Drengurinn
Jón gekk hægum skrefum í átt til skólans. Hann var seinn, en
það gerði ekki til, hinir krakkarnir myndu bara stríða honum á
leiðinni. Jón var þybbinn, lár og með gleraugu. Hann var
hálfpartinn byrjaður að efast um álit móðurinnar sem var á
þessa leið: „Þú ert fegursta barn í veröldinni” því að krakkarnir
stríddu honum einmitt útaf útliti. Hann var sjö ára, í öðrum
bekk, og honum hafði verið strítt síðan í fyrsta bekk… uhhhh…
nei, síðan í leikskóla. Þegar hann loksins kom í skólann var
fyrsti tíminn hálfnaður. Um leið og hann bankaði komu köllin á
móti honum, „fituhlussa” „gleraugnaglámur” „heimskingi”
„auli” og margt annað í þeim dúr. Hann fékk sér sæti inn í
horni og lagði skólatöskuna á bakið á stólnum sínum. Um
leið og hann settist komu þrjú blöð, krumpuð í kúlu í áttina að
honum. Hann skeytti þessu litlu, því þetta var alltaf svona.
Þegar frímínúturnar komu varð hann áhyggjufullur. Hann vissi
að hann gat ekki verið inni, og færi hann út yrði illt verra… þökk
sé Gunna.
Gunni var aðalgaurinn í bekknum. Það var enginn óvinur
hans, og hann var alltaf langflottastur. Öllum í bekknum þótti
hann “kúl”, en eina málið var það að enginn vissi hvað það
þýddi, maður bara notaði það. Hann drattaðist hægum
skrefum að útidyrahurðinni og bjó sig undir hið versta. Í gær
hafði Gunnar og klíkan hans sett bala með vatni ofan á
hurðina, svo þegar ég gekk út um hana gegnblotnaði hann. Í
þetta sinn var enginn nálægt hurðinni, skrítið. Hann gekk
bjartsínn áfram, en um leið og hann beygði *POOM* lá hann
kylliflatur, og Gunni með hnefann frammi. Hann fór að gráta,
enda hvað gat hann gert!? ef hann myndi ráðast á Gunna
myndu bara koma fleyri honum til hjálpar. Um leið og fyrsti
ekkinn kom fóru allir að hlæja, og kalla „grenjuskjóða”.
Krakkarnir mynduðu hring í kringum hann, og um leið og hann
fór nálægt einu þeirra ýtti sá aðili honum í áttina að miðju
hringsins. Að lokum liftu krakkarnir honum, og hann barðist
um, en það breytti engu. Krakkarnir hentu honum svo á grúfu í
sandkassan. Uppáhalds fantabragðið þeirra.
Sölt tárin blönduðust svörtum sandinum. Hann hljópst í burtu,
og í áttina að útidyrahurðinni. Hann ætlaði inn þótt
starfsmennirnir bönnuðu það og krakkarnir myndu kalla hann
skræfu. Um leið og inn var komið mætti honum ófögur sjón.
Þarna voru allir krakkarnir. Gunni hélt á grein með þyrnum.
Síðan gerði hann grín að honum, og sagði „koddu kibbakibb”.
Á meðan krakkarnir hlógu mynduðu þau hring í kringum Jón,
og Gunnar stóð í myðjunni…. með greinina.
Hann var síðan barður með greininni. Hann fékk mörg sár, og
hann hljópst í áttina að krökkunum. Eftir að hafa hlaupið í um
5 mínútur undir stöðugum höggum komst hann í gegn. Hann
hljóp af skólalóðinni og inn á milli blokkana. Þar grét hann og
sofnaði að lokum. Þegar hann svo vaknaði var komið myrkur.
Hann gekk í áttina heim, en komst þá að því að honum var
veitt eftirför, hann hljóp þá, og heyrði að hlaupið var á eftir
honum. Að lokum hnaut hann um stein.
Framhald
Þess má geta að þetta er ekki mín ævisaga fyrir forvitna ;)
kv. Amon