svona ári) og skrifaði hana því ég var eiginlega svoldið pirruð útaf “vinkonu minni.” Það er eiginlega það eina sem á við mig í sögunni ;) En ég gerði eiginlega engann sérstakan endi þannig þið skuluð bara ýminda ykkur hann! ;)
Vinkonan sem flestar stelpur eiga…
Sigríður íslenskukennari gekk út úr stofunni og komið var að stærðfræði. Ég tók fram bókina og fletti upp á blaðsíðu 165. Ohh, Algebra. Ég skildi aldrei neitt í því. Gunni stærðfræðikennari var búinn að fara yfir það 37 sinnum og samt skildi ég ekkert. Leit til Magnúsar. Hann var ljóshærður, með brún augu og brúnn á hörund. Flestar stelpurnar voru hrifnar af honum þannig hún vissi að hún átti engan möguleika. Hann var þessi fullkomni strákur. Hann var vinsæll, sætur, gekk vel í skóla og var góður í íþróttum. Hún lét sig samt dreyma um þau saman. Allar stelpurnar, sérstaklega Anna og Hanna yrðu svo öfundsjúkar. Anna og Hanna voru vinsælustu stelpurnar í bekknum. Þær áttu mestan möguleika í að vera með Magnúsi. Anna var grönn með sítt, ljóst hár. Hún var ljós á hörund og sæt. Hanna var eins og tvíburi Önnu. Þær voru alltaf saman og algjörir hálfvitar. Þær gerðu oft grín af öllum hinum, t.d. af fötum annarra. Bara af því þau litu ekki út eins og módel, eins og þær.
Magnús fylgdist vel með í tímum, en samt var hann oft kjaftandi við besta vin sinn, Gumma. Gummi var þessi fyndna týpa. Hann sagði einhvern ömurlegan brandara og allir hlógu. Hann var einfaldlega vinsæll. Gummi var dökkhærður, bláeygður og gekk alltaf í dýrustu fötunum. Eitt sinn sagði hann: „Afhverju heitir gaffall, gaffall?“ og allir veltust um af hlátri. Ég skildi ekki hvað var svona fyndið en flissaði samt.
Stærðfræðitíminn leið. Gunni talaði og talaði og ég reyndi að fylgjast með en gat ekki einbeitt mér. Magnús var svo sætur. Afhverju gat ég ekki hætt að hugsa um hann. Allt í einu leit hann á mig. Ég roðnaði. Bað um að fara á klósettið. Ohh… alltaf þegar hann lýtur á mig þá roðna ég. Ég get aldrei verið almennileg. Settist á klósettið. Sturtaði niður og skoðaði mig í speglinum. Fór út. Gekk eftir ganginum hægt, vildi ekki fara inn. Hverju var ég að missa af? Gunna að kenna einhverja ömurlega stærðfræði? Það er ekki skemmtilegt…
Eftir skóla, kom Laufey í 8. bekk og spurði mig hvort ég nennti að koma í Kringluna að versla… ég sagði já þótt ég nennti því ekki. Ég vildi samt gera eitthvað. En ég meina það, ég heng með stelpu úr 8. bekk sem er þar að auki ekki vinsæl í sínum bekk né öðrum! Hálf ömurlegt, er það ekki? En ætli maður varð ekki að gera það svo hún yrði ekki sár. Laufey var dökkhærð með stutt hár. Hún hélt alltaf að hún væri svo fyndin. Sagði einhvern brandara og enginn hló, reyndi að segja annan en gafst svo upp. Reyndar hlær Magga, vinkona hennar af öllu sem hún segir. Magga var alltaf rosalega óvinsæl en varð svona allt í lagi þegar hún fór að hanga með Laufeyju.
Ég var nýbúin að læra þegar hún bankaði. Ohh, hún er alltaf svo fljót að koma. Hún er alltaf svo spennt fyrir því að hanga með eldri krökkum. Klukkan var þrjú en við ætluðu ekki að hittast fyrr en klukkan fjögur! Ég var ekki einu sinni tilbúin. Jæja, fór samt til dyra. „Hæ, heyrðu ég kom bara strax af því ég hafði ekkert að gera. Er það ekki í lagi?“ sagði hún. „Ætli það ekki…“ sagði ég lágt. Hún ruddist inn og fór úr skónum. Rakst í styttu sem datt á gólfið og brotnaði. „Úpps!“ sagði hún. Og gekk áfram. Fór inn í herbergið mitt og settist á rúmið. Kveikti á sjónvarpinu. Var strax búin að rugla rúminu og kveikti síðan á tölvunni. Kveikti líka á græjunum og stillti á FM 95,7. Fór á netið. Á irkið. Fór að spjalla við einhverja stráka og látast sem hún væri einhver þvílík ljóska með sítt hár, vel vaxin, vinsæl, bara fullkomin sem hún var ansi langt frá! Svo sagði hún hverja einustu setningu upphátt. Ég fór inn á bað til að gera mig tilbúna. Fór í gallabuxur og gallajakka og svarta peysu innan undir gallajakkann. Málaði mig aðeins og fór svo til Laufeyjar. „Ertu að koma?“ sagði ég. „Já, ætla aðeins að kveðja strákinn.“ sagði hún. Ég beið í hálftíma og spurði svo aftur: „Ertu að koma?“ „Já, okey.“ Hún var einhvernveginn komin í fýlu af því ég var að ýta á eftir henni. Aldrei má neitt gera við hana…
Tókum strætóinn og fórum í Kringluna. Kíktum strax í Cosmo og Laufey keypti sér peysu fyrir peninga pabba síns. Hún borgaði aldrei neitt sjálf. Ekki einu sinni eitthvað lítið eins og nammi. Svo næsta hálftímann kvartaði hún aftur og aftur hve svöng hún væri. Svo enduðum við á McDonalds og ég fékk mér bara lítinn skammt af hamborgara en hún fékk sér tvöfaldann ostborgara með mikilli sósu og miklum frönskum og stórri kók. Þegar ég var hálfnuð með minn þá var hún búin. Svo sagði hún: „Æ, ég á nú ekki að vera borða þetta, ég er svo feit.“ Þá reyndi hún að fá mig til að segja að hún væri ekki feit en ég sagði ekkert. Bara til að stríða henni. Hún var reyndar svolítið feit. Með svona bumbu. „Þú ert nú alveg eins og módel, en ekki ég… ég er svo feit og ljót og ég hata sjálfan mig“ sagði hún. Hvað er það með hana og sjálfsálitið? Hún fær allt og á milljón vini (reyndar leiðinlega vini, en samt.) Svo er hún alltaf kvartandi! „Þú ert ekkert ljót“ sagði ég. Bara ef þetta væri grínþáttur. Hann myndi fá endalaus verðlaun bara fyrir kaldhæðnina!